Monday, December 11, 2006

myndir

Bara gott að frétta lífið gengur sinn vana gang mikið jóla stúss í gangi, Helga bakar og bakar, Hilmar talar um jólasveina og ég smíða í nesi (sem gengur hægt en örugglega)
við skruppum í heimsókn um daginn og Hilmar var svo þreyttur að hann sofnaði á leiðinni og svaf svo fast að hann vaknaði ekki einusinni í stiganum þegar við komum heim.:)

mbk Árni ´P og co




 Posted by Picasa

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Duglega fólk! við erum nú bara búin að baka piparkökur..en borðuðum þær eiginlega jafnóðum..svo við bökuðum aftur...en borðuðum líka þær...Maríanna fékk hlaupabóluna og er ekki í neinu stuði...kannski kíkjum við þegar að bólunni líkur og smökkum kökur hjá ykkur.."smakkferð"...
Jæja vona að þið hafið það rosa gott í sveitinni..
bestu kveðjur frá Húsavíkinni
Jóhanna og bólurnar

9:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

Maður getur nú verið þreyttur eftir heimsóknir,það er ekki spurning. Mér sýnist daman vera að rifna út,komin með enn sætari bollukinnar :) Er mamman að framleiða rjóma,tihi.

1:49 PM  
Blogger hilmartor said...

Jóhanna: Æ,æ greyið Maríanna, vonandi nær hún sér fljótlega. Nú verðum við bara að líta á björtu hliðarnar því illu er best af lokið og auðvitað hefði hún getað legið á jólunum:) Nú sendum við henni bara ,,batastrauma" svo hún hristi þetta af sér sem fyrst. Endilega kíkið svo í ,,smakkferð".

Malla: Já rjóminn er góður! Mér sýnist hún ætla að verða jafn myndarleg og bróðir sinn. Þau fæddust bæði með ansi góðar kinnar og svo stækka þær og stækka og stækka... Já það er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hún þyngist ekki nóg:)
kv. Helga

4:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Alltaf jafn gaman að sjá nýjar myndir. Maður sér mikinn mun á litlu dúllunni henni Arndísi hvað hún stækkar mikið. Og Hilmar er greinilega alltaf jafn góður við hana. kv. Bára

8:49 PM  

Post a Comment

<< Home