þreyttur sunnudagur í sveitinni
Heil og sæl öllsömu, já ég segi öllsömul því ég tók eftir því að ég á ansi marga bloggvini:) Takk kærlega fyrir kommentin elskurnar mínar!
Af okkur er annars allt gott að frétta. Hilmar Þór orðinn þriggja ára og er strax farinn að hlakka til næsta afmælisdags, að vísu finnst mér hann full óþolinmóður því hann vill fá aðra afmælisveislu strax og skilur það engan veginn að hann þurfi að bíða í dálítið lengi (hef ekki lagt í að útskýra fyrir honum hve lengi eitt ár er að líða:)
Andrea Ósk frænka hans heimsótti hann um helgina og þau voru voða góð að leika sér. Svo skelltum við fullorðna fólkið á þorrablót í gærkvöldi og Hafrún og Guðrún Kristín (dætur Kolla smiðsins okkar) komu og pössuðu. Hilmar Þór og Andrea Ósk höfðu mjög gaman að því og léku þau sér heilmikið við þær. Arndís Inga var nú ekki alveg jafnglöð og öskraði heil ósköp á greyið stelpurnar. Ég kom svo heim um tíu leytið og gaf henni og hún sofnaði. Við Edda skelltum okkur svo heim að loknum skemmtiatriðunum um ellefuleytið og komum börnunum í háttinn. Við sátum svo og spjölluðum langt fram á nótt þannig að dagurinn í dag hefur einkennst af mikilli leti og syfju.
Ég hef verið föst á þunglyndisstiginu undanfarið og finnst endalaust langt þar til framkvæmdum verður lokið í Nesi:( Ég stakk upp á því við Pésa í gær að við tækjum okkur svert lán og redduðum okkur vænum slatta af iðnaðarmönnum til að ljúka við verkið en það féll í grýttan jarðveg. Við reynum því að þrauka og endilega ef þið vitið um þolinmæðispillur látið mig þá vita, þær eru vel þegnar á þessari stundu!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Þangað til næst HAFIÐ ÞAÐ GOTT!
kv. Helga
Af okkur er annars allt gott að frétta. Hilmar Þór orðinn þriggja ára og er strax farinn að hlakka til næsta afmælisdags, að vísu finnst mér hann full óþolinmóður því hann vill fá aðra afmælisveislu strax og skilur það engan veginn að hann þurfi að bíða í dálítið lengi (hef ekki lagt í að útskýra fyrir honum hve lengi eitt ár er að líða:)
Andrea Ósk frænka hans heimsótti hann um helgina og þau voru voða góð að leika sér. Svo skelltum við fullorðna fólkið á þorrablót í gærkvöldi og Hafrún og Guðrún Kristín (dætur Kolla smiðsins okkar) komu og pössuðu. Hilmar Þór og Andrea Ósk höfðu mjög gaman að því og léku þau sér heilmikið við þær. Arndís Inga var nú ekki alveg jafnglöð og öskraði heil ósköp á greyið stelpurnar. Ég kom svo heim um tíu leytið og gaf henni og hún sofnaði. Við Edda skelltum okkur svo heim að loknum skemmtiatriðunum um ellefuleytið og komum börnunum í háttinn. Við sátum svo og spjölluðum langt fram á nótt þannig að dagurinn í dag hefur einkennst af mikilli leti og syfju.
Ég hef verið föst á þunglyndisstiginu undanfarið og finnst endalaust langt þar til framkvæmdum verður lokið í Nesi:( Ég stakk upp á því við Pésa í gær að við tækjum okkur svert lán og redduðum okkur vænum slatta af iðnaðarmönnum til að ljúka við verkið en það féll í grýttan jarðveg. Við reynum því að þrauka og endilega ef þið vitið um þolinmæðispillur látið mig þá vita, þær eru vel þegnar á þessari stundu!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Þangað til næst HAFIÐ ÞAÐ GOTT!
