Smá fréttir af lasarusnum
Sælt veri fólkið. Við fórum inn á Akureyri í dag með Arndísi Ingu í skoðun og í ljós kom að bólgan hefur aukist aðeins og gröfturinn líka. Það er því útlit fyrir að það þurfi að skera á þetta í næstu viku og hleypa greftrinum út. Mér finnst líklegra að það verði gert í Reykjavík og vonandi getum við þá líka kíkt í skírnina til litlu sætu frænku. Aumingja Arndís er sko heldur betur komin með nóg af þessu þukli og lét sko læknana frétta það big time. Mér skilst að þessi sýking virki þannig að ekki þýði að stinga of snemma á þetta því þá getur komið gröftur í þetta aftur. Því á að bíða aðeins lengur og gera þetta í næstu viku. Að vísu hefur hún verið með smá astma og kvef og það þarf að vera orðið gott áður en þeir treysta henni í svæfingu...þannig að núna pústa ég hana og pústa og vona að hún fari að ná sér litla greyið. Einnig er pensillinið að fara illa í hana og botninn á henni orðinn mjög sár....þannig að litla greyið er frekar lítil í sér og aum þessa dagana.
Ég vonast nú til að geta aðeins kíkt í vinnuna í næstu viku en það kemur í ljós á mánudaginn hvenær aðgerðin verður gerð. Ef Arndís Inga verður hress stefni ég á að mæta í vinnu á mánudaginn og sjá svo til hvert framhaldið verður.
Annars hefur Árni Pétur verið þvílíkt duglegur....vinnur náttúrulega fram á kvöld og hefur svo síðustu tvö kvöld farið beint í skúrinn til að klára að vinna opnanlegu fögin. Við komumst nefnilega að því í vonda veðrinu um síðustu helgi að það er ekki hægt að draga þetta lengur því í svona óveðri lekur inn um gluggana og því hætta á að parketið skemmist..og það viljum við alls ekki, getum ekki hugsað okkur meiri framkvæmdir:) Hann og Grímur eru því búnir að vera þvílíkt duglegir að ,,massa" gluggana og nú á bara eftir að setja þá í.
Jæja nú ætla ég að fara að halla mér.
Hafið það gott.
kv. Helga
Ég vonast nú til að geta aðeins kíkt í vinnuna í næstu viku en það kemur í ljós á mánudaginn hvenær aðgerðin verður gerð. Ef Arndís Inga verður hress stefni ég á að mæta í vinnu á mánudaginn og sjá svo til hvert framhaldið verður.
Annars hefur Árni Pétur verið þvílíkt duglegur....vinnur náttúrulega fram á kvöld og hefur svo síðustu tvö kvöld farið beint í skúrinn til að klára að vinna opnanlegu fögin. Við komumst nefnilega að því í vonda veðrinu um síðustu helgi að það er ekki hægt að draga þetta lengur því í svona óveðri lekur inn um gluggana og því hætta á að parketið skemmist..og það viljum við alls ekki, getum ekki hugsað okkur meiri framkvæmdir:) Hann og Grímur eru því búnir að vera þvílíkt duglegir að ,,massa" gluggana og nú á bara eftir að setja þá í.
Jæja nú ætla ég að fara að halla mér.
Hafið það gott.
kv. Helga
7 Comments:
Risa knús til ykkar með batakveðjum ;)
Jæja..vont að það þurfi smá aðgerð, en mikið verður gott þegar að það er nú búið!
Skelliði ykkur bara suður...um að gera að kíkja á litlu frænku og mikið biðjum við vel að heilsa þeim!
Kv Jóhanna
Þetta á allt eftir að ganga vel hjá ykkur en vá hvað ég skil litlu konuna vel að láta þetta fólk í hvítu jökkunum heyra það... Vonandi getum við hitt ykkur þegar þið komið suður :-)
Knús og enn meira knús til ykkar í sveitinni af Skeljagrandanum...
Elsku Helga mín. Æ, ekki gott að heyra að það sé komin aukin bólga í þetta. En þetta lagast um leið og búið er að hleypa af þessu. Og ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir ykkur þá er ekki langt fyrir mig að koma suður og veita ykkur hjálparhönd, þú veist af því.
Knúsur, Elsa Lára.
Elsku litla stelpuskottið ennþá svona lasin! Verður mikill léttir þegar verður búið að hleypa úr þessu og henni farið að líða betur. Gangi ykkur vel með þetta allt saman...og líka að þétta gluggana hjá ykkur :-)
Bestu kveðjur úr snæviþöktum Hornafirðinum,
Árdís og fjölskylda.
Æ,hvað er að heyra.
Gangi þér vel í aðgerðinni,Arndís mín. Ég sendi þér risa knús og líka mömmu þinni.
Svanfríður.
æj missti ég svo af þér í skólanum í dag! frétti bara af þér þar!
ég er svo dugleg að ná mér í aukavinnu í skólanum... (frímínutur)að dagurinn í dag var fullbókaður ;-)
þurfti svo að skutla snæb og maríönnu til doksa...osfrvosfrv....vona að þið vitið núna hvenær aðgerðin verður...(bið svo að heilsa Báru :-))
ég hugsa að sjálfsögðu til ykkar og ég vildi bara að maður gæti hjálpað eitthvað....en pössun stendur alltaf til boða hér!!!!!!!!!!
Knús til ykkar Jóhanna Húsavík
Post a Comment
<< Home