Wednesday, November 29, 2006

Komin aftur i sveitasæluna

Komið þið sæl og blessuð. Nú erum við komin heim eftir fríið í borginni og jólaundirbúningurinn að hefjast. Ég bakaði tvær smákökusortir í dag því mér finnst mun sniðugra að borða smákökur á aðventunni heldur en á jólunum: )
Árni Pétur er lagstur í rúmið með einhverja pest og ég er búin að setja greyið í sóttkví inn í Hemma og Eddu herbergi. Við viljum síður að Arndís Inga nái sér í pestina þannig að aumingja Pési verður bara að dúsa aleinn í nótt!
Annars eru framkvæmdir formlega hafnar aftur eftir óveðurspásuna. Pési og Kolli eru alveg að verða búnir að klæða húsið, eiga bara eftir að klæða skotið við útidyrahurðina og innan í gluggana. Næst á dagskrá er svo að skipta um gluggana og þá er hægt að hefjast handa innandyra.
Ég er í þann mund að hefja framleiðslu á jólakortum, nú er bara eftir að taka mynd af börnunum og þá er hægt að púsla þeim saman. Ég var að uppfæra jólakortalistann frá því í fyrra og mikið rosalega er gott að uppgötva hve marga vini maður á, mér sýnist ég þurfa að skrifa í kringum 80 kort og finnst það sko alls ekki leiðinlegt:)
Ég var að fá afmælisgjöf frá vinkonunum á Höfn (takk kærlega fyrir elskurnar mínar), fékk æðislega fallega mynd af fjallahringnum og nú get ég varla slitið augun af henni. Ég sýni hana öllum þeim sem koma í heimsókn og monta mig af þessum fallegu fjöllum! Að vísu benda Norðanmenn mér gjarnan á það að sökum þoku og rigningar sjái maður sjaldan þennan fína fjallahring á Höfn, auðvitað verð ég öskuill og held uppi miklum vörnum fyrir ,,fjörðinn fagra".
Annars held ég að ég hafi eignast um það bil þægasta og besta barn í heimi. Arndís Inga er farin að sofa næstum því alla nóttina án þess að drekka og þvílíkur munurinn, það er sko ekkert mál að eignast fullt af svona góðum börnum:) (ekki það að ég ætli að fjöldaframleiða þau:)
jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Hafið það gott og njótið jólaundirbúningsins. kv. Helga

Monday, November 27, 2006

Loksins komin Heim

Loksins er ég búin að endurheimta fjölskylduna mína aftur frá R-vík, eftir 4 hræðilega sultardaga í fæði hjá Ester systir sem kann alls ekki að elda!
Hilmar dreif sig í að þvo litlu systir
k. arnip og co




 Posted by Picasa

myndir




 Posted by Picasa

og myndir




 Posted by Picasa

Thursday, November 16, 2006

Jákvæðni er það sem koma skal:)

Góðan og blessaðan daginn, þetta er Helga jákvæða sem skrifar:)
Núna er svo ansk... nei ég meinti yndislega gott veður í sveitinni, nægur snjór til að gleðja hjörtu okkar og yndislegt rok sem feykir öllum þessum frábæra snjó til og frá þannig að við sjáum varla út um augun (oh já og þannig viljum við hafa það:)
Við stefnum á borgarferð annað hvort í dag eða á morgun en það er ekki eining um brottfarartíma innan fjölskyldunnar, þ.e.a.s. ég vil bíða til morguns því mér skilst að það eigi að lægja aðeins en Pésa finnst ekkert að veðri. Hvað segir þetta okkur um reynslu okkar af veðráttu? Já maður spyr sig á hvaða landshluta besta veðráttan er???:)
Annars er allt við það sama hjá okkur. Við fórum með Arndísi Ingu í skoðun í gær og er vinstri mjöðmin orðin fullþroskuð en ekki alveg sú hægri. Hún verður því að vera í spelkunni aðeins lengur en við fengum næst tíma í janúar og við vonum bara að hún losni við hana þá. Hún er annars alltaf jafn ljúf og góð, svaf t.d. í 7 tíma í nótt mér til mikillar gleði:)
Hilmar Þór er allur að hressast en ég komst að því að hluta geðvonskunnar mátti skrifa á of lítinn nætursvefn. Núna fer hann aðeins fyrr að sofa og þá batnar skapið. Að vísu er hann enn mjög mikill mömmustrákur og má hann ekki heyra á það minnst að faðir hans eða Ester frænka hans aðstoði hann við það sem hann þarf hjálp við, mamma skal gera það (enda er ég ekkert of góð til þess:)
Núna bíður hann spenntur eftir því að komast í borgina til ömmu og afa og ekki spillir fyrir að við ætlum að stoppa á Akranesi hjá Andreu Ósk frænku hans sem hann elskar út af lífinu. Pabbi hans var voða góður við hann um daginn og sagði við Hilmar Þór sinn þegar hann var að svæfa hann: ,, Ég elska þig" og Hilmar svaraði með þessari fleygu setningu: ,,já og ég elska Andreu". Þetta var víst ekki alveg svarið sem pabbinn bjóst við en það er jú gott að honum þyki vænt um frænku sína:)
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Hafið það gott. Kv. Helga

