Wednesday, January 24, 2007

Lífið í borginni

Komið þið sæl og blessuð, og afsakið bloggletina í mér!
Við höfum haft það ansi gott í borginni undanfarna daga. Annars hef ég svo sem haft nóg að gera við húsgagnaleit og váááá hvað ég get verið óáveðin týpa, ekki að það sé nú eitthvað nýtt en ég hef alla vega komist að því að ég hef ekkert lagast á þessu sviði. Sem unglingur átti ég alltaf mjög erfitt með að taka ákvarðanir, ég þurfti t.d. að velta því fyrir mér í fjórar klukkustundir hvort ég ætti að skella mér í sveitina með mömmu og pabba yfir helgina eða hvort ég ætti að vera eftir í ,,sukkinu" á Höfn. Ég þurfti að velta möguleikunum fyrir mér á alla kanta, ef ég færi í sveitina myndi ég hitta fullt af góðu fólki og skemmta mér mjög vel en ef ég yrði á Höfn gæti ég hitt vinkonurnar og hugsanlega gert eitthvað voðalega skemmtilegt..... já yfirleitt endaði það með því að einhver annar tók ákvörðunina fyrir mig.
Ég upplifði nákvæmlega þetta sama í húsgagnaleitinni minni. Er þessi sófi flottur eða ljótur??? hvað með þetta borðstofuborð??? Á ég að taka þessa borðstofustóla eða hina???? o.s.frv.
Það endaði því með að Pési kom í bæinn og tók endanlega ákvörðun í þessu máli fyrir mig, guði sé lof! Nú erum við því komin með fullan bíl og kerru af fínustu húsgögnum sem bíða eftir því að eignast heimili (það skemmtilegast við þetta allt saman er sú staðreynd að heimilið þeirra verður MITT HEIMILI, í NESI:) Að vísu þurfa þau greyin að byrja á því að dúsa í kjallaranum í Árnesi hjá öllu hinu gamla draslinu en vááá hvað þau hljóta að verða glöð að komast í ,,Neshöllina" sem verður vonandi bara eftir nokkrar vikur:)
Jæja þá ætli að ég hætti ekki þessu bulli,held svei mér þá að það sé eitthvað vatninu hér í borginni (alla vega finnst mér hausinn mér fullur af rugli):
Hafið það gott. Kv. Helga

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú segist eiga í erfiðleikum með að ákveða þig-það sem skiptir máli er að ákvarðanirnar eru teknar og þú átt þar hlut að máli:) Til hamingju með að hafa fundið húsgögn:)

12:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með að hafa fundið húsgögn og getað ákveðið þig ;) Gaman að hitta ykkur öll,þrusustuð í sundi :) Hilmar Þór og Einar Örn voru ansi flottir,stukku ótrúlega oft útí og fóru saman í rennibrautina.

8:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Við eigum greinilega ýmislegt sameiginlegt Helga mín:) Takk fyrir samverustundirnar í bænum, nú er bara okkar að kíkja í sveitina!! Þá verður nú fjöööörrrr......

5:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Við eigum greinilega ýmislegt sameiginlegt Helga mín:) Takk fyrir samverustundirnar í bænum, nú er bara okkar að kíkja í sveitina!! Þá verður nú fjöööörrrr......

5:28 PM  

Post a Comment

<< Home