Wednesday, September 27, 2006

41 vika og 1 dagur:)

Ó já góðir hálsar hér sit ég enn og er alveg hætt að skilja þetta feimna barn! Ég fór að fá verki í gærkvöldi, nokkuð reglulega en ekki mjög harða. Mín hringdi inn á Akureyri og þær sögðu mér að kíkja á sig en um leið og ég lagði á minnkuðu verkirnir og barnið hætti við að láta sjá sig. Ég ákvað því að sjá hvort ég gæt sofnað og ætlaði að hendast af stað um leið og ég fyndi einhverja verki í nótt. Það gerðist sem sagt ekki og því sit ég hér enn og veit ekki alveg í hvorn fótinn ég á að stíga. Þessir fyrirvaraverkir villa þvílíkt um fyrir mér að núna veit ég ekkert hvenær passlegt er að leggja í hann. Ég verð að viðurkenna það að mér finnst það dálítið óþægilegt að vera í klukkutíma fjarlægð frá fæðingardeildinni og er að spá í að skella mér í heimsókn til þeirra núna seinnipartinn ef ég fæ vott af verkjum og láta þær skoða mig, bara svona til öryggis!
Núna þarf ég því bara að fara að skoða fataskápinn minn og reyna að finna mér einhver spariföt til að fara í í brúðkaupið hjá Grímsa og Ingibjörgu á laugardaginn:) Edda fór af stað í brúðkaupi systur hans Grímsa þegar hún átti Andreu Ósk þannig að ég stóla bara á að það dugi fyrir mig líka. Ætli að stubburinn sé ekki álíka mikil félagsvera og móðir hans og vilji bara engan veginn missa af veislunni??? Nei maður spyr sig. Hvað haldið þið?
Kv. Helga

29 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jahérna litla feimna barn!!!
Helga min hér með færðu tvöfalda **hríðarstrauma**
Gangi ykkur sem best.
Kveðja,
Kristín

3:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kannski er eitthvað að fara gerast. Vona að hríðarstraumarnir skili sér og krílið fari að koma í heiminn :) Gangi þér vel. Knús frá mér

5:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ!
Ég ákvað nú bara að kíkja hér inn, alveg handviss um að þú værir búin að eiga krílið!
En gangi þér vel og koma nú!!!
Ætla að reyna að halda áfram að ná í hana systur þína...alltaf á tali...
kv. Ingunn

6:59 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

KAnnski að bumbubúinn vilji bara kökur í brúðkaupinu? Það gæti alveg hugsast.

7:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

ohhhh kannast við svona feimin börn!
en ég þóttist sjá ykkur á rúntinum á Húsavík og var móðguð að þið komuð ekki...en bara næst!
Gangi þér vel með krílin..góðir hlutir gerast hægt......en örugglega!!!!!!
Kveðja Jóhanna...Húsavík

8:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jóhanna Másdóttir sko!!!!!
Bið að heilsa ;-)

8:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vona nú að krílið fari að láta sjá sig og hlakka bara til að fá ykkur austur og fara að labba saman... Kveðja Signý

9:39 PM  
Blogger hilmartor said...

Gaman að heyra frá ykkur öllum. Ég trúi ekki öðru en að krílið fari að þora út:)
Ingunn: ótrúlegt hvað það er alltaf erfitt að ná í hana systur mína, hún virðist geta talað ansi mikið í símann (ólíkt mér:)
Jóhanna: ég held að við verðum að fara að hittast, það er ansi stutt á milli okkar. Þú ert að sjálfsögðu alltaf velkomin í kaffi í Árnes:)
Svanfríður: Já ef stubburinn líkist móður sinni þá finnst honum kökur góðar.
Signý: Ég bíð spennt eftir göngutúrunum á Höfn. Vonandi bara að við komumst í heimsókn fljótlega.
Allar: Takk kærlega fyrir góða ,,hríðarstrauma", hafið það gott.

10:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl vertu Helga mín og takk kærlega fyrir kveðjuna á Barnalandinu! Bjóst nú ekki við að það væri komin ný kveðja nú þar sem það er hánótt á Íslandinu, kom skemmtilega á óvart! Geri ráð fyrir að litla krílið sé nú þegar farið að halda fyrir þér vöku...
Gangi þér vel að koma litla einstaklingnum í heiminn. Ég fylgist spennt með!
Knús og kossar úr Ameríkunni,
Árdís.

6:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ja hérna, það er naumast að þetta kríli ætlar að láta bíða eftir sér. Sendi baráttu-og hríðarstrauma og vona að stubburinn láti ekki bíða of lengi í viðbót eftir sér. Gangi ykkur sem allra best, ég bíð spennt eftir að sjá myndir :)
Kv, Jóhanna í Lúx

8:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

koma svo stubbur ..... !

9:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er náttúrulega ekki nema sanngjarnt að Hallg. og Ingibj. fái líka stubb í brúðargjöf ;-) ..... En ég vona nú samt að þetta fari að koma hjá ykkur!
bestu kveðjur - Þórey

9:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Segi það líka, KOMA SVO!! Annars væri bara gaman að sjá þig í brúðkaupinu um helgina,en hef trú á því að þú viljir frekar klára þetta af fyrst ;) Gangi ykkur SVAKA vel !!!!!!!!!!

1:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga, Pési og Hilmar stóri bróðir.
Innilegar hamingjuóskir með litlu stúlkuna ykkar.
Bestu kveðjur,
Kristín og fjölskylda.

7:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ha er komin stelpa, ég sagði það, Jibbý. Innilega til hamingju öll sömul. Bestu kveðjur Þórhalla og co.

7:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með stúlkuna,les bara út úr því sem Kristín skrifaði,það hlýtur að vera komin dama ;) Gaman að eiga bæði kynin, ég kann víst bara að búa til stráka :) Vonandi gekk allt vel og allir eru hressir,kveðja Malla og fjölskylda

8:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga, Pési og Hilmar. Innilegar hamingjuóskir með dömuna. Alltaf bónus að eiga bæði kynin. Núna getur þú farið að missa þig í skokkum og kjólum á litlu prinsessuna .. það er svo gaman.
Knús og kossar frá mér og mínum

9:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga, Pési og Hilmar Þór!

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna, vonandi heilsast öllum vel :)

Bestu kv, Andrea

12:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna :)

bestu kveðjur
Bjarni og Inga

2:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju..fékk fréttirnar af prinsessunni í morgun frá Svönu!
Yndislegt..
Kveðja Jóhanna

4:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga, Pési og Hilmar Þór - til hamingju með stúlkuna.

Kveðja frá Ameríkuförunum Sigríði Margréti, Bjarka og Emmu

p.s. Siggu Möggu þykir leitt að geta ekki potað aðeins í frænku sína og biður því Hilmar Þór að gera það fyrir sig

4:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju med litlu domuna! Fekk upplysingarnar fra mommu i morgun. Vonandi gengur allt vel!
Ardis og familia i Idaho.

5:28 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Elsku vinkona, til hamingju með litlu stúlkuna. Vonandi gekk allt vel og allir hressir. Hlakka til að lesa fæðingarsöguna. Kossar og knús á línuna. Svanfríður og co í Chicago.

6:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilegar hamingjuóskir með dðmuna. Hvernig væri nú að setja inn svo sem eins og eina mynd fyrir fólk sem býr í órafjarlægð.
Kveðjur
Magga og Stebbi

9:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga, Pési og Hillmar Þór
Innilegar hamingjuóskir með litlu stúlkuna. Hvernig væri að setja inn svo sem eins og eina mynd fyrir fólk sem býr í órafjarlægð?
Bestu kveðjur úr Sólberginu
Magga, Stebbi og Addi

9:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka til þess að sjá myndir en gaman að heyra í þér í gær Helga mín.
Gangi ykkur vel og njóttu þess að liggja inni og hvíla þig vel. Allavega ef aðstaðan á deildinni er góð.
Knús og kossar til ykkar kæra fjölskylda.
Kveðja, Elsa Lára og co.

P.s. er loksins búin að fá myndirnar úr myndatökunni og setti þær inn á barnaland hjá grislingunum mínum en það er smá brot af þeim á blogginu. Bara til að monta mig aðeins.

10:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Nú bíður maður orðið mjög spenntur að sjá myndir af litlu dúllunni. Hafið það sem allra best. Kv. Bára

1:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga, Pési og Hilmar Þór til hamingju með litlu stúlkuna. Mikið hlakkar okkur til þess að sjá myndir, hafið það alltaf sem best.Risa knús til ykkar allra
Vala Sig og famelí

6:56 PM  
Blogger hilmartor said...

Takk kærlega fyrir allar góðu kveðjurnar, maður tárast barasta!
Komum heim í dag og ég set inn fæðingarsöguna fljótlega. Kær kveðja Helga

6:20 PM  

Post a Comment

<< Home