Monday, October 16, 2006

staðan í dag

Komið þið öll blessuð og sæl. Héðan úr sveitinni er allt gott að frétta. Sú stutta dafnar vel og höfum við komist að því að ef ég væri kýr þá myndi ég fá að lifa! Ég mjólka nóg og er svo lausmjólka að daman hefur ekki undan, svelgist á og gleypir loft. Hún engist því greyið sundur og saman þangað til hún nær að losa sig við loftið. Það er því helsta vandamálið þessa dagana. Annars er hún alveg eins og ljós, sefur voða mikið og drekkur þegar hún er vakandi.
Staða á framkvæmdum í Nesi: Búið að brjóta vegg á milli eldhúss og stofu, parketið og eldhúsinnréttingin komin á haugana, gat út í garð tilbúið en fengum vitlausa hurð og sú rétta kemur vonandi á morgun.
Næsta á dagskrá í framkvæmdum: Bora í gólfið og setja hitalagnir, skella sér í borgina og ganga frá innréttingakaupum. Síðan vorum við að frétta það að hugsanlega fáum við smið í heimsókn annað kvöld til að aðstoða Pésa við að klæða húsið. Nú leggjumst við því bara á bæn! Við tökum ákvörðun um suðurferð þegar það er komið í ljós hvort smiðurinn komi strax eða ekki.
Læt þetta duga í bili. Hafið það gott þar til næst. Kv. Helga

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já ég held að Bára væri fínt:-)Fer svona prinsessum svo vel að heita Bára....(ég er svo mikil prinsessa....., eins og þú veist) Hlakka til að sjá ykkur öll, hvort sem það verður núna í vikunni eða í byrjun nóvember. kv. Bára prinsessu frænka

8:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég fór að gamni inn á mannanafnasíðu Hagstofunnar um daginn og renndi niður nöfn sem byrja á A. Skv. reglum mannanafnanefndar má skýra sveinbarn Askasleiki!!!! Ætli Askasleikja sé leyfilegt? Nei ég bara spyr...

11:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl skvís og innilega til lukku með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Hún er algjör dúlla og gaman að sjá stoltan stóra bróður. Ég rambaði inná síðuna ykkar og varð bara að kasta á kveðju.
Kv. Oddný

10:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að vera góð huppa,ekki spurning :) Þú getur prófað að mjólka smá fyrst áður en þú gefur henni, og athuga hvort það gangi ekki betur,bara með höndunum ef þú skilur hvað ég á við.

10:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ! heimilisfangið er Höfðavegur nr 9.....sammála Báru...Bára er mjög fallegt nafn..þannig að Jóhanna Bára hljómar ótrúlega flott!!!!! ;-)
Ohh það er svo gaman að vera finna nöfn!!!! svo spennó!!!er nú alveg viss um að það verður fallegt hvað sem það verður!!! jæja ja...við erum ávallt komin heim um 3 á daginn..stundum fyrr..þannig að bara verið velkomin!!! svo líka um helgar vitaskuld...hlakka til að sjá ykkur kveðja Jóhanna "Bára"

4:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

HæHæ... aðeins að kíkja á litlu skvísuna, ekkert smá lík stóra bróður :o)
kv
Kristín E.
Ingibjörg og Þorlákur

5:34 PM  

Post a Comment

<< Home