Smá fréttir
Komið þið sæl og blessuð öll sömul. Héðan úr sveitinni er lítið að frétta, bölvað rok og mér finnst eins og veturinn sé að fara að láta sjá sig. Prinsessan dafnar vel, er strax orðin ofdekruð og vill bara láta halda á sér! Við erum á fullu að reyna að finna nafn á dömuna og finnst það barasta ansi erfitt. Ef okkur tekst að finna eitthvað við hæfi stefnum við að því að skíra fyrstu helgina í nóvember.
Við erum að hugsa um að skjótast suður til Reykjavíkur fljótlega til að ganga frá pöntunum á innréttingum í eldhúsið og á baðið. Stærsta vandamálið í framkvæmdunum hjá okkur er skortur á höndum. Klæðningin er komin en Pési á ansi erfitt með að setja hana á einsamall. Þannig að ef einhvern vantar vinnu endilega látið okkur vita:)
Jæja prinsessan vill láta sinna sér. Hafið það gott. Kv. Helga
Við erum að hugsa um að skjótast suður til Reykjavíkur fljótlega til að ganga frá pöntunum á innréttingum í eldhúsið og á baðið. Stærsta vandamálið í framkvæmdunum hjá okkur er skortur á höndum. Klæðningin er komin en Pési á ansi erfitt með að setja hana á einsamall. Þannig að ef einhvern vantar vinnu endilega látið okkur vita:)
Jæja prinsessan vill láta sinna sér. Hafið það gott. Kv. Helga
6 Comments:
hæ! gott að prinsessan dafnar vel...hún er æginlega sæt og myndarleg eins og bróðir sinn..
Og ef þú finnur "fleiri hendur" sendu þá líka hingað!!!!!!!!við erum líka að gera upp hús...en finnum sjaldnast tíma..eða fleii stundir í sólarhringnum!
Jæja svo væri gaman að fá ykkur hingað úteftir...litla þarf að fá að komast á rúntinn ;-)
Og þetta með nafnið...þá er ég alltaf hrifin af...jóhönnu...heheheeh
Jæja best að hætta bulla..bið að heilsa í sveitina...Jóhanna Húsavík
Ég bíð spennt eftir að vita nafn prinsessunnar :) Elsa eða Lára væri mjög fallegt nafn, hehe :) En ég er viss um að nafnið sem verður fyrir valinu verður alveg mjög fallegt :) Jæja best að halda áfram að baka fyrir mömmuklúbb og Tupperwarekynningu. Vildi að ég væri ekki svona langt í burtu. Langar svo að geta skotist í heimsókn. En ef þið eigið leið á Skagann þá er ég oftast heima :) Eða gæti hitt ykkur einhversstaðar. Bestu kveðjur frá mér til ykkar, Elsa Lára og fjsk.
Verð aðeins að blanda mér í nafnavelið. Því mér finnst Bára henta henni mjög vel. Ég er viss um að það nafn fer henni prýðilega :-) Helga endilega mátaðu það á hana. Hlakka mikið til að hitta litlu krúttin í sveitinni. kv. Bára frænka
Auðvitað átti að standa þarna nafnavalið. Ótrúlegt hvað maður er stundum villtur á lyklaborðinu.
Rosalega er litla prinsessan sæt og mikið krútt, ábyggilega erfitt að slíta af henni augun á daginn. Vona að framkvæmdir við húsið gangi sem best. Knús og kossar frá Lúx,
Jóhanna og co
Takk kærlega fyrir góðar hugmyndir, förum í það að máta þau við hana:) Jóhanna: Ég held að það fari að styttast í að við leggjum land undir fót og skellum okkur á Húsavík í heimsókn. Hvenær ert þú heima já og hvar áttu heima?
Elsa Lára: Við látum heyra í okkur ef við eigum leið um Skagann, aldrei að vita nema það verði fljótlega.
Bára: Langar þig í nöfnu? Aldrei að vita hvort stubbunni líki við það:)
Jóhanna Lúx: Já það er alveg með ólíkindum hvað maður getur eytt löngum tíma í að horfa á hana:) Hvernig er það annars er ekki einfalt að kíkja í heimsókn til ykkar?
Post a Comment
<< Home