Saturday, October 21, 2006

Helgarfrí, hvað er það?

Já nú er víst komin enn ein helgin. Ekki það að hér í sveitinni eru allir dagar eins þannig að við kippum okkur ekkert upp við það þó það komi helgi, það er jú nammidagur á laugardögum og við tökum eftir því. Hilmar Þór talar um nammi, súkkulaði, kökur og ís alla daga þannig að við þurfum ávallt að minna hann á að það sé ekki nammidagur fyrr en á laugardaginn, svo við getum ekki annað en dælt í hann sælgætinu á laugardögum:)
Nú erum við að bíða eftir því að litla prinsessan vakni svo ég geti gefið henni að drekka og svo ætlum við að skella okkur á Húsavík að versla í matinn. Þegar maður er með iðnaðarmenn í vinnu er eins gott að eiga nóg með kaffinu!
Pési var að reyna að setja inn myndir í gærkvöldi, ég skil ekki af hverju þær komu ekki inn. Við verðum að skoða það mál fljótlega.
Ása var að mála andlitsmynd af Hilmari Þór og hún er FRÁBÆR! Nú ætlar hún að skella sér í að mála stubbu líka, ekki slæmt að hafa svona listamann í fjölskyldunni.
Við vorum að hugsa um að skella okkur í borgina næstu helgi en svo uppgötvaði áhugasami námsmaðurinn (not) að það á að vera innilota í skólanum um næstu helgi þannig að við verðum að fresta því ferðalagi. Vonandi komumst við samt sem fyrst.
Læt þetta duga í bili. Kv. Helga

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra í þér í dag. Hlakka svo til þess að kíkja á þig í vetur, einhverja helgina þó það verði líklega ekki fyrr en á nýja árinu þar sem ég stend í utanlandferð og futningum í nóvember og síðan eru næstum því bara jólin :) En vonum um iceland express byrji sem fyrst að fljúga norður og þá kem ég oftar en ég hef gert hingað til :) En jæja best að halda áfram að pakka þó ég nenni því engan veginn. En hlakka ti að sjá ykkur þegar þið komið suður :)

9:56 PM  

Post a Comment

<< Home