jó-ólin, jó-ólin a-alls-staðar....
Komið þið sæl öll sömul. Héðan úr sveitinni er allt gott að frétta, jólin á næsta leyti og í nógu að snúast! Pési skellti sér í hlutverk sveinka og málaði Húsavíkurbæ rauðan í dag, mér og Hilmari Þór til mikillar ánægju. Við mæðginin skruppum nefnilega í bæinn og hver haldið þið að hafi mætt í Húsasmiðjuna á sama tíma og við, jú rétt hjá ykkur það var nefnilega hann Kertasníkir. Ég átti ekkert smá erfitt með mig og það var frekar fyndið að sjá hann í þessu hlutverki. Hilmar Þór spjallaði helling við hann og auðvitað grunaði hann ekki neitt (því faðir hans er með eindæmum góður leikari:)
Þegar við komum heim sá hann sig svo í sjónvarpinu og það var alveg til að fullkomna daginn. Hilmar Þór og hópur af norðlenskum leikskólabörnum fór upp í Dimmuborgir í vikunni að kíkja á jólasveinana og það var verið að sýna frá því í fréttunum og Hilmar sást nokkrum sinnum. Ég benti honum á sig og honum fannst þetta ákaflega merkilegt. Þegar þessu var lokið lék hann jólasvein það sem eftir lifði dags og tók Ása amma hans virkan þátt í leiknum í hlutverki Grýlu, ekki leiðinlegt að fylgjast með þeim:)
Á morgun stefnum við svo á að setja upp smá meira jólaskraut, bjóða Höllu og Völla í mat og enda svo á blóði, svita og tárum í fótbolta í Ýdölum. Það er því eins gott að fara að halla sér.
Hafið það gott. Kv. Helga
Þegar við komum heim sá hann sig svo í sjónvarpinu og það var alveg til að fullkomna daginn. Hilmar Þór og hópur af norðlenskum leikskólabörnum fór upp í Dimmuborgir í vikunni að kíkja á jólasveinana og það var verið að sýna frá því í fréttunum og Hilmar sást nokkrum sinnum. Ég benti honum á sig og honum fannst þetta ákaflega merkilegt. Þegar þessu var lokið lék hann jólasvein það sem eftir lifði dags og tók Ása amma hans virkan þátt í leiknum í hlutverki Grýlu, ekki leiðinlegt að fylgjast með þeim:)
Á morgun stefnum við svo á að setja upp smá meira jólaskraut, bjóða Höllu og Völla í mat og enda svo á blóði, svita og tárum í fótbolta í Ýdölum. Það er því eins gott að fara að halla sér.
Hafið það gott. Kv. Helga
4 Comments:
Hæ, Karl Jakob var líka í Dimmuborgum...og hann talar endalaust um það!!!!!
Við erum lítið búin að sjá annars af sveinkum því að Karl Jakob tók við hlaupabólunni á eftir Maríönnu!! svo fékk Maríanna eitthvert leiðindakvef í framhaldi af bóluinni....the show must go on.....hmm við hlökkum svooo til jólanna því að þá VERÐA allir svo HRAUSTIR!!!!!!!!!!!og svo verða ekki fleiri pestir á því herrans ári 2007.
Þá ætlum við að koma oft í sveitina ykkar og leika þar lausum hala!!!!!
Maríanna á örugglega eftir að vera voðalega góð við Hilmar, enda varð hún svo skotin í honum síðast!!!!!
Þau geta svo kennt lillunni góða siði....
JólaKveðja Til Ykkar Allra.
Jóhanna yfirsveinka, Maríanna InniStúfur og Karl Jakob Bólusníkir
Gott að eiga svona fjölhæfan pabba ;) Við misstum af að sjá Hilmar Þór í sjónvarpinu,en gaman fyrir hann að sjá sig þar :) Skrítin þessi tækni,ekki satt??
ég hata próf ... ég bara haaaata þau !!!
Jóhanna: Þið eruð ávallt velkomin í sveitina, nóg pláss til að leika lausum hala! Ætli að tengdadóttirin sé fundin?:)
Malla: Já Hilmari fannst þetta mjög sniðugt (að æstist móðirin mjög við þetta og hrópaði og kallaði á alla nálæga að koma og sjá:)
Ester: Já blessuð prófin, þú ættir að taka hann bróður þinn þér til fyrirmyndar, búin að standa sína áfanga með stæl (enda mikil vinna að baki:)
Post a Comment
<< Home