Arndís Inga að ná sér
Ég vil byrja á því að þakka fyrir öll fallegu kommentin, sÍmtölin og heimsóknirnar undanfarna daga. Það er gott að eiga góða að!
Ég held að mér sé óhætt að segja að Arndís Inga sé að ná sér. Að vísu gerist það frekar hægt og þolinmæði móðurinnar af takmörkuðum skammti, en bólgan er farin að hjaðna og vonandi fáum við að fara heim á morgun. Að vísu var ég full bjartsýni í morgun áður en ég fór í ómunina með hana en svörin sem ég fékk voru þau að þau halda að bólgan sé aðeins að minnka, a.m.k. stækkar hún ekki! Utan frá séð sýnist mér hún hafa minnkað meira en ,,aðeins" en það er kannski bara óskyggja í mér:)
Við erum sem sagt hinar sprækustu, Arndís Inga er meiri að segja farin að hlæja að starfsfólkinu hér (þ.e.a.s. ef þau halda sig í vissri fjarlægð:) og þetta er allt að koma.
Svo bíðum við bara eftir morgundeginum og sjáum hvort þetta taki nýja stefnu hjá okkur.
Hafið það gott.
kv. Helga og Arndís Inga
Ég held að mér sé óhætt að segja að Arndís Inga sé að ná sér. Að vísu gerist það frekar hægt og þolinmæði móðurinnar af takmörkuðum skammti, en bólgan er farin að hjaðna og vonandi fáum við að fara heim á morgun. Að vísu var ég full bjartsýni í morgun áður en ég fór í ómunina með hana en svörin sem ég fékk voru þau að þau halda að bólgan sé aðeins að minnka, a.m.k. stækkar hún ekki! Utan frá séð sýnist mér hún hafa minnkað meira en ,,aðeins" en það er kannski bara óskyggja í mér:)
Við erum sem sagt hinar sprækustu, Arndís Inga er meiri að segja farin að hlæja að starfsfólkinu hér (þ.e.a.s. ef þau halda sig í vissri fjarlægð:) og þetta er allt að koma.
Svo bíðum við bara eftir morgundeginum og sjáum hvort þetta taki nýja stefnu hjá okkur.
Hafið það gott.
kv. Helga og Arndís Inga
10 Comments:
Gott gott...hlakka til að sjá þig í vinnunni :-)
Knús til sætulínu :-)
Kv Jóhanna Húsavík
Gott að allt er á góðri leið. Er búin að hugsa til ykkar í allan dag. Knús til ykkar elsku Helga mín. Hringi og heyri í þér annað kvöld. Bestu kv. Elsa Lára.
Glæsilegt að heyra. Hafa læknarnir fundið blóðin hjá Hilmari? Þetta eru hraustir og flottir krakkar sem þið eigið. Nú bíðum við bara eftir myndum, var að setja inn nýjar hjá okkur...
Knúúússss og bata kveðjur af Skeljagrandanum
Hæ hæ, gott að heyra að allt sé á réttri leið. Bestu kveðjur Þórhalla og co
Frábært að lesa það að Arndís Inga sé að ná sér.
Gangi ykkur vel áfram.
Kveðja Vigga og co.
Gott að heyra að Arndís sé að ná sér. Knús á ykkur öll
Kv Kristín
Elsku Helga gott að þetta er allt á réttri leið, gangi ykkur vel
bestu kveðjur frá Hornafirði
Sigga Lár
Takk fyrir kveðjurnar. Við bíðum enn eftir að fá brottfararspjaldið:) Arndís Inga er orðin sjálfri sér lík, svaf að vísu aðein of lítið og er frekar pirruð þessa stundina.
Ég verð nú að viðurkenna það að forðabúr þolinmæðinnar er á þrotum... en það lagast vonandi:)
Hafið það gott elskurnar mínar
kv. Helga
Gott að heyra að Arndís Inga er að ná sér, það er aldrei gaman að lenda með kríli inn á spítala!! Það borgar sig að reyna að vera þolinmóður:-) Vonandi fáið þið bara fljótt faraleyfi.
kv. frá Hrísbraut 12
Gott að heyra að litla daman er að hressast. Vonandi fáið þið heimfaraleyfi sem fyrst og getið tekið upp daglega rútínu.
Bestu kveðjur
Ella Dögg
Post a Comment
<< Home