Friday, September 26, 2008

Afmæli, helti og óskir um ráð

Komið þið öll sæl og blessuð....já nú segi ég sko öll því það kommentuðu svo margir síðast;) Já og takk kærlega fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar. Ég bauð í saumó á afmælisdaginn og það var voða ljúft. Annars fékk ég frekar fyndið komment frá börnunum í 5. bekk. Ég var að kenna þeim ensku og viðfangsefnið var mánuðirnir og afmælisdagar þeirra. Að sjálfsögðu spurðu þau mig hvenær ég ætti afmæli og sagði ég þeim að ég ætti afmæli í dag. Þá spurðu þau hversu gömul ég væri og ég sagði þeim það og þá fékk ég þessa snilldarsetningu: ,,Þú lítur sko ekki út fyrir að vera svona gömul. Mamma mín er 32 ára og hún er öll svona krumpuð (svo grettir strákurinn sig og krumpar á sér andlitið)" Bara snilld!
Héðan er það annars helst að frétta að Arndís Inga er hölt og það er ekki vitað hvers vegna. Nú leita ég því til ykkar um hugmyndir. Þegar hún vaknaði í gærmorgun gat hún ekki stigið í hægri fótinn. Það er búið að röntgenmynda hana og ómskoða en ekkert finnst. Æi mér finnst nú alltaf betra að vita hvað amar að börnunum mínum! Hafið þið lent í þessu? Ef svo er hvað kom út úr því?
Læt þetta duga í bili. Eigið góða helgi.
kv. Helga og halta barnið

Friday, September 19, 2008

úff púff!

Já mér líður einhvern veginn svona þessa dagana. Mér finnst eiginlega aðeins of mikið að gera. Haustverkin í vinnunni eru ansi mörg, þvotturinn í óhreinu körfunni minni eykst og eykst og ég hef ekki undan, húsið mitt þrífur sig ekki sjálft.....o.s.frv. þið skiljið mig örugglega því ég veit að það er ekkert meira að gera hjá mér en ykkur hinum;) Það er bara einhvern veginn þannig að sólarhringurinn er ekki nógu langur þessa dagana!

Annars er helgin framundan og þá gerist örugglega allt:)

Hafið það gott.

kv. Helga

Monday, September 08, 2008

Smá blogg

Nú verð ég að byrja á því að afsaka enn einu sinni þessa bloggleti! Núna kenni ég einfaldlega reiði minni í garð netsins um því í síðustu viku hvarf færslan sem ég var búin að streða við að setja inn og ég er fyrst núna að ná mér!
Annars er það helst í fréttum að við skelltum okkur í fjörðinn fagra um helgina og vááá hvað það var gaman:) Það var yndislegt veður og ég náði að kíkja á ansi marga. Við gistum í bústaðnum hjá Beggu og Gústa (foreldrum Nonna) því Imba og Nonni eru að taka húsið sitt í gegn og því ekkert pláss fyrir aukagesti þar. Þetta var alveg yndislegt og nú blótum við bara vegalengdinni því við værum sko alveg til í að skjótast þetta oftar. Takk kærlega fyrir okkur!
Nú er vinnan tekin við og Árni Pétur á bara eftir að guida í sex daga...jibbí. Ég held að við verðum öll glöð þegar þessari törn lýkur og við förum að eiga aðeins meiri tíma saman.
Jæja nú ætla ég að fara að sækja börnin í leikskólann.
Hafið það gott.
kv. Helga