Komið nafn á prinsessuna
Við skírðum prinsessuna í dag og hlaut hún nafnið Arndís Inga. Arndísarnafnið er í höfuðið á ömmusystur Árna Péturs sem bjó í Nesi og langömmu minni sem átti afmæli daginn sem ég var skrifuð og var mamma Bjarna afa sem átti sama afmælisdag og sú stutta. Inga er svo að sjálfsögðu í höfuðið á ömmunni.
Edda Sverris og Helena Marta sungu í kirkjunni og það er ekki að spyrja að því að þær fengu hárin á mér til að rísa og tárin til að læðast fram í augnkrókana, alveg hreint yndislegt. Petra (konan hans Árna bróður Ásu) spilaði undir. Takk kærlega allar þrjár, þetta setti mikinn svip á athöfnina, þið eigið góðan greiða inni hjá mér ( þið þurfið ekki að taka það út í söng:)
Við setjum inn myndir af athöfninni fljótlega.
Kv. Helga
Edda Sverris og Helena Marta sungu í kirkjunni og það er ekki að spyrja að því að þær fengu hárin á mér til að rísa og tárin til að læðast fram í augnkrókana, alveg hreint yndislegt. Petra (konan hans Árna bróður Ásu) spilaði undir. Takk kærlega allar þrjár, þetta setti mikinn svip á athöfnina, þið eigið góðan greiða inni hjá mér ( þið þurfið ekki að taka það út í söng:)
Við setjum inn myndir af athöfninni fljótlega.
Kv. Helga
18 Comments:
Sendi hjartans kveðjur í tilefni skírnarinnar. Mikið er nafnið fallegt og fer vel í munni. Arndís Inga. Hlakka til að kynnast henni.
Vona að gestirnir verði rólegir þar til veðrið gengur niður.
Hafið það sem allra best,
Gunnþóra
Takk kærlega fyrir kveðjurnar og gjafirnar kæra frænka. Ég hlakka til að fá að kynnast þér. Kær kveðja Arndís Inga
Innilegar hamingjuóskir með nafnið það er fallegt. Adda finnst þetta nú vera sá í höfuðið í honum þar sem hann er skírður í höfuðið á Adda sem var skírður í höfuðið á ömmu sinni Arndísi. Við hlökkum til að sjá þessa glæsilegu stúlku og vonandi verður það fljótlega.
Bestu kveðjur
Magga, Stebbi og Addi
"Til hamingju með falleg nöfn.
Nafn þetta er myndað af forliðnum "Arn" sem merkir ýmist örn eða arinn og er þá tákn fyrir heimili, og viðliðnum "dís" sem merkir heilladís.
Arndís er því heilladís heimilisins." Kannski varstu búin að sjá þessa lýsingu en ef ekki þá sérðu hana núna og einnig að nafnið hefur sterka meiningu.
Rosalega líst mér vel á þetta nafn, til hamingju með glæsilega nafnið þitt, litla frænka.
Kær kveðja frá Lúx, Jóhanna og co
takk fyrir góðar kveðjur:)
Arndís Inga til hamingju með þetta fallega nafn ;) Smekklegir foreldrar sem þið eigið krakkar :) Hlökkum til að sjá myndir úr skírninni
Innilega til hamingju með þetta fallega nafn :)
- og meira að segja nafna mín :) :) hihi
Hlakka til að sjá myndir úr skírninni.
Til hamingju með þetta fallega nafn. Mikið hlakkar okkur orðið til þess að sjá ykkur öll.
Kveðja Vala Sig
Innilegar hamingjuóskir með fallega nafnið þitt Arndís Inga. Hlakka til þess að sjá þig og fjölskyldu þína sem allra fyrst. Bestu kv. Elsa Lára og co.
Kæra fjölskylda!
Innilegar hamingjuóskir með nafnið á litlu prinsessunni. Þessar ömmur eru alltaf svo motnar og ánægðar að fá nöfnu:-)
Hlakka til að sjá myndir úr skírninni.
Kveðjur frá Höfn, Hjalta, Össi og Ása Margrét
Innilega til hamingju með fallegt nafn. Völli tilkynnti mér í gær hvert nafnið var og rakti meininguna á bak við það.. eða allar fallegu tengingarnar og ég fékk gæsahúð. Rosalega fallegt og ég veit að þér á eftir að farnast vel litla (næstum því) frænka. Annars óskum vð fjölskyldunni allri til hamingju og vonum að allir hafi það sem allra best. Héðan er allt gott að frétta og sólin skín í heiði. Völli frændi er sem óður að bíða eftir því að geta byrjað að byggja nýja veitingastaðinn okkar og ég er smá saman að finna taktinn hérna enda skrítið að vera allt í einu flutt til Honka Bonka....
Hlökkum til að hitta ykkur sem fyrst og þið vitið að þið eruð alltaf velkomin hingað í sólina.
Kossar og knús,
Þóra og Völli
Til hamingju með fallega nafnið..mjög svo fallegt..fer henni svo vel.
Og takk fyrir heimsóknina,obboslega gott að fá ykkur...ávallt velkomin í jarðaberin hans Karls Jakobs..
Hjartsns hamingjuóskir með nafnið og daginn..
Jóhanna,Maríanna Rín,Karl Jakob og Snæbjörn ;-) Húsavík
Til hamingju með skírnina. Kær kveðja úr Kópavogi
Siggi Gunn og familí
Innilegar hamingju óskir með fallega nafnið þitt:)Hlakka til að hitta þig og er sko sammála um það að þær pæjurnar verða góðar saman í framtíðinni....Það er bara verst hvað það er langt á milli okkar en við eigum vonandi eftir að kynnast:)
Kveðja Signý og Nína Ingibjörg
Til hamingju með fallega nafnið þitt það hæfir vel svona fallegri stelpu eins og þér. Haltu endilega áfram að minna mömmu þína á fjallhringinn hér hjá okkur, pizzakvöldin eru bara ekki söm án ykkar :)
knus og kossar
Kristín og fam.
Innilega til hamingju með nafnið á dömunni. Þetta passar bara vel við hana þó svo að maður hafi bara séð hana á myndum en ekki "live" sem að verður vonandi fyrr en seinna. Kveðja Þórhalla og co
En yndislegt nafn, innilega til hamingju! Svo fer að koma pakki til ykkar systkyna. Bestu kveðjur, María og fjölskylda Grafarholti.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=12&uid=6801463&gid=13604560&
Post a Comment
<< Home