Tuesday, October 10, 2006

smá blogg

Sælt veri fólkið. Héðan úr sveitinni er allt gott að frétta. Ljósmóðirin heimsótti okkur í gær og stubba hefur þyngst um 200 gr. og er orðin 3900 gr:) Hún dafnar því bara vel og er farin að verða nokkuð mannaleg finnst okkur. Okkur sýnist hún alltaf líkjast bróður sínum meira og meira, enda algjör óþarfi að breyta út af þeirri góðu uppskrift:)
Það var svo yndislegt veður í gær að við skelltum okkur með hana út að ganga, sóttum Hilmar Þór á leikskólann. Hann var voðalega glaður að fá að keyra vagninn og svo keypti mamma handa honum systkinasæti á vagninn og það var dálítið mikið sport að fá að sitja í því. Nú vonum við bara að veturinn verði mildur og góður þannig að ég geti gert þetta sem oftast.
Annars er voðalega gott að hafa svona ,,aupair" eins og ég hef haft undanfarna daga. Mamma stendur sem sagt sveitt við pottana, eldar og svo heyrist mér á henni að hún ætli að taka sig til og baka í dag;) Endilega kíkið í kaffi!
Nú eru framkvæmdir í fullum gangi í Nesi. Mamma og Pési fóru í gær og tóku allt úr eldhússkápunum þannig að nú er hægt að fara að stað með sleggjuna! Svo er verið að saga gat út á svalirnar í þessum töluðu orðum og við bíðum eftir svalahurðinni sem við pöntuðum í gær. Klæðningin er svo mætt á svæðið og bíður eftir því að komast á veggina! Það er því nóg að gera á stóru heimili.
Jæja litla er farin að gráta, verð að sinna henni. Reyni að setja inn myndir í kvöld ef stóra vélin kemst í gagnið. Hafið það gott. Kv. Helga og co.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Nóg að gera á þínum bæ sé ég á skrifum þínum. Hlakka svo til þess að koma seinna til ykkar og sjá heimilið ykkar eftir einhverjar breytingar :) Gangi ykkur rosalega vel og knúsaðu molana þína frá mér :)

11:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

Flott að hún þyngist vel og allir eru sáttir ;) Hlakka til að sjá hana og ykkur öll,en veit ekki hvenær það verður samt.....

1:13 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Aupair svíkur aldrei og ekki verra að fá smá mömmuknús í leiðinni.

1:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hey ekki lofa myndum og svíkja svo það er svo leiðinlegt :-/ Hlakka til að koma og skoða, held að það verði samt ekki fyrr en í byrjun nóv. kv. Bára

8:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hmm.. það er greinilega allt á fullu þarna fyrir norðan. Bið að heilsa öllum, kossar og knús.

ester og garðar

2:11 PM  

Post a Comment

<< Home