Sunday, November 12, 2006

Lífð í sveitinni

Komið þið sæl öllsömul. Sveitalífið gengur sinn vanagang. Arndís Inga dafnar vel og er voðalega prúð og góð stúlka, eftir að hún fékk nafn vitum við varla af henni. Hún hlýtur því að vera ansi sátt við nafngiftina:)
Framkvæmdirnar ganga orðið vel, einungis eftir að klæða hálfa hlið og bróðurpartinn af gluggunum og þá getum við hafist handa innandyra. Að vísu er spáð leiðinlegu veðri þessa vikuna þannig að ég veit ekki alveg hvernig þeim mun ganga að ljúka útiverkunum. Svo tökum við stefnuna á stórborgina til að versla innréttingar og pústa smá áður en inniverkin hefjast:)
Hilmar Þór hefur verið ansi lítill í sér undanfarið og veltum við því fyrir okkur hvort afbrýðisemi geti lýst sér þannig. Hvað segið þið um það?
Við höfum því reynt að vera mjög dugleg að sinna honum, fara með hann út í snjóinn og leika við hann svo honum finnist hann ekki vera útundan. Vonandi lagast þetta.
Ég fer með Arndísi Ingu í 6 vikna skoðun á morgun og hlakka mikið til að sjá hversu löng hún er orðin. Okkur finnst hún hafa stækkað svo mikið og því verður gaman að sjá hvað kemur út úr skoðuninni.
Það átti að skoða á henni mjaðmirnar síðasta fimmtudag en það var hringt í okkur þegar við vorum á leiðinni út úr dyrunum og okkur tjáð að röntgenlæknirinn gæti ekki hitt hana fyrr en á miðvikudaginn. Við ákváðum þó að skella okkur í kaupstaðinn og fórum á Mýrina. Mér fannst hún bara ansi góð. Ég fann líka hvað það léttist á manni brúnin við það að komast aðeins af torfunni, verð að viðurkenna það að það er ekki auðvelt að vera úti í sveit og komast lítið sem ekkert út úr húsi sökum snjóa og óveðurs:( Ekki batnaði það nú þegar ég asnaðist til að skoða myndir úr vorblíðunni á Höfn þar sem fjallahringurinn skartaði sínu fegursta, ohhh hvað ég fékk mikla heimþrá!!! Ég sé mest eftir því að hafa ekki látið prenta mynd af dýrðinni og klæða húsið okkar að utan með henni (aldrei að vita nema ég skelli einni slíkri á stofuvegginn:)
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í þetta skiptið, endilega kommentið eitthvað á þessi skrif mín því fátt gleður mitt litla hjarta meira!
kv. Helga

Saturday, November 11, 2006

Skírn

Jæja loksins koma inn nokkrar myndir úr skírninni.






Posted by Picasa

Sunday, November 05, 2006

Komið nafn á prinsessuna

Við skírðum prinsessuna í dag og hlaut hún nafnið Arndís Inga. Arndísarnafnið er í höfuðið á ömmusystur Árna Péturs sem bjó í Nesi og langömmu minni sem átti afmæli daginn sem ég var skrifuð og var mamma Bjarna afa sem átti sama afmælisdag og sú stutta. Inga er svo að sjálfsögðu í höfuðið á ömmunni.
Edda Sverris og Helena Marta sungu í kirkjunni og það er ekki að spyrja að því að þær fengu hárin á mér til að rísa og tárin til að læðast fram í augnkrókana, alveg hreint yndislegt. Petra (konan hans Árna bróður Ásu) spilaði undir. Takk kærlega allar þrjár, þetta setti mikinn svip á athöfnina, þið eigið góðan greiða inni hjá mér ( þið þurfið ekki að taka það út í söng:)

Við setjum inn myndir af athöfninni fljótlega.

Kv. Helga

Wednesday, November 01, 2006

Nokkrar myndir af börnunum


Verið í baði

Svo þarf auðvitað að þurrka prinsessunni

Börnin okkar þrjú:)

og sætasta stelpan á leikteppinu Posted by Picasa

framk. staða

ýmislegt þarf að berjast við. aðalega þó frost og snjó þessa daganna, og það gengur nú ekkert alltof hratt hjá pésa óþolinmóða,,, en gengur þó..

kv
Arni P og co




 Posted by Picasa