Thursday, November 16, 2006

Jákvæðni er það sem koma skal:)

Góðan og blessaðan daginn, þetta er Helga jákvæða sem skrifar:)
Núna er svo ansk... nei ég meinti yndislega gott veður í sveitinni, nægur snjór til að gleðja hjörtu okkar og yndislegt rok sem feykir öllum þessum frábæra snjó til og frá þannig að við sjáum varla út um augun (oh já og þannig viljum við hafa það:)
Við stefnum á borgarferð annað hvort í dag eða á morgun en það er ekki eining um brottfarartíma innan fjölskyldunnar, þ.e.a.s. ég vil bíða til morguns því mér skilst að það eigi að lægja aðeins en Pésa finnst ekkert að veðri. Hvað segir þetta okkur um reynslu okkar af veðráttu? Já maður spyr sig á hvaða landshluta besta veðráttan er???:)
Annars er allt við það sama hjá okkur. Við fórum með Arndísi Ingu í skoðun í gær og er vinstri mjöðmin orðin fullþroskuð en ekki alveg sú hægri. Hún verður því að vera í spelkunni aðeins lengur en við fengum næst tíma í janúar og við vonum bara að hún losni við hana þá. Hún er annars alltaf jafn ljúf og góð, svaf t.d. í 7 tíma í nótt mér til mikillar gleði:)
Hilmar Þór er allur að hressast en ég komst að því að hluta geðvonskunnar mátti skrifa á of lítinn nætursvefn. Núna fer hann aðeins fyrr að sofa og þá batnar skapið. Að vísu er hann enn mjög mikill mömmustrákur og má hann ekki heyra á það minnst að faðir hans eða Ester frænka hans aðstoði hann við það sem hann þarf hjálp við, mamma skal gera það (enda er ég ekkert of góð til þess:)
Núna bíður hann spenntur eftir því að komast í borgina til ömmu og afa og ekki spillir fyrir að við ætlum að stoppa á Akranesi hjá Andreu Ósk frænku hans sem hann elskar út af lífinu. Pabbi hans var voða góður við hann um daginn og sagði við Hilmar Þór sinn þegar hann var að svæfa hann: ,, Ég elska þig" og Hilmar svaraði með þessari fleygu setningu: ,,já og ég elska Andreu". Þetta var víst ekki alveg svarið sem pabbinn bjóst við en það er jú gott að honum þyki vænt um frænku sína:)
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Hafið það gott. Kv. Helga

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þessi börn frábær. Gaman að fá ykkur suður vonandi sjáumst við eitthvað.
Kveðja Vala
ps bjallaðu í GSM hjá mér við erum ekki með heimasíma, bara línu fyrir netið ;)svo það er ekki furða þó að það svari ekki

4:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið hlakka ég til að sjá ykkur á sunnudaginn. Við skötuhjú ætlum svo að bjóða ykkur í alvöru lax í vikunni. Veiðimanninum á þessu heimili finnst nauðsynlegt að þið smakkið íslenskan maðka lax.

9:41 PM  
Blogger hilmartor said...

við skulum bara segja Pésa að þetta sé silungur svo hann taki þetta í mál:)

10:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eruð þið farin suður? Endilega bjallið í mig þegar þið eruð á Skaganum :) Er í ömmu og afa húsi, er flutt.

11:33 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

hahahaha,Hilmar góður!
Góða ferð suður og njótið ykkar.

6:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það var æðislega gaman að hitta ykkur í dag. Knús og kossar frá mér til ykkar. Elsa Lára.

8:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hversu langt suður ætlið þið????? Við erum alltaf til í að fá ykkur í heimsókn. Hérna er líka kalt en þó hangir hann samt í 25 gráðunum. Innfæddir eru komnir í Millet úlpur og það er Thanksgiving um helgina. Palli Rós er í heimsókn og við erum að fá hund!!!! jibbí jei.....
Kiss og knús úr karabíska hafinu,
Þóra og Völli

5:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Helga, viltu senda mér heimilisfangið þitt á netfangið mitt? swanyiceland1@aol.com

6:50 AM  

Post a Comment

<< Home