Friday, December 29, 2006

Nú hóta ég að hætta!

Jæja nú held ég að það sé komið að því að hóta öllu illu og hætta að blogga því enginn hefur kvittað fyrir síðustu tvær færslur. Auðvitað nennir maður ekki að blogga ef enginn les það sem maður ,,púlar" við að skrifa! Núna vil ég sem sagt að ALLIR kvitti fyrir innlitið og ekki væri verra ef þið vilduð vera svo væn að sleikja aðeins úr mér fýluna t.d. með setningum á borð við þessa: ,,ÆÆÆÆ Helga það er svo frábært að lesa bloggin þín, PLÍS ekki hætta að blogga því þá leggst ég í þunglyndi",nú eða: ,,Geeerðu það að halda áfram að blogga, það er svo meiriháttar gaman að lesa skemmtilegu skrifin þín, bloggheimurinn verður svo tómlegur án þín"! Nokkrar svona setningar yrðu eflaust til þess að ég myndi endurskoða ákvörðun mína.
Bless þangað til næst (ef það verður eitthvað næst:)
kv. Helga

15 Comments:

Anonymous Anonymous said...

,,ÆÆÆÆ Helga það er svo frábært að lesa bloggin þín, PLÍS ekki hætta að blogga því þá leggst ég í þunglyndi", ,,Geeerðu það að halda áfram að blogga, það er svo meiriháttar gaman að lesa skemmtilegu skrifin þín, bloggheimurinn verður svo tómlegur án þín"!

.... er þetta nóg? Hættu svo þessu væli og bloggaðu!

7:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

ÆÆÆÆ Helga það er svo frábært að lesa bloggin þín, PLÍS ekki hætta að blogga því þá leggst ég í þunglyndi",

11:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

PLÍS ekki hætta að blogga því þá leggst ég í þunglyndi
Sko Ekkert sma cool sida hja ther Fru Helga... getur thu nokkur photo-shoppad Pesa adeins thannig ad hann liti betur ut a myndunum eda kanski er eg bara med breidskja?
Kiss og Knus ur solinni Volli Fraendi

12:00 PM  
Blogger hilmartor said...

Völli !!!! nennir þú að senda mér ip töluna þína þannig að ég geti útilokað þig frá þessari síðu:(... ég sem er svooo grannur, hár, ljóshærður og bláeygður..

12:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ ekki hætta að blogga :) Ég kvitta ekki alveg við allar færslurnar,því ég óttast að þið haldið að ég sitji um ykkur hér á bloggheimum,hehehehe. Ég kíki hér daglega,ég skal fúslega viðurkenna það :S HALTU áfram,geðheilsan mín þarf NAUÐSYNLEGA á því að halda!!!!!!

1:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú mátt alls ekki hætta að blogga. Það er snar bannað að láta sér detta það í hug. En nú eru jólin og þá eru ekki allir eins duglegir í netheimsóknum og í annan tíma. Það er alltaf jafn gaman að sjá nýjar myndir og fréttir.
KV. Bára

2:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

O.M.G þú mátt nú alls ekki hætta að blogga.....Helga þó...ég kíkji ykkur oft...sona sirka 2 í viku..stundum 1 sinni í viku ;-) það er sennilega pínulítið klikkað ef ég kvittaði alltaf...og þó ..ég geri það bara! og hvet ykkur þannig til dáða, og til frekari afreka í bloggheiminum....
Mér finnst gaman að kíkja á börnin ykkar,og ekki síður að sjá framkvæmdir í Nesinu...enda er ég framkvæmdamanneskja...í huga..ekki í verki....allavega..haltu áfram, annars á ég bara 2 bloggvini...
Sjáumst á nýju ári..og já gleðilegt ÁR til ykkar allra..
Kveðja Jóhanna,Snæbjörn og börn ;-) ÍHAAAAAAAA

6:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Geeerðu það að halda áfram að blogga, það er svo meiriháttar gaman að lesa skemmtilegu skrifin þín, bloggheimurinn verður svo tómlegur án þín

kveðja frá Hornafirði

8:11 PM  
Blogger hilmartor said...

þetta líst mér vel á og nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda í lok árs! Ætli að áramótaheitið mitt verði ekki bara að halda áfram að blogga fyrir alla góðu bloggvinina:)
kv. Helga

9:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

heyr, heyr og gleðilega hátíð. ÆÆÆÆÆ ekki hætta að blogga og allt annað sem ég á að skrifa. Ég, Helga mín fer alltaf minn vanarúnt á blogginu og ætti náttúrulega að þakka fyrir mig, geri það hér með. Ekki taka frá mér skrifin þín! Nýárskveðja úr Hólabrautinni þar sem fjörið er! Gulla og Brói

12:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku Helga mín. Ég er greinilega ekki búin að vera dugleg að kíkja undanfarið sökum anna :) Barnaafmæli og stúss í RVK, IKEA að skoða innréttingar og tala við arkitekt þar. OOOOOooooo, hvað ég vildi að ég væri komin svona langt með húsið mitt en það er bara mói enn þann dag í dag en framkvæmdir hefjast 20. jan :)
En vona að þú hafir það gott og þið öll. Knús og kossar frá mér, þín vinkona Elsa Lára.

Og ég má ekki gleyma :)

ÆÆÆÆ Helga það er svo frábært að lesa bloggin þín, PLÍS ekki hætta að blogga því þá leggst ég í þunglyndi", ,,Geeerðu það að halda áfram að blogga, það er svo meiriháttar gaman að lesa skemmtilegu skrifin þín, bloggheimurinn verður svo tómlegur án þín :)

KNÚS

1:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

PLÍSSSSS ekki hætta.... þá verslast ég upp og breytist í baun sem fýkur á haf út og verður að engu. PLÍÍÍÍÍSSSS ekki hætta því annars höfum við hjónin ekkert til þess að hressa uppá skammdegið okkar. Það er nefnilega hluti af daglegri rútínu hér að lesa bloggið þitt yfir morgunkaffinu... EKKI HÆTTA
En þú mátt vera duglegri að kommenta hjá mér. Annars hætti ég bara líka!!!
Kiss og knús og þúsund áramótaenglaryksduftkorn yfir ykkur yndislega fjölskylda og takk fyrir allt á árinu sem er að líða.
Þóra

1:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eeeeeekkkkiiii hætta að blogga og ÆÆÆÆ Helga það er svo frábært að lesa bloggin þín, PLÍS ekki hætta að blogga því þá leggst ég í þunglyndi":)
Elsku kellan mín-takk fyrir allt og allt á liðnum árum. Hafðu það sem best í kvöld og alltaf. Við heyrumst, Svanfríður.

3:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár Helga mín og takk fyrir stundirnar á árinu sem er að líða.
Knús og kossar til ykkar yndislega fjölskylda, Elsa Lára og co.

7:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ!
Ég segi eins og aðrir að þú mátt alls ekki hætta að blogga. Ég verð þó að viðurkenna að ég kíki oft hér inná síðuna án þess að kvitta... en lofa að bæta úr því.
Gangi ykkur allt í haginn og þú átt heiður skilið hvað þú ert dugleg að blogga og setja inn myndir.
Kv. Ingunn

6:19 PM  

Post a Comment

<< Home