Fréttir úr kuldanum í sveitinni
Sælt veri fólkið. Nú er fimbulkuldi í sveitinni, einar 20 gráður í mínus og stillt og bjart veður. Ég hugðist skella mér í Nes með Arndísi Ingu í vagninum og mála smá en hætti snögglega við það þegar ég opnaði hurðina:)
Ég og börnin ætlum að skella okkur í borgina á fimmtudaginn og er alaðmarkmið ferðarinnar að kíkja á húsgagnaútsölur, nú fyrir utan það að hitta fjölskylduna og helstu ættingja og vini! Pési er að fara í innilotu í skólanum á fimmtudag og fram yfir helgi þannig að við ætlum bara að stinga af:) Ætli að hann komi svo ekki og sæki okkur undir hina helgina. Ég held að hann óttist helst að Arndís Inga afneiti sér og þekki hann ekki eftir viðskilnaðinn. Hún hefur verið helst til mikil mömmustelpa og finnst okkur það aðeins vera að lagast. Ætli að við lendum því ekki á byrjunarreit aftur í þeim efnum.
Af okkur er annars frekar lítið að frétta. Framkvæmdir ganga frekar hægt í kuldanum og við erum hin rólegustu (þessa stundina en svo fyllist ég óþolinmæði annað slagið:)
Hilmar Þór er ekki alveg til í að sleppa hendinni af jólunum og er á fullu í jólasveinaleikjum alla daga. Skemmtilegast er ef ég er til í að skella mér í hlutverk Grýlu og leika við hann en ég verð nú að viðurkenna það að ég verð hálfleið á þeim leik til lengdar.
Ég er alltaf að skoða bíla en við erum að spá í að kaupa okkur einn lítinn og sparneytinn fyrir sumarið. Pési og Marinó gera mikið grín að mér því ég fer marga hringi í þessu máli, geri tilboð í bíla og hætti við, rekst svo aftur á þá síðar og man ekki alveg hvernig síðasta tilboðið hljóðaði og veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í málinu. Mér til varnar útskýri ég fyrir þeim að ég sé einungis að reyna að finna mér eitthvað að gera í fæðingarorlofinu og hananú:) Ég sleppi alveg að segja þeim að ég sé þekkt fyrir að vera óákveðin manneskja sem á erfitt með að taka einföldustu ákvarðanir, þeim kemur það ekkert við. Mér finnst þetta bara svo gaman og vill engan veginn að leitin taki enda:)
Læt þetta duga í bili, ef þið liggið á einum vænum bíl endilega látið mig vita:)
kv. Helga
Ég og börnin ætlum að skella okkur í borgina á fimmtudaginn og er alaðmarkmið ferðarinnar að kíkja á húsgagnaútsölur, nú fyrir utan það að hitta fjölskylduna og helstu ættingja og vini! Pési er að fara í innilotu í skólanum á fimmtudag og fram yfir helgi þannig að við ætlum bara að stinga af:) Ætli að hann komi svo ekki og sæki okkur undir hina helgina. Ég held að hann óttist helst að Arndís Inga afneiti sér og þekki hann ekki eftir viðskilnaðinn. Hún hefur verið helst til mikil mömmustelpa og finnst okkur það aðeins vera að lagast. Ætli að við lendum því ekki á byrjunarreit aftur í þeim efnum.
Af okkur er annars frekar lítið að frétta. Framkvæmdir ganga frekar hægt í kuldanum og við erum hin rólegustu (þessa stundina en svo fyllist ég óþolinmæði annað slagið:)
Hilmar Þór er ekki alveg til í að sleppa hendinni af jólunum og er á fullu í jólasveinaleikjum alla daga. Skemmtilegast er ef ég er til í að skella mér í hlutverk Grýlu og leika við hann en ég verð nú að viðurkenna það að ég verð hálfleið á þeim leik til lengdar.
Ég er alltaf að skoða bíla en við erum að spá í að kaupa okkur einn lítinn og sparneytinn fyrir sumarið. Pési og Marinó gera mikið grín að mér því ég fer marga hringi í þessu máli, geri tilboð í bíla og hætti við, rekst svo aftur á þá síðar og man ekki alveg hvernig síðasta tilboðið hljóðaði og veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í málinu. Mér til varnar útskýri ég fyrir þeim að ég sé einungis að reyna að finna mér eitthvað að gera í fæðingarorlofinu og hananú:) Ég sleppi alveg að segja þeim að ég sé þekkt fyrir að vera óákveðin manneskja sem á erfitt með að taka einföldustu ákvarðanir, þeim kemur það ekkert við. Mér finnst þetta bara svo gaman og vill engan veginn að leitin taki enda:)
Læt þetta duga í bili, ef þið liggið á einum vænum bíl endilega látið mig vita:)
kv. Helga
7 Comments:
Sael verid tid ollsomul!
Tad er svo langt sidan eg hef kikt a ykkur ad eg er buin ad vera heillengi ad catch up on hvad er i gangi i sveitasaelunni...verd greinilega ad kikja reglulega her med tvi tu ert svo dugleg ad skrifa! Gaman ad heyra af framkvamdunum i husinu...vaeri lika gaman ad sja myndir af herlegheitunum til ad atta sig betur a tessu. Samt natturlega skemmtilegast ad sja myndir af krilunum enda eru tau algjorar dullur. Fallegt nafnid sem litla skvisan fekk og hun er algjor prinsessa! Vonumst til ad sja ykkur i firdinum tegar vid komum heim...og svo vaeri gaman ad kikja nordur til ykkar lika!
Knuskvedjur fra Idaho,
Ardis.
ég luma á einum góðum bíl VD-172
grár 4 runner ´90model í toppstandi "nýtt" sjónvarp getur fyllgt með. tilboð óskast.
sími:478-2212
Nonni: Mátti reyna að gabba gamla grána upp á okkur. Við erum búin með 4 runner pakkann:) Erum meiri að segja búin að kaupa bíl, fagurfjólubláa corollu, fjórhjóladrifna og alles
kv. Helga
Hæ hæ birrr það er -5 hér og það er bara kuldi í manni. Það væri nú gaman að sjá ykkur þegar þið verðið í bænum.
Kveðja Vala Sig
Okkar bíll, Chevrolet Avelanche er falur, fínn bíll og sparneytinn og flutningskostnaður ekkert svo mikill....eða þannig.
Hei bara alveg í stíl við Hyondain okkar,hann er fjólublár :) Að vísu með ónýtt púst,endurskoðun síðan í jan í FYRRA og svona :S
Hæ Helga, er ekki spurning um að hittast við stelpurnar þegar þú kemur suður. Er líka svo til í að koma á húsgagnaútsölur með þér.
Hugsum um hitting. Það gæti verið rosa gaman.
Góða ferð kerlan mín :)
Á ekki neinn bíl handa þér og veit ekki um neinn en Skodinn er algjör draumur :) Skodi flotti spýtir gotti, hehe.
Mæli með Fabiu ef þú ert að leyta að litlum en Octaviu er þú vilt hann en stærri.
Knús og kossar, Elsa Lára.
Post a Comment
<< Home