Wednesday, March 07, 2007

Tími á nýtt blogg

Blessuð og sæl öll sömul. Ég vil byrja á því að afsaka mikla bloggleti en ástæðan er fyrst og fremst vankunnátta mín því búið er að skipta um look á þessari blessaðri bloggsíðu og ég hreinlega komst ekki inn!
Annars hefur ýmislegt gerst undanfarnar vikur. Ég og börnin skelltum okkur í sæluna til Hornafjarðar og það var alveg frábært. Fengum bjart og gott veður (sumir eiga erfitt með að skilja það:) og náðum við að hitta ansi marga. Nonna leist ekkert á að fá okkur í heimsókn þannig að við tókum á flótta þaðan og lögðumst upp á Jóhönnu, Garðar og strákana og dvöldum þar í góðu yfirlæti.
Erla og Reynir Þór kíktu líka í heimsókn og var æðislegt að hitta þau. Sonja bauð svo í saumó og það var voða gaman að hitta allar vinkonurnar:) Sem sagt frábær ferð, takk kærlega fyrir okkur!
Eftir að við komum norður hefur verið nóg að gera, ég hef meiri að segja skellt mér í Nes að reyna að gera eitthvað aldrei þessu vant. Núna er staðan u.þ.b. svona: Baðherbergið klárast vonandi í dag, búið er að þrífa og byrjað að mála efri hæðina. Næstu daga á svo að halda áfram að mála, loka gatinu á milli stofu og elhhúss og svo tína upp skápa og innréttingar. Stefnan er svo tekin á að flytja inn fyrir sumarið:)
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Kvittið endilega fyrir komuna því það er svo gaman. Kv. Helga

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er svo ekki von á eins og einum vinnuþræl um helgina??? Gangi ykkur vel áfram ;)

5:59 PM  
Blogger Ester said...

Va ví vei vó ... já ég held eg þurfi að fara að koma í sveitina í afvötnun svei mér þá ... er að hugsa að koma um þarnæstu helgi, koma kannski á fimmtudegi og fara á manudegi, ná einni langri helgi, það yrði ljúft. En við verðum í bandi.. loksins kom blogg maður!

Nýtt blogg á biggster og fullt af myndum og líka á www.myspace.com/bigggster

12:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra smá fréttir af ykkur og gott að framkvæmdir í Nesi ganga vel. Hlakka til að sjá þetta fullklárað og endilega skellið inn einhverjum myndum fljótlega :)
Kv, Jóhanna og co í Lúx

8:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ kæru vinir.
Takk sömuleiðis fyrir frábæran tíma heima á Höfn, það var æðislegt að hitta ykkur :) Sjáumst fljótlega aftur og gangi ykkur vel áfram í framkvæmdunum!!
Bestu kveðjur
Erla og Reynir Þór

3:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kvitt, kvitt!
Gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur!

10:26 PM  
Blogger hilmartor said...

ætli að það sé ekki best að leiðrétta smá misskilning með ,,ókurteisi" Nonna. Málið var það að þegar ég kom með allt mitt hafurtask spurði Nonni greyið hvað ég ætlaði eiginlega að vera lengi, hélt sem sagt að hann myndi sitja uppi með okkur. Daginn eftir veiktist Halldóra og við lögðum því á flótta. Ég hélt því hins vegar stöðugt á lofti að ég hafi farið vegna ókurteisi hans og að hann hefði ekki viljað hafa okkur:)
kv. Helga

12:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þvílík bylting á einu baðherbergi. Það verður gaman að koma norður og sjá breytingarnar. Kv. Magga

1:23 PM  

Post a Comment

<< Home