sveitalífið
Sælt veri fólkið. Nú er maður óðum að jafna sig á júróvisionkeppninni og kosningunum, guði sé lof að þetta er búið! Næst á dagskrá er að fara að þrífa veiðiheimilið því ég uppgötvaði það allt í einu í gær að veiðiseasonið byrjar um næstu helgi (mér sem fannst það alltaf svooooo langt í burtu), ég ætla því að skella mér með Arndísi Ingu í vagninum og nota svefninn hennar í að þrífa eldhúsið og borðstofuna. Ása kemur svo seinnipartinn og þá hlaupum við yfir stofuna, baðherbergin og herbergin:) Á fimmtudaginn er stefnan svo tekin á borg óttans og ætla ég að bruna á fjólubláu corollunni minni með börnin, en að sjálfsögðu fær Árni Pétur ekki að koma með heldur skal hann gera svo vel að vinna myrkranna á milli í Nesi (greyið hann að eiga svona erfiða konu:) svo við getum einhvern tímann flutt inn í þetta blessaða hús okkar.
Annars er það helst í fréttum hér á bæ að Árni Pétur er loksins búinn í náminu, sendi síðasta verkefnið í fyrrakvöld þannig að nú bíðum við bara eftir útskrifitinni:)
Annars er búið að vera andstyggilega kalt undanfarnar tvær vikur og má segja að við höfum heldur betur fengið að gjalda fyrir hitabylgjuna um daginn. Mér sýnist þó dagurinn í dag ætla að vera ágætur, 7 stiga hiti og bjart... svo er bara að vita hvort það haldist:0)
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að hjálpa Hilmari Þór í fötin sín því leikskólinn fer að byrja. Hafið það gott og passið ykkur að brenna ykkur ekki á sólinni;0)
kv. Helga
p.s. ég sá að Pési skellti sér með myndavélina út í Nes í morgun, aldrei að vita nema við förum að setja inn myndir fljótlega.
Annars er það helst í fréttum hér á bæ að Árni Pétur er loksins búinn í náminu, sendi síðasta verkefnið í fyrrakvöld þannig að nú bíðum við bara eftir útskrifitinni:)
Annars er búið að vera andstyggilega kalt undanfarnar tvær vikur og má segja að við höfum heldur betur fengið að gjalda fyrir hitabylgjuna um daginn. Mér sýnist þó dagurinn í dag ætla að vera ágætur, 7 stiga hiti og bjart... svo er bara að vita hvort það haldist:0)
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að hjálpa Hilmari Þór í fötin sín því leikskólinn fer að byrja. Hafið það gott og passið ykkur að brenna ykkur ekki á sólinni;0)
kv. Helga
p.s. ég sá að Pési skellti sér með myndavélina út í Nes í morgun, aldrei að vita nema við förum að setja inn myndir fljótlega.
7 Comments:
Hlakka til að hitta ykkur á fimmtudaginn. Kv. Bára
Til hamingju, Pési, með áfangann!:) Þér hafur þá tekist að gera upp hug þinn, Helga mín, varðandi kosningarnar!;) ..maður var náttúrulega kominn með alveg upp í kok á þessu kosninga-rugli! Sjáumst svo vonandi sem fyrst!:)
Til lukku með stóra K-ið Pési ;) Orðinn löglegur kennari !!!
Addi verður glaður að heyra að Hilmar Þór sé á leiðinni í bæinn. Hann er oft að tala um hvort hann geti ekki heimsótt Hilmar Þór og vill þá stundum fara til Jórunnar og leika við unglinginn hennar hann Hilmar Þór frekar en engan.
Kv. Magga G.
jæja pési þá geturu loksins hætt að kenna í synd. til hamingju með áfangann ...
kveðja úr 30 stiga hitanum og sólinni á flórída ;)
ester
Hlakka til að sjá myndir úr Nesi og gangi ykkur vel að þrífa Veiðó.
Kveðja frá Lúx, Jóhanna og co
Hæ hæ! Hér í Odense er ég sko sólbrennd eftir steikina í gær 25° hiti ca og í dag skýjað og 21° hiti. Annars vona ég ykkar vegna að þið getið bráðum farið að flytja inn. Spennt að sjá útkomuna. Heyri í ykkur seinna.
KV. Matta
Post a Comment
<< Home