Thursday, May 10, 2007

Eurovisionfrat!

Já ég segi það og skrifa EURIVISIONFRAT! Æi mér finnst þetta asskoti súrt.. ég sem var farin að hlakka til laugardagsins en ætli maður nenni nokkuð að eyða tíma í að horfa! Ég held að málið sé að skipta keppninni í tvennt; ein keppni fyrir A-Evrópu og ein fyrir V-Evrópu! Ef það verður ekki gert held ég að við getum allt eins hætt að taka þátt!!!!
Nóg um það.... Af okkur er heldur lítið að frétta. Lífið gengur sinn vanagang... vinna í Nesi, vinna í Nesi, vinna í Nesi og ég verð að viðurkenna það að ég er alveg að verða búin að fá nóg af þessum blessuðu framkvæmdum. Ef þið eruð að hugsa um að kaupa og gera upp eða byggja sjálf hafið bara samband við mig og ég skal ráðleggja ykkur heilt í þeim efnum:)
Arndís Inga er aftur komin með útbrotin sem hún fékk þegar hún kláraði pensillinskammt nr. 1 nú þegar tveir dagar eru liðnir frá því hún kláraði skammt nr. 2. Ætli að ég verði ekki að hafa samband við lækni á morgun til að skoða hana. Svo er ég farin að hugsa mér til hreyfings, þ.e.a.s. ef Arndís nær sér almennilega. Annað hvort er stefnan tekin austur á bóginn eða suður á bóginn, kemur allt í ljós í næstu viku.
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að sofa í hausinn á mér. Þar til næst TJÁ
kv. Helga

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eurovisionfrat...sammála þessu. Auðvitað var Eiríkur Hugason(eins og Tómas Orri kallar hann) laaangggbestur. Annars allt fínt að frétta af Hrísbraut 12, húsmóðirin á leið til Danmerkur að læra í 3 vikur!!! Skilja kall og börn eftir heima:-( Þau kíkja reyndar í restina til okkar og þá höfum við það svoldið næs.

Heyrumst fljótlega
Matta

12:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

Held einmitt að það verði að fara að skipta þessu í Austur-og Vestur-Evróvision. Úrslitin í gær voru bara svona upptalning á landafræði Vestur-Evrópu. Ég lýsi bara frati í þessa keppni :(
Bið að heilsa genginu, Jóhanna

6:42 AM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég náði ekki að fylgjast með keppninni því miður en ætlaði að horfa á hana á netinu. Núna nenni ég því bara alls ekki og ég er fúl yfir þessari andskotans evróvisjón pólitík. þessi keppni missti allan sinn sjarma eftir að hún varð opnuð fyrir öllum "hinum" löndunum og þegar allir máttu syngja á ensku. það er mín skoðun og við hana stend ég!:)

3:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já Eiki greyið komst ekki langt, en vonandi vaknaðir þú vel í "hausinn á þér"
Já heyrðu Helga mín, við ættum að stofna skóla..eða í það minnsta hafa svona námskeið þau gætu heitið "gerum upp hús og missum vitið" (skyndihjálparnámskeið) eða þannig líður mér allavega stundum þó að við tökum þetta ekki á sama hraða og síðasta hús...en núna er semsagt allt í gangi inn á baði hjá okkur loksins...
Og Nes er nú allt að smella saman og ÞAÐ verður ÆÐI!
En jæja...bestu kveðjur í Aðaldalinn...sem er aðaldalurinn að mínum mati..hlakka til súper labbitúrsins okkar ;-)
Kveðja Jóhanna bóndi á Brún í Húsavíkurhreppi ;-)

7:52 PM  
Blogger Ester said...

Æji vá, eurovision er hvort eð er kúkakeppni með glööööötuðum lögum, klæðskiptingum og kynskiptingum og kókaínfíklum og einhverju evrótrash rembingi sem ekki nokkur helvita maður nennir að horfa á ... horfiði bara á kosningasjónvarpið í staðin. Hringið svo í mig og segið mér hvernig fer .. ég verð uppá bókasafni grátandi.

ester

2:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég fæ hroll við tilhugsunina að byrja á framkvæmdum. Stundum langar mig bara að flytja í tilbúið hús en það er ekki í boði eins og er :) En hafðu það gott elsku Helga mín og co :) Og ekki gott að daman sé komin mep útbrot. Ég hringi í þig í vikunni sem fer að hefjast :)

7:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sammála með Eurovision, nokkuð sammála líka með framkvæmdir, en ég hef komsit í gegn um þetta með því að taka þetta á sálfræðinni, hugsa á sama hátt og þegar ég fæ sterasprautur.... það er búið það sem búið er og þá er það ekki eftir :) :) :) nokkuð gott, hreint ekki slæmt :) kveðja til ykkar allra, Nína

11:38 PM  
Blogger Svava said...

Hæhæ!
Jæja þá kíki ég loksins í heimsókn á þessa glæsilegu síðu. Gaman að sjá hvað börnin eru orðin stór og myndrleg og greinilega alltaf nóg að gera í sveitinni:-) Vonandi fá þær frænkur Arndís og Ásrún tækifæri til að hittast, það gæti alla vega orðið fjör á ættarmótum í framtíðinni;-)
Kveðja úr Kópavogi
Svava Björk

9:40 AM  

Post a Comment

<< Home