Saturday, November 10, 2007

Arndís Inga veik

Komið þið sæl. Ég ákvað að setja inn nokkrar línur til að leyfa ykkur að fylgjast með. Arndís Inga fékk sýkingu á fimmtudaginn sem endaði með því að hún var lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri til að fá fúkkalyf í æð. Við vonum að hún sé að jafna sig, alla vega var hun hitalaus í morgun og ég held að bólgan, sem er undir kjálkanum á henni, sé aðeins að hjaðna. Læknar eru að vísu ekki alveg með það á hreinu af hverju sýkingin stafar og það er verið að rannsaka það.
Arndís Inga hefur verið frekar pirruð og lætur læknana frétta það í hvert sinn sem þeir yrða á hana. Hilmari Þór finnst þetta frekar spennandi og ætlar sko að láta læknana kíkja á tvö blóð á fætinum á sér í dag.
Ég skrifa hér inn aftur þegar eitthvað meira er að frétta.
kv. Helga

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ÆI leiðinleg að heyra!! elsku litla dúllan :-(

Var þetta þá ekkert ofnæmi eins og að við vorum búnar að finna út....
Jæja, hún verður fljót að jafna sig sterka stelpan!

Vona að læknarnir finni "blóðið" Hilmars...sennilega bara mjög spennandi hjá honum kallinum....æ ég hefði kíkt á ykkur ef ég hefði vitað af ykkur á Akureyri, ég var þar í gær..ein á ferð...
Jæja knús Elsku Arndís Inga rjómabolla :-)
Kv Jóhanna Húsavík

9:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Æ,æ leitt að heyra elsku krúsína.... Vonandi batnar þér fljótt:)
En við værum sko alveg til í að sjá nokkrar myndir af ykkur. Vildi óska þess að þið væeuð hér það væri svo gaman að geta leyft þeim að leika saman...

Jæja gangi ykkur vel:)

Kveðja Signý

10:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ hvað er leiðinlegt að heyra þetta. Reyni að hringja í þig á morgun að heyra fréttir. Knús á þig elsku Helga mín og co. Hugsa til ykkar. Elsa Lára og co.

12:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir falleg komment stelpur mínar, gott að vita að þið hugsið til okkar. Annars held ég að þetta sé allt á réttri leið og mér sýnist bólgan hafa hjaðnað töluvert í nótt. Nú er ég að bíða eftir að læknirinn skoði hana og þá vitum við framhaldið.
Kv. Helga

8:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl verið þið!
Ég vona að litla snúllan sé orðin sprækari, alltaf erfitt að standa í svona veikindabrölti :-/

Leyniorðið okkar er nafnið á fylkinu okkar í Ameríkunni :-) Endilega kíktu á síðuna.

Knús, knús úr Hornafirðinum,
Árdís

10:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að fá smá fréttir af ykkur, en ekki gott að heyra að Arndís litla sé veik. Vonum að hún sé öll að koma til og sé búin að jafna sig þegar þú lest þetta.
Knús og kossar til ykkar frá Lúx, Jóhanna

1:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

úff æ æ, litla prinsessan bara lasin.... við sendum henni hlýjar kveðjur og ykkur öllum, það er svo erfitt fyrir alla að standa í veikinudm :S Batakveðjur frá okkur öllum hér

6:50 PM  

Post a Comment

<< Home