Wednesday, April 18, 2007

afmæli, saumó, gítarnám og sólóplata::)

Komið þið sæl og blessuð og takk fyrir öll kommentin. Ætli að það sé ekki best að skella inn nokkrum orðum fyrir svefninn.
Af okkur er það helst að frétta að Pési er orðinn þrjátíu og.... og er auðvitað orðinn allt annar maður, mun þroskaðri en í fyrradag:) Ég hafði reyndar boðið í saumaklúbb á mánudaginn en mundi svo að hann átti afmæli (uss ég hefði nú látið heyra í mér ef hann hefði skipulagt eitthvert strákageim á afmælinu mínu) þannig að ég breytti plönunum og hélt hann í kvöld í staðinn. Núna er ég því alltof södd og að því komin að æla (eins gott að það er heill mánuður í næsta klúbb:)
Pabbi kemur á morgun í þrælabúðir til okkar og Magga hringdi í mig áðan og sagðist hafa verið að bóka flug fyrir Stefán fyrstu helgina í maí. Það er því útlit fyrir það að framkvæmdirnar fari að ganga... hörkutól þar á ferð! Við flytjum því vonandi inn fyrir sumarið;)
Þessa dagana er ég mjög áhugasamur kennari (enda ekki starfandi sem slíkur þessa dagana:) og þykist ætla að fara að læra á gítar. Ég held að það sé mjög gott (sérstaklega fyrir mig sem held varla lagi) að kunna að spila á gítar þegar ég fer að kenna 7 ára börnum, hann getur þá yfirgnæft mína fögru tóna. Svo er bara að bíða og sjá hvort ég komi því í verk..... skilst nefnilega að það geti reynt dálítið á þolinmæðina og því er best að segja sem minnst og gera sér ,,hæfilegar" væntingar í þeim efnum. En annars stefni ég svo á útgáfu minnar fyrstu sólóplötu innan árs.......
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að halla mér, er með hálfgerðan hausverk og því best að láta staðar numið hér!
Góða nótt.
Kv. Helga

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú verður ekki lengi að læra nokkur grip á gítarinn, það er bara að venjast nýrri fingrafimi en hún kemur fljótt. Taktu fyrst g c d gripin því með þeim geturðu spilað helling af lögum. Einnig er til fullt fullt af lögum þar sem röddin þarf endilega ekkert að njóta sín, þ.e. skemmtilegir textar, handahreyfingar, stapp og klapp. Ohh, nú klæjar mig í fingurna....

12:57 PM  
Blogger hilmartor said...

Takk fyrir góð ráð Svanfríður mín. C skal það vera heillin;)
kv. Helga

1:22 PM  
Blogger Ester said...

... helga, ef ég á að taka pésa á þetta þá hlýturu að vera að segja mér að þú ætlir að gera öll verkefnin fyrir mig !!!


það er sko ekki slæmt!

Eitt 20% skilaverkefni í opinberri stjórnsýslu verður að vera tilbúið á föstudaginn takk :)

1:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

hehe...gott hjá þér að ætla að læra á gítar! þessi aldur er náttúrulega ótrúlega skemmtilegur, og ég þykist nú þekkja flest börnin sem koma í bekk til þín...þau eru svoo yndisleg, þú átt eftir að fíla þig vel held ég..
Gott að framkvæmdir eru að bresta á aftur..ekki væri verra að fá myndir...en ok..kannski maður ætti að kíkja...kannski í næstu viku eftir vinnu já mér? einhverntíman seinnipart næstu viku..verð í sambandi...
Til hamingju með gamla manninn á heimilinu...hmmmm, sennilega er hann þó yngri en ég...allavega sjáumst!!! kv Jóhanna

3:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Pési minn og til hamingju með kennarastöðuna Helga :-) Lýst vel á gítarplönin ;-)

Baráttu kveðjur í húsbreytingarnar - bíð spennt eftir svona before and after myndaseríu af öllu húsinu.

Bestu kveðjur - Þórey

9:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvernig gengur gítarnámið, ertu ekki alveg örugglega nógu þolinmóð í námið?

10:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Lýst vel á að þú farir að læra á gítar!:) Það á sko eftir að vekja heilmikla lukku hjá börnunum. Það er líka rétt hjá Svanfríði þegar maður kann G-C-D, þá er maður orðinn fær í flestan sjó.. að minnsta kosti partýfær!;) ..og ég mun sko vera fyrst til að kaupa sólóplötuna.. hljóp strax og gróf upp svefnpokann, þegar ég las þetta, svo ég er klár í biðina fyrir utan búðina!;) Þú lætur mig bara vita dagsetninguna þegar nær dregur... hehe..

11:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ester: eitt verkefni er nú písofkeik! Eini gallinn er sá að ég hef ekki hundsvit á opinberri stjórnsýslu, er það eitthvað ofan á brauð?
Jóhanna: Endilega lítið á okkur við tækifæri. Það stendur til að flísaleggja um helgina þannig að það verður gaman að skoða í næstu viku:)
Þórey: Takk fyrir góðar kveðjur. Við setjum fljótlega inn myndir, höfum ekki verið dugleg síðustu misseri en nú erum við með fögur fyrirheit.
Bára: vóóó slow down systir, ég er nú bara rétt farin að tala um gítarnámið, á eftir að kaupa mér gítar og finna einhvern til að kenna mér. Vonandi kem ég þessu þó í verk.
Ásta Margrét: Gat það nú verið að þú myndir einungis sjá notkunargildi gítarnámsins við partýhöld:) Hvað varðar sólóplötuna þá er ég að leita að söngkonu til að syngja fyrir mig (ég hreyfi svo bara varirnar og allir halda að það sé ég sem sé að syngja). Ertu til?

11:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!!!!!

1:40 PM  
Blogger hilmartor said...

Takk fyrir Svanfríður mín og sömuleiðis:)

4:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt sumar elsku Helga og fjölskylda! Vá hvað húsið ykkar er að verða glæsilegt, engin smá breyting af myndunum að dæma. Maður verður endilega að kíkja norður þegar maður flytur aftur heim. Tala nú ekki um til að kíkja á litlu gríslingana sem eru alveg súpersæt systkini. Oh...talandi um saumaklúbba...hvað ég væri til í almennilegt íslenskt góðgæti eins og heita brauðrétti, íslenska osta, súkkulaði, lakkrís, íslenskt vatn...svo fátt eitt sé nefnt! Læt mig hafa það að gúffa í mig bandaríska gúmmulaðinu þangað til ég kem heim :-/
Bestu kveðjur til ykkar í sveitasæluna frá Idaho,
Árdís.

5:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Helga mér lýst vel á þetta vertu búin að læra á hann áður en við hittumst vinkonurnar... Langar að sjá myndir af börnunum og húsinu... Var að setja nnýjar myndir inn hjá okkur..
Kveðja Signý

5:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ mín kæra og takk fyrir síðast. Þetta voru magnaðir fimm dagar og við komum væntanlega aftur í júlí. Var yfir mig hrifin af Nesi og framkvæmdunum þar.. þið eruð búin að vinna stórkostlegt verk þar..
Kiss og knús til allra og farið nú að koma út í sólina.
Kv. Þóra

5:53 PM  

Post a Comment

<< Home