Helga myndaóða mætt á svæðið
Jæja mér tókst að henda inn einni mynd af prinsessunni á heimilinu. Myndin er tekin í útilegu í Fnjóskadal fyrr í sumar. Við höfum ekki verið dugleg með myndavélina í sumar en það stendur til bóta um helgina en þá skellum við okkur í útilegu....það er bara aldrei að vita nema ég hendi inn nokkrum myndum eftir helgi (nú ef ekki þessa helgi þá alla vega einhverja helgi:)
Í öðrum fréttum er það helst að ég fór á frábært námskeið í dag og nú er ég sko full af fögrum fyrirheitum og hugmyndum fyrir kennsluna í vetur.....svo er bara að bíða og sjá hvort ég komi þeim í framkvæmd:)
Já og eitt í lokin. Til hamingju borgarbúar sem lesa þetta blogg með nýja borgarstjórann ykkar:) hahahahhaha ætlar þessi vitleysa engan enda að taka? Ja maður spyr sig. Ef ég væri þið þá myndi ég pakka niður öllu mínu hafurtaski og gefa skít í þessa vitleysu og flytja norður í land þar sem uppgangurinn er rétt handan við hornið;)
Og annað alveg í lokin: Sökum mikils dugnaðar af minni hálfu á þessari síðu undanfarið geri ég þá kröfu að allir sleppi sér og kvitti alveg út í hið óendanlega.
kv. Helga
Í öðrum fréttum er það helst að ég fór á frábært námskeið í dag og nú er ég sko full af fögrum fyrirheitum og hugmyndum fyrir kennsluna í vetur.....svo er bara að bíða og sjá hvort ég komi þeim í framkvæmd:)
Já og eitt í lokin. Til hamingju borgarbúar sem lesa þetta blogg með nýja borgarstjórann ykkar:) hahahahhaha ætlar þessi vitleysa engan enda að taka? Ja maður spyr sig. Ef ég væri þið þá myndi ég pakka niður öllu mínu hafurtaski og gefa skít í þessa vitleysu og flytja norður í land þar sem uppgangurinn er rétt handan við hornið;)
Og annað alveg í lokin: Sökum mikils dugnaðar af minni hálfu á þessari síðu undanfarið geri ég þá kröfu að allir sleppi sér og kvitti alveg út í hið óendanlega.
kv. Helga
15 Comments:
Ég þori ekki annað en að kvitta fyrir innlitið.
Voðalega er ég sammála þér með þessi mál í Rvk... ég er allavega mjög ánægð að búa ekki þar legnur. Og þið hin sem flytjið ekki norður þá er mjög gott að vera í Dk:-)
Hafið það gott í útilegunni.
Kv, Eva Björk
kviiiiiiiiiiiiiiittt kvitt kvittti kvittí kvitt !!!! Hahahaha... já ég ætla bara að gefa skít í þetta og flýja land! Hahahaha uppgangurinn rétt fyrir handan hornið. Lýst annars vel á þessi fögru fyrirheit um myndir og skemmtilegheit með haustinu ;)
Góða skemmtun í útilegunni!! Vona að Össi klæði drengina vel svo engin verði veikur, treysti á þig Helga að þú notir þitt móðurlega eðli líka á mína drengi og passir þá með Össa :) Eins veit ég af eigin raun að Pési er liðtækur pössunar"pía" líka.
já tek undir allt saman og ef ekki norður þá hingað á suðausturhornið.
Já, cary er líka góður staður. Þetta blogg er eins og besta ferðaskrifstofa Helga:) Gaman að sjá lífsmark á þér hér. Skemmtið ykkur vel um helgina.
Kvittetti, kvittetti, kvitt...
Ja, flytja norður á hjara veraldar.. nei... held nú ekki. Miklu sniðugra að þið komið Suður... Getið flutt á Selfoss ;-)
En hlakka til að sjá myndir!
Kveðja, Ingunn
Nú er orðið svo mikið að gera í vinnu að maður hefur ekki gefið sér tíma til að kíkja hér inn. Kvitt kvitt.
kv. Bára
Gaman að sjá eina mynd af sætu frænku. Vona að þið hafið það gott í útilegunni og knúsaðu litlu ormana ykkar frá okkur.
Bkv frá Lúx, Jóa og co
Takk fyrir okkur í sumar :o) frábært að komast aðeins í Aðaldalinn og ekki verra að fá ykkur í heimsókn í bústaðinn :D
Bendi Reykvíkingum á að það er gott að búa í Kópavogi... þar ríkir Gunnar Birgisson einræðisherra og við vitum að hverju við göngum hehehe
Takk fyrir kommentin elskurnar mínar. Nú ætla ég að byrja á því að afsaka mig aðeins. Ástæða þess að ég hef ekki bloggað undanfarið er að netið hefur legið niðri hjá okkur síðustu daga. Ég er ekki að grínast með þetta...er núna í Grímshúsum að stelast til að skrifa smá;)
Svo segi ég bara ÁFRAM ÍSLAND!
kv. Helga
hæhæ Valgerður frænka að kvitta
við ætluðum nú aldeilis að heimsækja ykkur í sumar en varð lítið úr. gengur bara betur næst
og já ég bý sko ekki í rvk ég er í hafnó þannig að ég get hlegið með ykkur hahahaha kiss kiss á alla fjölluna
Valgerður Árnadóttir
vá hvað ég skil þig vel og trúi alveg að netið hafi legið niðri, ég sjálf er búin að vera tölvulaus í nokkrar vikur þannig að ég er alveg á eftir áætlun með barnalandssíðuna, en það stendur nú allt til bóta þar sem ég fer að hamast við að henda inn myndum núna. Ég hlakka ekkert smá til þegar helgin sem myndirnar verða settar inn verður liðin og við hin farið að skoða.......
Knús á ykkur öll í sveitinni fögru
halló - ég kíki hér inn annað slagið og verð pottþétt duglegri við það ef ég sé fleiri færslur...
góðar kveðjur - Þórey
Halló halló Helga Myndaóða ... hvernig væri nú að standa undir nafni og henda inn eins og einu bloggi og myndum af ungunum... ???
Ævintýrin gerast enn í Californiu, rafmagnið var tekið af okkur í vikunni og það var ekkert verið að splæsa því neitt aftur á fyrr en mörgum dögum seinna. Þannig við erum búin að borða og bursta tennurnar og fara í sturtu við kertaljós hérna úti.. ofboðslega rómantískt alltsaman. En ég þarf að þjóta í skólann, kossar og knús til allra heima!
jájá seint kvitta sumir en kvitta samnt... Það var gaman að hitta þig um daginn þótt það hafi verið í mýflugumynd leitt að hafa ekki verið heima þegar þú komst með krakkana en reynum að bæta úr því næst:)En nú held ég að það sé komið að þér að setja inn myndir vinan - Ég hlýddi þér um daginn og henti inn myndum hjá mér... Væri alveg til í að sjá nýjar myndir hér... Kveðja úr Engihlíð
Post a Comment
<< Home