Wednesday, March 05, 2008

Hlaupabóla, hiti og hor

Ekki skemmtileg fyrirsögn hér á ferð, en sönn engu að síður! Hilmar Þór náði sér sem sagt í hlaupabólu og hefur verið ansi slakur síðan á laugardag. Ég held þó í þá von að henni fari að ljúka. En greyið litla fékk bólur á mjög óskemmtilega staði, t.d. í munninn, augun og rassinn og hefur ekki verið sá glaðasti! Við höldum áfram að peppa hann upp með því að segja honum að þetta sé alveg að verða búið og þá fái hann hana ALDREI aftur!
Við vonuðumst að sjálfsögðu til að Arndís Inga fengi hana um leið en hún virðist ekki vera alveg sammála okkur þar og ákvað í staðinn að fá bara hita og hor. Þannig að hér á bæ er mikið stuð:)

Annað er nú ekki að frétta héðan.....ekki kannski skemmtilegasta bloggfærsla sem skrifuð hefur verið, en færsla engu að síður.

Endilega kíkið í kaffi.....
kv. Helga

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Haha, æjjjji. Ekki gaman að fá hlaupabólu, sérstaklega ekki þegar hún treður sér í augun á manni !!

12:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æææ grein litlu - þetta er svo vont en gott þegar það er búið - vonandi klárast þetta sem fyrst og þið komist á ról. Bestu kveðjur úr firðinum fagra og rjómablíðunni. Kíkið endilega á síðuna okkar
http://www.barnanet.is/jullatun/

Imba og co

6:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

úffff þetta er ekkert smá skemmtileg blanda... Hlaupabólan er einmitt í boði á ýmsum heimilum þessa dagana - en 7-9-13 þá er hún ekki komin hingað...

8:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ elsku karlinn, ekkert að skána.
En þetta gengur yfir og vonandi sem allra fyrst.
En heyri í þér sem fyrst.
Knúsur, Elsa Lára.

9:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ Æ Æ, strákarnir senda batakveðjur, þeir voru með þetta ógeð í jan.... Þeir voru báðir verstir á 3-4 degi en eftir það var allt á uppleið, svo vonandi er Hilmar kominn yfir það versta... það liðu svo sléttar tvær vikur í að bólan birtist hér aftur... Kærar kveðjur, Malla og strákarnir

10:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vonandi fer þessum pestum að ljúka hjá ykkur. Það er farið að styttast í að við Sandra komum norður.
kv. Bára

8:32 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ ég ætla ekkert að vera leiðó en það er um tveggja vikna meðgöngu tími á hlaupabólu þannig að hún Arndís Inga á sennilega eftir að skemmta ykkur með bólum líka en kanski sleppur hún bara

12:25 PM  
Blogger Unknown said...

Hæ, hér erum við búin að hafa vaktaskipti um hádegi því Addi er búin að vera með flensu og hita og hefur verið frekar slappur. Hann fer í leikskólann á morgun. Er orðin svolítið spennt að fara til Denver þann 12. Í skólanum er mikið að gera og þemavika framundan. Ég þoli ekki þemavikur, því við fáum aldrei neinn skipulagsdag til að undirbúa og eigum svo að vera þrjú með 70 krakka í 9. bekk og gera eitthvað mjög skemmtilegt í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar. Fyrirgefðu tuðið. kv. úr Sólberginu

5:25 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

hlaupabóla er bóla djöfulsins-vonandi gengur þetta yfir sem fyrst.
Hafðu það gott Helga mín.

2:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir kommentin elskurnar mínar. Börnin á heimilinu eru ennþá hundveik, sérstaklega þegar fer að líða á daginn. Hlaupabólan er nú samt í rénum og aðallega hiti, hósti og hor sem plagar þau núna. Hilmar Þór greyið er orðinn sérstaklega mikið inniúldinn þannig að nú vonum við bara að þetta fari allt að koma:)
Svo er bara spurning hvort prinsessan á heimilinu skelli sér í bóluna eða bíði....:)
Kv. Helga

9:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, ekki skemmtilegar fréttir úr sveitinni greinilega. Elín Ása þurfti nú endilega að fá hlaupabóluna 8 mánaða þannig að ég á alveg eins von á bólunni aftur á mitt heimili einhvern tímann. Annars allt gott að frétta héðan, stefnir nú ekki í nein ferðalög eins og er.....allavega ekki í þessari vetrarhörku á fólksbíl. Vonandi fara nú börnin að hressast.
kv. Matta

9:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ-æ þetta er ekki skemmtilegt en gengur yfir vonandi sem fyrst... Jæja bara aðeins að kíkja á ykkur

Knús og kveðja frá okkur hér á Höfn

Siný

3:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ og miklar miklar batakveðjur til ykkar í sveitina. Þetta fer allt að skána núna, það hlýtur bara að vera og þá kemst sæti kútur út aftur og getur viðrað af sér inniýldunni sem fylgir svona veikindum. Vonandi verður þetta allavega búið þegar við komum norður en það eru núna bara nokkrir dagar og mamman getur bara ekki beðið ;-)

En eitt stórt knús á alla frá okkur

12:25 PM  

Post a Comment

<< Home