kv. Helga
11 Comments:
Reyna bara Pollíönnu leiki hér eftir,halda þetta út ;) Ég er alveg sérfræðingur í þeim skal ég segja þér. Þetta kemur allt með kalda vatninu :)
Hæ hæ Helga og fjölskylda. Ég kíki stundum á ykkur þó að ég kvitti nú sjaldan. Ég er farin að kenna aftur eftir fæðingarorlofið, er með 5. bekk Setbergsskóla með 14 börn í bekk:) bara gaman. Gangi ykkur vel með framkvæmdirnar Kveðja úr Hafnarfirðinum Sigrún Ólöf
Ég kvitta auðvitað eins og Sigrún systir :) En ég er að reyna vera í Pollýönnuleik alla daga og stundum tekst leikurinn en aðra daga ekki. En núna er gatan okkar orðin tilbúin og þeir byrja að moka fyrir húsinu okkar í þessari viku eða í byrjun næstu þannig að núna ættu hlutirnir að fara gerast. Bara gaman. En gangi ykkur rosalega vel Helga mín og þið verðið rosa ánægð með ykkur þegar þið eruð flutt inn og hafið ekki þurft að taka svert lán :) Knúsur og kossar og vonandi sjáumst við í mars. Elsa Lára.
Þolinmæði þrautir vinnur... og allt. Gaman að fylgjast með, og flott verður þetta þegar verkinu er lokið Kveðja úr Hólabraut 3
Vá.. mér var einmitt hugsað til ykkar í gær þegar ég var að klára að mála herbergið mitt og var að verða nett geðveik! Öfunda ykkur ekki, og ætti víst að hætta að vorkenna mér að þurfa að mála eitt skitið herbergi... en takk fyrir síðast. Tjékkaðu á biggster, nýtt blogg og fullt af myndum.
Hafið það gott
ester
Það væri nú gaman að hjálpa ykkur en því miður er það lítill möguleiki þar sem þið eru í svo margra "ljósárafjarlægð" frá Hafnarfirði. Helga mín, ég hef þurft að bíða eftir ýmsu í 10-15 ár og er hætt að vonast eftir að allt klárist í Sólberginu. Til hamingju með 3ja ára strákinn ykkar. Kveðjur úr velritunartíma, þar sem börnin eru í frjálsum tíma og ég að sjálfsögðu líka.
Tek undir með pollyönnu ráðið...hún er snillingur hún pollýanna, en aftur ef þú finnur þolinmæðispillur, þá vantar mig vænan skammt.....Og bara láta þig vita.... "U never Walk alone..."(svakalega væri Snæbjörn stoltur ef hann vissi um þetta gullkorn ójámm)
BEEEstu Kveðjur ...Pollýanna Husavík City.....(Jóhanna óþolinmóða lika ;-) )
Takk fyrir hvatninguna:) Hef verið að æfa mig í Pollyönnuleik síðan og svei mér þá ef hann virkar ekki smá, þolinmæðin er að aukast:)
kv. Helga
Þó að þolinmæðin sé erfið á stundum þá virkar hún oft best þó að stundum sé líka allt í lagi að vera áfjáður og vilja gera hlutina núna! Þú siglir bara á milli línanna vinkona. Gangi ykkur vel í þessu öllu saman og ég vildi óska að ég kæmist í heimsókn þegar þessu öllu lyki, það kemur að því.
Litlir stórsigrar eru bestir... hef gert þetta tvisvar, búið í kössum, bílum, einu herbergi... og þar fram eftir götunum. Þetta er febrúarblúsinn... janúarógeðið er rétt búið, snjór óg slabb... auðvitað er þetta skiljanlegt. Þú verður bara að taka almennilega á þessu Helga. Brjóttu eitthvað... danglaðu í Pésa ræfilinn... öskraðu á vegg... og fáðu þér síðan eitthvað gott að borða.. en vertu hrezz....!!!
Kiss og knús úr sólinni,
Þóra og Reggie
hahahahahahah... var að skoða myndir frá þorrablótinu hjá Fester... hefur Pési bætt á sig????
Nafnlausi riddarinn Harimoto
Post a Comment
<< Home