Monday, December 25, 2006

Jólamyndir


Arndís Inga komin í sparikjólinn


Fjölskyldan í sparifötunum

Arndís Inga að spjalla við hundinn sem Guðrún langamma gaf henni í jólagjöf

Hilmar Þór að handleika gítarinn (eða fiðluna:) sem Inga amma og Gunnar afi gáfu honum.

Jæja nú er aðfangadagskvöld liðið og börnin sofnuð eftir erilsaman dag. Við viljum þakka kærlega fyrir allar gjafirnar og jólakortin sem við fengum! Hilmar Þór stóð sig heldur betur vel í pakkaopnuninni en það kom okkur töluvert á óvart hvað hann gat setið lengi á sér. Við settum pakkana nefnilega undir tréð fyrir tveimur dögum síðan og áttum alveg eins von á að hann myndir ráðast á þá og opna þá löngu fyrir aðfangadag en honum tókst að halda ró sinni að mesu fram yfir kvöldmat í kvöld:) Hann fékk að sjálfsögðu að opna gjafir Arndísar Ingu líka og var auk þess boðinn og búinn til að rétta öðrum fjölskyldumeðlimum hjálparhönd við þeirrar gjafir. Hann innbyrði töluvert magn af sykri og hélt það honum í fullu fjöri fram undir miðnætti en þá skreið hann í ömmu og afaból og sofnaði.
Jæja ætli að það sé ekki best að koma sér í háttinn, nóg að gera að prufukeyra allt nýja dótið á morgun. Enn og aftur þúsund þakkir fyrir okkur og eigið góð jól öllsömul.
Kær kveðja Helga Posted by Picasa

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Voða eruð þið dugleg að setja inn myndir,ég ætla að setja inn hjá okkur á eftir :) Þið eruð svaka fín öll sömul,hér var engin til að taka mynd af allri fjölskyldunni í einu :S Strákarnir voru komnir í bólin klukkan 21:40 og sofnuðu strax,Hilmar Þór er greinilega miklu þolbetri :) Einar Örn hefði alveg getað vakað lengur,en þetta var bara allt svaka fínt,góður matur,fallegar gjafir og yndisleg jólakort í restina :) Það var svo ræs 7:20 í morgun :S

12:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól og hafið það sem allra best í jólaátinu. Gaman að sjá jólamyndirnar af ykkur. Við þökkum svo kærlega fyrir fallegar jólagjafir.
Biðjum að heilsa í sveitina Bára og Sammi

12:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga og familía. Takk kærlega fyrir frábært jólakort. Gamana að lesa annálinn frá ykkur:-) og myndin af þeim er algert æði.
Hafið það gott yfir hátíðina,
Eva Björk

7:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga, Pési og börn.
Gaman að sjá jólamyndir og jólakortið frá ykkur var æðislega flott.
Kær jólakveðja, Elsa Lára.

10:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól öllsömul :)
Tökum undir með hinum lesendum síðunnar, jólakortið ykkar var alveg meiriháttar.

Jólakveðja
Inga og Bjarni

4:36 PM  

Post a Comment

<< Home