Wednesday, January 31, 2007

Hann á afmæli á morgun, hann á afmæli á morgun, hann á afmæli hann Hilmar Þór....

Jæja þá er víst komið að því að litla barnið okkar verður fullorðið! Á morgun verður Hilmar Þór þriggja ára, vá og mér sem finnst svo stutt síðan hann fæddist;) Svona er víst lífið, það þýtur hjá á ógnarhraða og maður verður orðinn gráhært gamalmenni áður en maður veit af.
Annars er frekar lítið að frétta af okkur. Okkur tókst loksins að venja Hilmar Þór á rúmið sitt í fyrradag. Hann hefur verið fastagestur í okkar rúmi síðan við fluttum norður og höfum við notað tækifærið og sagt honum að þegar hann flytji í Nes fái hann alveg sérherbergi með sínu eigin rúmi o.s.frv. Hann var orðinn voða spenntur fyrir þessu en sá það alltaf fyrir sér í fjarlægri framtíð. Þegar við snérum heim úr borginni ákvað ég að skipta út litlu vöggunni hennar Arndísar Ingu fyrir rúmið hans Hilmars Þórs, setti óróann hennar fyrir ofan rúmið og bjó um hana en viti menn, haldið þið ekki að þá hafi Hilmar Þór brostið í grát og grátbeðið mig um að fá að sofa í sínu rúmi. Já ef ég hefði haft grun um að það þyrfti ekki meira til til þess að vekja áhuga hans á rúminu hefði ég fyrir löngu verið búin að þessu! Núna sofum við hjónaleysin með alla skanka út í loftið og breiðum úr okkur og finnst queensize rúmið okkar RISASTÓRT!
Ég komst að því í gærkvöldi að Arndís Inga hefur erft keppnisskapið frá föður sínum. Henni leist ekki betur á tap okkar manna gegn Dönunum að hún öskraði og vældi allt kvöldið, okkur til mikillar mæðu því ekki var skapið í okkur heldur mjög gott eftir bölv... leikinn. En í dag er okkur runnin reiðin og full af stolti yfir frábærri frammistöðu okkar manna. Já svona er Ísland í dag.
Læt þetta duga í bili og verið svo endilega dugleg að kommenta svo ég þurfi ekki að setja í gang njósnasveit til að rekja það hverjir koma og kvitta ekki!
Hafið það gott
kv. Helga

17 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Maður reynir nú að kvitta sem oftast en þú mátt vita að maður kíkir mikið oftar en maður kvittar.

9:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til haminngju með stóra strákinn...já það er satt....finnst eins og að þau hafi verið bumbubúar í gær! þau Maríanna sko! sætust! innilega til hamingju....stór dagur ;-)
Kveðja Jóhanna,Maríanna,Karl Jakob og Snæbjörn

7:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæhæ til hamingju með strákinn helga og pési. langt síðan við höfum hist. endilega látið vita þegar þið komið í heimsókn austur, verðum að hafa saumó þá eða hittast allar með krakkana eða eitthvað. hafið það gott í sveitinni.
kv cilla

8:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með afmælisdag frumburðarins, ótrúlegt hvað þessi kríli stækka hratt. Hlökkum til að sjá myndir úr afmælinu, fyrst við getum ekki verið á staðnum.
Knús og kossar,
Jóhanna og co

8:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með litla stóra afmælisbarnið:-) Ég get sko alveg tekið undir það að tíminn líður ansi hratt og stundum langar mig til að bæta nokkrum klst í sólahringinn!
Knús í sveitina

9:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ Fjölskylda og innilega til hamingju með afmælið Hilmar Þór og þið hin til hamingju með strákinn. Sammála Báru ég kíki mikið oftar heldur en ég kvitta. Bestu kveðjur og vonandi verður þetta góður dagur fyrir afmælisbarnið. Bestu kveðjur Þórhalla og co.

9:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með stóra strákinn ;)

10:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju mað afmælið Hilmar Þór

Gangi ykkur nú vel að gera og græja í Nesi svo þið getið flutt sem fyrst inn :-)

Knúsaðu Arndísi frá okkur.

Þórey, Húbbi og Ágúst Axel

12:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með soninn - já tíminn líður sko hratt, við vorum einmitt að tala um það að það eru bara 2 ár þangað til Sindri byrjar í skóla og manni finnst svo stutt síðan maður var með kúluna út í loftið og bíða eftir honum.
Vonandi náum við að kíkja aðeins á ykkur um helgina því að sjálfsögðu stefnum við á þorrablót í Aðal-dalnum.
Kveðja Ella Dögg,Steini og Sindri

2:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með prinsinn ykkar. Alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram.
Hafið það rosalega gott í dag og aðra daga ;)
Knús og kossar til ykkar.
Elsa Lára.

3:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju stóri strákur með daginn, skilaðu kveðju til mömmu,pabba og Arndísar.

Gráu hvað

kveðja Imba

8:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HILMAR MINN !!!

11:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Hilmar til hamingju með afmælið hafðu það rosa gott í dag ef ég þekki mömmu þína þá verður eflaust eitthvað fínerí á borðum hjá ykkur. Það var nú leiðinlegt að sjá ykkur ekki síðast þegar þið voruð í bænum. Við sjáumst vonadi næst þegar þið eruð á ferð. Risa knús til ykkar allra.
Kveðja Vala og famelí
ps gsm hjá mér er 6990082 þar er alltaf hægt að ná í mig ;)

10:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Hilmar:)
Þriggja ára! Jáhá tíminn líður sko fljótt og áður en maður veit er búið að ferma.Góðar kveðjur, Svanfriður

2:26 PM  
Blogger hilmartor said...

Takk kærlega fyrir góðar kveðjur. Hilmar Þór var alveg í essinu sínu í gær, gekk upp að gestum og spurði þá hvort þeir væru ekki örugglega með gjöf til sín. Ég held hins vegar að hann hafi ekki alveg áttað sig á muninum á jólunum og afmælinu sínu því áður en gestirnir komu spurði hann hvar jólatréð væri???
kv. Helga

3:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með prinsinn!
Kv
Kristín

3:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með prinsinn.. húrra fyrir þér. Kiss og knús og farið nú að koma hingað í sólina.
Ástarkossar,
Birta og Blöðruselurinn

4:33 AM  

Post a Comment

<< Home