Monday, August 06, 2007

Sveitalífið:)

Jæja tími á smá blogg.... Nú er sko heldur betur farið að styttast í að vinnan og leikskólinn byrji, aðeins nokkrir dagar og það er ekki laust við að smá hnútur sé farinn að myndast í maganum á mér. Nú er bara verið að nota síðustu daga frísins í að slaka á, sinna gestum, búa til pall og e.t.v. að mála þakskeggið.
Það er búið að vera nokkuð gestkvæmt hjá okkur undanfarið og vil ég nota tækifærið og þakka öllum gestunum fyrir komuna, það er svooo gaman að fá gesti:)
Elsa Lára og Rúnar komu í dag og misstum við kellur okkur í að skoða gistimöguleika í Ammeríkunni...ohhhh það er svo gaman. Við erum nefnilega að spá í að skella okkur í jólainnkaupaferð til Boston eða Minneapolis 19.-22. október því þá verðum við báðar í vetrarfríi frá kennslunni:) Já það verður bara gaman!
Nú er ég að bíða eftir að húsbóndinn komi heim, klukkan er að skella í tíu og börnin loksins sofnuð. Það var smá möguleiki á að hann yrði í fríi þessa viku en því miður gekk það ekki eftir...æi við vorum eiginlega að vona það svo við gætum aðeins sinnt fjölskyldunni áður en skólalífið tekur við, nú og auðvitað klárað að smíða pallinn:)
Jæja best að hætta þessu bulli því ég hef ekkert merkilegt að segja
kv. Helga

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Innilegar þakkir fyrir okkur Helga mín, þú ert algjör meistarakokkur og vá hvað húsið ykkar er glæsilegt. Hlakka til að koma þegar potturinn er mættur á pallinn, híhí.
Og já það verður meiriháttarí Ameríku hjá okkur :-) Þá plönum við útilegurnar á næsta ári, förum í margar búðir og kannski í tívolí :) Knús, Elsa Lára

1:16 AM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

æ hvað ég vildi að ég byggi í Minneappolis því þá gæti ég hitt ykkur.
Kannski seinna, Svanfríður.

7:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

ohh.. ég skil hnútinn í maganum, en ég get ekki annað en hlakkað til að byrja í skólanum! Þá er maður líka í fríi um helgar og getur kannski litið oftar til ykkar, því ég viðurkenni að við höfum ekki verið alltof dugleg við það! Mér finnst þetta sumar bara búið að líða á ógnarhraða og þó maður sé alltaf á haus þegar maður á frí, þá er eins og maður komist aldrei yfir allt sem manni langar til að gera! Vonandi sé ég ykkur sem fyrst.. :)

1:08 PM  
Blogger hilmartor said...

Elsa Lára: Verði ykkur að góðu, þið eruð ávallt velkomin:)vááá hvað ég hlakka mikið til þann 19. okt!!!! Það er eins gott að fara að koma sér í form svo maður eigi einhvern séns í allar verslanirnar:)
Bjogga: Já við verðum að fara að heyrast, allt of langt síðan síðast. Skellirðu þér ekki bara til Minneapolis í okt.?
Svanfríður: Já það væri sko heldur betur gaman. Hvað er langt flug frá Chicago til Minneapolis?
Ásta Margrét: Já við hittumst vonandi oftar í vetur en við höfum gert í sumar.

4:01 PM  
Blogger Ester said...

nýtt og ferskt blogg á biggster með myndum og alles úr brúðkaupi ...

12:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

hvað er að ske í sveitinni?

ekkert að ske allavega á Húsó...nánar tiltekið í Brún...
bæ bæ ;-)

12:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka til að vita hvernig nýja vinnan leggst í þig. Ég sit hér á netflakki að reyna slökun.
kv. Bára

1:05 PM  

Post a Comment

<< Home