Friday, September 19, 2008

úff púff!

Já mér líður einhvern veginn svona þessa dagana. Mér finnst eiginlega aðeins of mikið að gera. Haustverkin í vinnunni eru ansi mörg, þvotturinn í óhreinu körfunni minni eykst og eykst og ég hef ekki undan, húsið mitt þrífur sig ekki sjálft.....o.s.frv. þið skiljið mig örugglega því ég veit að það er ekkert meira að gera hjá mér en ykkur hinum;) Það er bara einhvern veginn þannig að sólarhringurinn er ekki nógu langur þessa dagana!

Annars er helgin framundan og þá gerist örugglega allt:)

Hafið það gott.

kv. Helga

18 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Guð hvað ég er hrikalega eitthvað sammála þér. Svo er þetta veðurfar nú alveg til að soga úr manni alla orku :-/. Langar mest að leggja alla skynsemi til hliðar og panta mér væna utanlandsferð...svona áður en krónan bara hreinlega hverfur í enn einni niðursveiflunni! En eins og þú sagður þá er að koma helgi og það getur nú bjargað ansi mörgu :-).
Bestu kveðjur úr rokinu á Höfn,
Árdís

4:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sammála þér Helga mín.
Þvotturinn hleðst upp og ég er ekki að nenna neinu virka daga en helgin er byrjuð og þvottastríðið í Eikarskógum er hafið og búið að skúra allt húsið.
Hafðu það rosa gott.
Knúsur. Elsa Lára.

10:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hm...

ég er í sól og 28 stiga hita og ég er samt ekki að nenna neinu. Held þetta sé einhver haustlægð.

En endilega hentu inn myndum af börnunum og famelíunni fyrir vesalings mágkonu þína sem býr langt langt í burtu :)

5:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

já Ester mín, nú þarf ég að ganga í það að taka myndir af börnunum. Einhverra hluta vegna voru bara teknar myndir af löxum í sumar en nú er sú vertíð búin og þá hljóta myndir af börnunum að vera næstar á dagskra;)

8:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert að lýsa lífi mínu í hnotskurn, vinna og tiltekt endalaust puð....
kv. Bára
Hvað viltu í afmælisgjöf???? veit ekki neitt hvað ég á að kaupa

10:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Afmælisgjöf, ja þegar stórt er spurt er oft fátt um svör.....hvernig líst þér bara á stórt knús,,,? Nei Bára mín ég er nú svo heppin að eiga allt og vil ekki neitt(vá nú hljómaði ég eins og amma:)
Þú skalt alla vega ekki missa svefn yfir þessu.
kv. Helga

3:13 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

skil þig..mér líður svona líka:)

9:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Helga mín:)
Vonandi muntu hafa það gott í dag;*

12:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir afmæliskveðjuna Dóra Kristín, gaman að sjá að þú kíkir hér inn:)

2:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIIIIIIIIÐ !!!

6:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið ég hringi í þig sem fyrst þarf að koma pottormunum í rúmið - heyrumst bestu kveðjur
Imba

8:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með daginn. Kveðja Þórhalla

9:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið litla systir.
Er enn að velta fyrir mér afælisgjöf, reyni samt að missa ekki svefn yfir því.
kv. Bára

9:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með afmælið Helga ! Ég er búin að hugsa í allan dag ... 24 ?? það Á einhver afmæli í dag ;) seig sú gamla ... njóttu dagsins

kv - andrea

10:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga mín, til hamingju með daginn í gær. Gaman að heyra í þér árinu eldri, hehe. Heyrumst betur við tækifæri og blogga svo :)
Knús, Elsa Lára.

10:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilegar hamingjuóskir með gærdaginn, vonandi styttist í það að við kíkjum í kaffi.
Kveðja Ella Dögg, Steini og Sindri

3:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

æi elsku Helga mín..áttir þú afmæli!!!!....hefði sko knúsað þig,ef ég hefði vitað af því..geri það næst þegar ég sé þig...bestu hamingjuóskir elsku Helga. kv jóhanna

4:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá þið eruð æði! TAKK FYRIR KVEÐJURNAR:) Mér skilst að 32 ára konur bloggi mjög oft....þannig að nú bretti ég bara upp ermarnar.
kv. Helga ,,gamla"

10:46 PM  

Post a Comment

<< Home