sunnudagur í sveitinni
Sælt veri fólkið. Ætli að ég verði ekki að henda inn nokkrum línum svona úr því að þið eruð svona dugleg að lesa:)
Það er allt ágætt að frétta af okkur. Nóg að gera framundan, afmælið hans Hilmars Þórs á föstudaginn og þorrablótið á laugardag. Við fáum fullt af gestum og það verður líklega mikið fjör:)
Annars hefur helgin verið notuð í algjöra leti, líkt og síðasta helgi. Skil ekki alveg þetta orkuleysi! Svei mér þá ef ég er ekki bara farin að telja niður dagana þar til vorið kemur því þá fyllist ég alltaf af orku:)
Haldið þið ekki annars að mín sé bara að verða gítarsnillingur. Já mín er sko búin að skrá sig á gítarnámskeið sem hefst á morgun. Verst að úrtökum fyrir Bandið hans Bubba sé lokið! Mamma er búin að festa kaup á gítar fyrir mig og ætlar að færa mér hann um næstu helgi þegar þau koma í heimsókn;) Þetta leggst voða vel í mig og hlakka ég til þegar ég verð búin að ná tökum á þessu (að vísu munu æfingarnar örugglega reyna vel á þolinmæðina, en nóg er nú til af henni þannig að ég hef engar áhyggjur:)
Mig langaði óskaplega til að skella mér á Þorrablótið á Höfn en það var í gærkvöldi. Því miður kom ég því ekki í verk þetta árið að skella mér, stefni ótrauð á næsta ári. Mín skoðun er sú að hvergi sé lagt meira í þennan fögnuð en akkúrat þar og því á maður ekki að klikka á því að mæta. Þannig að ég segi nú bara svei mér!
Jæja ég held að ég hafi ekkert meira að segja.
Þar til næst TJÁ
kv. Helga
Það er allt ágætt að frétta af okkur. Nóg að gera framundan, afmælið hans Hilmars Þórs á föstudaginn og þorrablótið á laugardag. Við fáum fullt af gestum og það verður líklega mikið fjör:)
Annars hefur helgin verið notuð í algjöra leti, líkt og síðasta helgi. Skil ekki alveg þetta orkuleysi! Svei mér þá ef ég er ekki bara farin að telja niður dagana þar til vorið kemur því þá fyllist ég alltaf af orku:)
Haldið þið ekki annars að mín sé bara að verða gítarsnillingur. Já mín er sko búin að skrá sig á gítarnámskeið sem hefst á morgun. Verst að úrtökum fyrir Bandið hans Bubba sé lokið! Mamma er búin að festa kaup á gítar fyrir mig og ætlar að færa mér hann um næstu helgi þegar þau koma í heimsókn;) Þetta leggst voða vel í mig og hlakka ég til þegar ég verð búin að ná tökum á þessu (að vísu munu æfingarnar örugglega reyna vel á þolinmæðina, en nóg er nú til af henni þannig að ég hef engar áhyggjur:)
Mig langaði óskaplega til að skella mér á Þorrablótið á Höfn en það var í gærkvöldi. Því miður kom ég því ekki í verk þetta árið að skella mér, stefni ótrauð á næsta ári. Mín skoðun er sú að hvergi sé lagt meira í þennan fögnuð en akkúrat þar og því á maður ekki að klikka á því að mæta. Þannig að ég segi nú bara svei mér!
Jæja ég held að ég hafi ekkert meira að segja.
Þar til næst TJÁ
kv. Helga
7 Comments:
Hæ skvís.
Gott hjá þér að læra á gítar, ég er orðin sjúk í gítarleik sem að Þorsteinn Atli á í PS 3 og börnin komast varla að fyrir mér þessa dagana.
En ég heyri í þér fljótlega.
Knúsur, Elsa Lára.
Hæ hæ..já þú verður sko flott með gítarinn kona!
ef ég skildi flytja í annað hús einhverntíman..þá verður þú að koma og spila í innflutningpartýinu...þitt fyrsta "gigg" er semsagt bókað! til hammó.
..já og ég ætla sannarlega að renna í Nes næsta fötudag ef að ég verð með geðheilsuna í lagi.. nei nei segi svona..nema að skottan er aftur orðin hunnnndveik..... hmmm vitum bara ekki alveg hvað er í gangi að þessu sinni.
..pabbinn verður heima á morgun, þannig að þú færð alla sólarsöguna í æð á morgun... seja kv Jóhanna
Nú líst mér vel á þig kona góð, ég hlakka til að heyra afraksturinn þegar ég kem norður, verst að það verður ekki um næstu helgi þar sem ég veit að þínar veislur klikka EKKI.... við verðum bara að vera með ykkur í huganum og njóta kræsinganna þannig (færri hitaeiningar allavega).
Spurning hvort við fjölmennum ekki á blót fyrir austan næsta ár. Það var allavega alveg ferlega gaman í fyrra þegar ég mætti galvösk.
Hlakka til að hitta ykkur öll, knús af Skeljagrandanum
Flott hjá þér að henda þér í gítarnám. Ég er stolt af þér. Þú nefnilega hefur tónlist í þér og getur vel sungið skammlaust (bannað að hrista hausinn). Gangi þér vel.
Sæl mín kæra já þú misstir af geðveiku blóti í fyrðinum fagra skora á ykkur hjónakornin að koma að ári en allt gott að frétta af okkur heyrumst síðar kveðja Sonja
Hæ hæ kæra fjölskylda.
Og takk fyrir síðast, frábært að ná að hitta aðeins á ykkur elskurnar!! Leti á bænum segir þú, ég kalla þig nú heldur betur framtakssama að skella þér í gítarnám, ekkert smá flott hjá þér :) Mig hefur alltaf dreymt um að læra á hljóðfæri og kannski að maður láti þann draum rætast einhvern daginn!! Þá vantar mig smá af þinni framtakssemi Helga mín...
Annars til hamingju með Hilmar Þór á morgun, stóra strákinn :) Hafið það gott elskurnar og heyrumst fljótlega.
Bestu kveðjur
Erla og strákarnir.
Halló, halló og til hamingju með afmælisdrenginn!
Líst vel á að fá ykkur á blót að ári, heyrði að það hafi verið fjári gott núna en við hjónakornin vorum nú bara heima í rólegheitunum með litlu stubbana okkar. Á næsta ári verður hinsvegar tjúttað og vel það :-) Spurning um að slá bara upp smá gítarpartýi hjá okkur fyrir blótið svo allir komist í rétta gírinn :-)
Bestu kveðjur norður,
Árdís og co.
Post a Comment
<< Home