Wednesday, March 14, 2007

Svvooo erfitt í vinnunni.

Já góðir vinir heimsins gæðum er misskipt aumingja ég þurfti að aka enn eina ferðina á detti foss í dag, og enn og aftur í vondu veðri við erfið skilyrði ;) og fæ svo greitt fyrir allt saman. það er nú ekki ónýtt að vera í vinnunni með svona útsýni út um gluggan. Svo hitti ég bjarsýnista mann Íslands (eða sem staddur er þar) á leiðinni til baka, en ég ók fram á suzuki jimmy eða eitthvað svona smá hoppihjól óbreyttan með öllu algerlega jarðsunginn svo ca. 1 km frá þjóðveginum en enga ökumenn bara fótspor sem lágu til baka uppað þjóðveg, það endaði svo að ég ók fram á fólk sem var frá usa og voru á þessum bíl. en þeim langaði svo óskaplega á dettifoss að þau ákváðu að láta bara vaða, ég var mest hissa á því hversu langt þau komust en auminga fólkið viðurkenni að þau væru sennilega með heimskasta fólki sem til er og báðu mig með hvolpsbænaraugum að skutla sér eftir hjálp. En ég í góðmennsku minni bauð þeim að draga þau aftur uppá veg. Eftir að ég var búin að hnýta þessa þvagskál í bíllíki aftan í bílinn hjá mér þá steig ég allt í botn!! það var mjög fyndið að sjá þetta hoppihjól skoppa á eftir bílnum hjá mér, og leyfi ég mér að fullyrða að aldrey í veraldarsögunni hefur suzuki jimmy ferðast jafn hratt eftir snjó en þetta var svona svipað eins og þegar maður er að draga slögnu á eftir vélsleða þegar ég beygði þá skaust hann til hilðana útaf miðflóttaraflinu, og velsings fólkið var löngu búið að sleppa stýrinu og einbeitti sér bara að því að halda sér;) svo þökku þau bara fyrir á eftir alveg sneisafull af þakklæti og vildu endilega fá að borga mér formúgur fyrir björgunina (sem ég gat bara ekki þegið þar sem ég vorkenndi þeim svo mikið og svo skemmti ég mér svo vel við dráttin;).. Aumingja fólkið bjóst nefnilega við því að þrurfa að eyða næstu nótt á 'Islandi í steininum fyrir heimskuna en ég sagði þeim að það hefði nú aldrey komið til þess þar sem við höfum nú aðeins mýkra dómskerfi heldur en er í usa. allavega góður dagur



fossin fagri















á bakaleið









séð út um framrúðuna











og á bakaleið












mbk pesi og co
Posted by Picasa

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æðislegar myndir og geggjað veður! Skoðaði líka myndirnar á færslunni fyrir neðan, þær eru nú enn fallegri!:) Vá, hvað ungarnir ykkar stækka hratt! Kíki vonandi bráðlega á ykkur, fer jafnvel að ráðum Helgu og kíki um helgina!;) Sjáum til..

12:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bwaahahaha.. hefði nú viljað vera með í þessari svaðilför. Og pési, auðvitað áttiru að heimta amk 50.000 kúlur fyrir dráttinn og allavega það! En já ásta margrét, komdu í árnes um helgina !!

Annars sjáumst við bara öll hress og kát á morgun og ég hlakka til að sjá ykkur !!

ester

3:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Duglegur strákur

kv.Siggi Gunn

5:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Greinilega "status quo" í framkvæmdum eftir að ég yfirgaf svæðið.....:o)

5:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahahahah... en ógó fyndið. Pant vera bjargað næst. Sé alveg kvikindissvipinn á þér fyrir mér þegar þú varst að skrattast með Jimnyinn í eftirdragi. Hahahahaha... algjör snilld!
Þóra og Reggie

9:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Góðmennskan uppmáluð Pési:) Fallegar myndir úr báðum færslum..hafið það gott. Svanfríður

1:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Alltaf gott að fá góðan drátt!!! Hva það er bara föstudagur í mér í dag :)

5:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

hey.. nýtt blogg takk!

4:43 PM  

Post a Comment

<< Home