Tuesday, July 22, 2008

Tími á blogg?

Æi góðir hálsar. Ég veit ekki hvað ég er að rembast við að halda úti þessari bloggsíðu. Í þau fáu skipti sem ég nenni að skrifa er ég alltaf voðalega glöð að sjá öll kommentin en þess á milli nenni ég engan veginn að setjast niður og skrifa eitthvað! Já það er vandlifað í þessum heimi finnst ykkur ekki?
Af okkur er það helst að frétta að við erum löngu komin heim úr fríinu um Suður og Suð-austurlandið. Það var yndisleg ferð í alla staði og fengum við gott veður mest allan tímann og gestgjafarnnir stjönuðu við okkur. Hér á Norðurlandinu byrjaði sumarið hins vegar í fyrradag. Við vorum búin að klæða okkur í ullarnærbrækurnar líkt og venjulega þegar við álpuðumst út og á móti okkur tók volgur sunnanblærinn! Við vissum ekki hvernig við áttum að snúa okkur í þessu, rifum okkur úr brókunum og hlupum út í garð:)
Árni Pétur sést lítið heima þar sem hann er á fullu í fylgd við blessaða ána og börnin eru að verða nettpirruð á leikskólaleysinu. Að vísu er alveg með ólíkindum hvað þau eru dugleg að leika sér saman. Maður sér hve gott það er að hafa svona stutt á milli barnanna og því er stóra spurningin hvort skella eigi í eitt fljótlega eða bíða þar til börnin stækki??? Hvað segið þið um það?
Í öðrum fréttum er það helst að mamma og pabbi eru að koma í dag og ætla að stoppa alveg í viku hjá okkur þannig að nú bíðum við eftir þeim. Matta, Hjálmar og börnin kíktu á okkur í gærkvöldi og það var voða gaman. Svo ætlum við Ingibjörg að skella okkur á Eyrina á morgun og eyða þar helst heilum degi og slatta af peningum:) Þar sem ég á ekki von á því að komast í Mall of America þetta árið (snökkt, snökkt) ætla ég að vera skynsöm og fara að huga að jólagjöfum því ef desembermánuður verður svipaður síðasta desembermánuði vinnulega séð þá er ekkert vit að eiga eftir að versla jólagjafir.....að vísu finnst mér það MJÖG ASNALEGT að vera að hugsa um jólagjafir á þessum árstíma en þar sem kreppan ógurlega er að skella á okkur er um að gera að vera skynsamur og versla á útsölum:)
Jæja nú er ég alveg að tæmast!.......jú kannski að ég óski Svanfríði og Héðni Mara til hamingju með afmælin um daginn, Svanlaugi og Rannveigu til hamingju með drenginn sinn og Völla og Þóru til hamingju með nafnið á litla skáfrænda. Læt þetta duga í dag....og örugglega næstu daga ef ég þekki mig rétt;)
kv. Helga ofurbloggari

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já maður er alltaf jafn hissa þegar maður kíkir hér inn ef ný færsla er komin, en það er líka alltaf jafn gaman þegar svo er. Njóttu þess að kaupa jólagjafir í júlí, hvað ætlarðu að kaupa handa mér????
kv. Bára

9:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Góð spurning, hvað segirðu um bíkini eða eitthvað í þeim dúrnum? Er það ekki það helsta sem hægt er að versla á sumarútsölunum?

10:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég ætla einmitt að kíkja aðeins í búðir á morgun og byrja á jólaagjöfum því það er engin MOA ferð í ár.
Knúsur, Elsa Lára.

4:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

HAhahahaha.. skella í eitt .. það er eins og þú sért að tala um að henda í eitt brauðdeig bara ;) Jaa.. þið þurfið nú að fara að drífa í þessu ef þið ætlið að eignast heilt fótboltalið og kaupa rútu !

En Helga, ég gef þér góðfúslegt leyfi til að taka bloggsumarfrí, en þú veist að þegar fer að hausta þá verðuru að blogga fyrir mig. Ég mun koma hér inn á hverjum degi og heimta blogg með myndum !!

Sjáumst á sunnudaginn :)

11:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ... Já það er gott að sumarið er komið og um að gera að rífa sig úr ullarbrókunum... Ég brosti nú út í annað þegar ég las þetta og sá þig alveg fyrir mér!! En það er um að gera að byrja að æfa sig fyrir næstu atrennu í barneignum... Og ég er búin að kaupa 7 jólagjafir og skammast mín ekkert fyrir það... Það er jú kreppa og allt það, maður verður að vera með!!! Bestu kveðjur frá Höfn, Ragga

9:36 AM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Það er líka bara betra að dreifa jólagjafarinnkaupum yfir allt árið og alls ekkert til þess að skammast sín yfir, hagsýni ef e-ð er.
Gaman að sjá blogg frá þér mín kæra, kannski kemurðu með annað áður en júlí er úti. hafðu það gott,Svanfríður

1:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

úff það er pressa....ég reyni að standa mig:)
Akureyrarferðin endaði eiginlega með því að ég verslaði mest á sjálfa mig og einungis örfáar jólagjafir;)
kv. Helga kaupóða

8:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahahaha.... skella í eitt, það jafnast ekkert á við að eiga 3 börn :-) og fá sér svo bara strumpastrætó fyrir liðið.

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar og strauma yfir til okkar mín kæra, það er bara ómetanlegt að vita af öllum þessum góðu vinum sem maður á og verður svo áþreyfanlega var við þegar maður þarf á að halda.

Knús og kossar á ykkur öll frá okkur stórfjölskyldunni í vesturbænum

2:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ ég mæli sterklega með því að ef að þú ætlar að eignast fleiri kríli þá skaltu bara drífa í því. Mér er sagt að það sé erfitt að fara af stað aftur en ég passaði mig á því að láta ekki líða meira en þrjú ár á milli og svo vill maður nú ekki vera að skipta á bleium langt fram yfir fertugt, he he he kveðja Þórhalla

10:33 AM  

Post a Comment

<< Home