Friday, March 23, 2007

Tími á blogg

Jæja góðir hálsar, ætli að maður verði ekki að brjóta odd af oflæti sínu og skrifa nýtt blogg þó svo að ekki séu komin 10 komment!
Héðan úr sveitinni er allt við þetta sama. Nes mjakast áfram, eldhúsinnréttingin er komin upp fyrir utan borðplötu og tæki. Næst á dagskrá er svo að leggja parket á svefnherbergin og ganginn, tína upp skápa og losna þannig við draslið úr stofunni svo hægt verði að mála og græja hana.
Við ætluðum að skella okkur í borgina um helgina. Pési ætlaði að fara á landsæfingu björgunarsveitanna á Vík en hætti við. Pési er svo að fara til Minneapolis með Hemma og Ester næstu helgi þannig að ætli að ég reyni ekki bara að draga hann af stað á miðvikudag eða fimmtudag í staðinn. Svo vitum við ekki alveg hvað við eigum að gera um páskana, mig langar dálítið að vera fyrir sunnan en vitanlega gerist þá ekkert í Nesi á meðan, þannig að við getum ekki alveg ákveðið þetta strax.
Börnin eru alltaf jafn yndisleg. Ég er að vísu búin að venja Arndísi Ingu á að drekka 3-4 sinnum á næturna úpppps... Æi maður er bara svo ruglaður þegar maður vaknar á næturna og ég einhvern veginn er búinn að setja hana á spenann áður en ég veit af. Hún hefur því lært að með því að vakna á tveggja tíma fresti, gráta dálítið svo mamma vakni og passa sig að sofna ekki þó mamma reyni að gabba mann með snuðinu þá fær maður sopann sinn:) Já svona er lífið, börnin lesa mann eins og opna bók!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Endilega kommentið því það gleður svooo mitt litla hjarta.
Yfir og út
Helga

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég er fyrst vei,vei... Loksins komið blogg hjá ykkur en það vantar myndir:) Kannast við þetta með brjóstagjöfina það er alveg agalegt hvað maður getur verið latur á nóttunum en við getum glatt okkur á því að þetta er svo fljótt að líða og þessu líkur fyrr en seinna:) Þær verða farnar að sofa allar nætur áður en við vitm af....

3:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Loksins nýtt blogg. Það verður nefnilega að blogga svo einhver kommenti. Vitið þið um einhverja sem vilja kaupa sér labrador hvolpa, á 4 til sölu heima hjá mér. Endilega koma og skoða og kaupa.

3:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Loksins kom blogg :) En ég hlakka til þess að sjá þig fyrir sunnan eftir nokkra daga. Stoppar þú eitthvað á Skaganum? Verðum endilega að taka göngutúr og fara á kaffihúsið Skrúðgarðinn :) En hlakka allvega til að sjá þig og ykkur. Bestu kv. Elsa Lára.

3:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ!
Gott að það gengur vel í Nesi! Hvenær er stefnan tekin á flutning?
Gangi ykkur vel!
Sjáumst kannski bara um páskana!! Þ.e.a.s. ef þið komið suður...
Kv. Selfossmærin

6:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ!
Kvitt, kvitt.....
Ákvað að skrifa tvisvar af því að ég hef stundum svindlað og bara kíkt á síðuna... Þú lofar þá líka að setja inn myndir þegar það verða 10 búnir að commenta.... ;-)
Kv. Ingunn

6:39 PM  
Blogger hilmartor said...

Glæsilegt hjá ykkur stelpur, svona á þetta að vera.
Ingunn: Auðvitað set ég inn myndir ef kvittað verður nógu oft:)
Signý ég tek undir með þér að dömurnar verða orðnar unglingar áður en við vitum af og þá vökum við allar nætur við að bíða eftir að þær komi heim:)
Elsa: Kaffihús hljómar alltaf vel:) Vonandi gefst tækifæri til þess.
Bára: ég skal auglýsa vel hér á þessum slóðum.

8:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

HÆ hæ!
Hlakka orðið til að knúsa ykkur þegar þið komið í bæinn. Þið verðið líka að koma og skoða litlu hvolpana mína. Kv. Bára

1:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að allt gengur vel og börnin eru yndisleg ;) Ráðlegg þér samt að taka á þessum næturgjöfum,áður en prinsessan verður stærri og frekari :S Það verður nefnilega ekkert auðveldara þá!!
Hlakka til að sjá ykkur,látið í ykkur heyra þegar þið komið í borg óttans.......

10:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halló vinkona. Mig langaði bara að kvitta fyrir sopann. Gott að heyra að framkvæmdir ganga vel. Áður en þú veist af þá verður þú komin í þitt eigið!!!

12:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að heyra að framkvæmdirnar gangi vel, hlakka svo til að sjá Nes þegar þetta verður tilbúið hjá ykkur.
Svo er bara að taka hörkuna aðeins á næturgjöfina til að venja dömuna af því að vakna svona oft. Mín reynsla var að setja pabbana í það, hehe, allavega fannst mér lífsins ómögulegt að láta litla, sæta dömu gráta bara.
Kv, Jóhanna og co

11:31 AM  
Blogger hilmartor said...

Já ætli að ég verði ekki að setja hana í hendurnar á föður sínum. Það er verst að pabbinn sefur svoooo fast að ég verð löngu vöknuð og örugglega búin að gefa henni þegar hann rumskar:)
Ég hef verið að reyna að gefa henni hinar ýmsu grautategundir, krukkumat og alles áður en hún fer að sofa en greyið kúgast svo rosalega að hún kemur engu niður. Hvað gerir maður þá?
Góð ráð óskast
kv. Helga

12:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ
Held að hún sé örugglega ekkert svo svöng, bara búinn að venja mömmu á sopann:-) Annars er lasleiki aftur á mínu heimili, litla daman orðin veik aftur. Svona getur þetta verið! Flott baðherbergið, svo er bara að sýna eldhúsið. Greinilega rífandi gangur svona þegar Pési er ekki að draga litla bíla í snjónum...hahaha.
kv. Matta og co

2:38 PM  
Blogger hilmartor said...

úbbs ætli að það sé ekki að verða kominn tími á myndir, þær koma fljótlega....

5:12 PM  

Post a Comment

<< Home