Nóg að gera í blogginu:)
Komið þið sæl, mikið rosalega er ég glöð og þakklát fyrir öll kommentin, þið eruð alveg æðislegar allar saman:)
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við sveiflumst á milli þess að vera að fara suður eða ekki. Í gær vorum við á því að við værum ekki að fara því það var ekki laust pláss fyrir Árna Pétur með vélinni til Minneapolis. Í dag er staðan hins vegar sú að við erum að fara á morgun því það kom í ljós að hann kemst með. Svo er bara að vita hvort planið haldi áfram að breytast á morgun...
Annars höfum við verið að taka svefninn hjá Arndísi föstum tökum. Ég svaf í öðru herbergi síðustu tvær nætur og fannst mér það MJÖG ERFITT. Vááá hvað maður getur verið skrýtinn! Daman vaknaði um miðnætti (eftir tveggja tíma svefn) og grét í rúman hálftíma áður en hún gafst upp, vá hvað ég var tæp á því að gefast upp og fara fram! Það er alveg með ólíkindum hvað maður getur verið ruglaður, ég var búin að telja sjálfri mér trú um að það væru alveg að verða liðnir 3 tímar frá síðustu gjöf og þá væri í rauninni allt í lagi að fara og gefa henni:) Um leið og ég ætlaði af stað sofnaði hún, hjúkk! og viti menn klukkan 3:30 vaknaði ég og sú stutta var enn sofandi. Ég lá andvaka í rúminu í rúma klukkustund en þá vaknaði hún (loksins:) og ég hljóp inn í herbergi:) Já svona er Ísland í dag hjá klikkaðri móður. Svo er bara að bíða og sjá hvernig næsta nótt verður!
Sökum óvenju mikils svefns undanfarnar tvær nætur hef ég séð mér fært að mæta út í Nes og vinna á meðan Arndís Inga hefur sofið í vagninum. Staðan þar er sú að Árni Pétur er byrjaður að leggja parket upp á ganginn og ég er byrjuð að mála stofuna. Það var svo gaman að sjá fyrstu parketflísina á gólfinu, ímyndunaraflið fór alveg á fullt og ég sá þetta allt fyrir mér fullbúið! Ég held að þetta verði alveg FRÁBÆRT. Nú er bara að virkja þolinmæðisgenið enn eina ferðina....
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Er að fara að taka á móti Hilmari Þór úr leikskólanum, dressa hann upp og keyra hann í afmæli til vinar síns (í fyrsta skipti sem hann fer einn í afmæli, vá hvað hann er orðinn stór)
Hafið það gott þar til næst
kv. Helga
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við sveiflumst á milli þess að vera að fara suður eða ekki. Í gær vorum við á því að við værum ekki að fara því það var ekki laust pláss fyrir Árna Pétur með vélinni til Minneapolis. Í dag er staðan hins vegar sú að við erum að fara á morgun því það kom í ljós að hann kemst með. Svo er bara að vita hvort planið haldi áfram að breytast á morgun...
Annars höfum við verið að taka svefninn hjá Arndísi föstum tökum. Ég svaf í öðru herbergi síðustu tvær nætur og fannst mér það MJÖG ERFITT. Vááá hvað maður getur verið skrýtinn! Daman vaknaði um miðnætti (eftir tveggja tíma svefn) og grét í rúman hálftíma áður en hún gafst upp, vá hvað ég var tæp á því að gefast upp og fara fram! Það er alveg með ólíkindum hvað maður getur verið ruglaður, ég var búin að telja sjálfri mér trú um að það væru alveg að verða liðnir 3 tímar frá síðustu gjöf og þá væri í rauninni allt í lagi að fara og gefa henni:) Um leið og ég ætlaði af stað sofnaði hún, hjúkk! og viti menn klukkan 3:30 vaknaði ég og sú stutta var enn sofandi. Ég lá andvaka í rúminu í rúma klukkustund en þá vaknaði hún (loksins:) og ég hljóp inn í herbergi:) Já svona er Ísland í dag hjá klikkaðri móður. Svo er bara að bíða og sjá hvernig næsta nótt verður!
Sökum óvenju mikils svefns undanfarnar tvær nætur hef ég séð mér fært að mæta út í Nes og vinna á meðan Arndís Inga hefur sofið í vagninum. Staðan þar er sú að Árni Pétur er byrjaður að leggja parket upp á ganginn og ég er byrjuð að mála stofuna. Það var svo gaman að sjá fyrstu parketflísina á gólfinu, ímyndunaraflið fór alveg á fullt og ég sá þetta allt fyrir mér fullbúið! Ég held að þetta verði alveg FRÁBÆRT. Nú er bara að virkja þolinmæðisgenið enn eina ferðina....
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Er að fara að taka á móti Hilmari Þór úr leikskólanum, dressa hann upp og keyra hann í afmæli til vinar síns (í fyrsta skipti sem hann fer einn í afmæli, vá hvað hann er orðinn stór)
Hafið það gott þar til næst
kv. Helga
9 Comments:
Ég verð nú bara að segja að Arndís er ALVEG eins og Hilmar Þór! ;) Hún er bara mini útgáfan af honum! Og gullfalleg eins og bróðir sinn... Gangi ykkur vel með framkvæmdir, þetta lítur ekkert smá vel út hjá ykkur :)
Kveðja úr borg óttans,
andrea eiðs
Já það þarf ekkert að breyta því sem fullkomið er, er það nokkuð?
kv. Helga
Nei, engin ástæða til þess ef vel hefur tekist til ;)
Fær maður ekki að sjá fleiri myndir af framkvæmdunum??
Kv, Lúx-frúin
Flott að þú varst dugleg Helga og gafst þig ekki!!! Vertu svo dugleg og haltu áfram að taka út næturgjafirnar ALVEG ;) Þá fyrst getur þú farið að tala um góðan svefn.
Jæja, eruð þið á leiðinni suður eða ? Vonast allavega til þess að sjá ykkur. Kveðja, Elsa Lára.
Gangi þér áfram vel með brjóstalitlar og svo að lokum brjóstahorfnar nætur (mikið var þetta góð íslenska!)
Þú ert svo biluð! hehe.. Vona samt að þetta gangi allt vel og þú farir að sofa vel á næturnar!:) Það er frábært hvað gengur vel í Nesi. Ég skil að ímyndunaraflið hafi farið á flug við parketlagninguna, það er eitthvað sem SÉST!;) Gangi ykkur rosalega vel og skemmtu þér í borginni... ef þið farið!:)
vaaaá.. nýtt blogg kannski ???
Post a Comment
<< Home