Smá blogg
Komið þið sæl. Ætli að það sé ekki kominn tími á annað blogg frá mér. Hmmm hvað á ég eiginlega að skrifa??? Einhvern veginn finnst mér ekkert vera að frétta héðan, jú annars frá einu get ég sagt! Við fórum inn á Akureyri í gær og versluðum okkur eldhústæki, enduðum á að kaupa Gorenje eftir miklar vangaveltur. Æi ég var orðin svo leið á að velta þessu endalaust fyrir mér, búin að sjálfsögðu að fara í marga hringi í málinu og niðurstaðan var sú að kaupa það sem við sáum fyrst (er það ekki oftast þannig?)
Að öðru leyti er lítið að frétta. Við erum óskaplega löt þessa dagana, alveg með ólíkindum hvað það er erfitt að byrja aftur að vinna eftir frí! Dagurinn í dag hefur því farið í að gera ekki neitt. Ég heyrði að vísu bæði í Signýju og Erlu og það var voða gaman. Svo eru Völli og Þóra að koma í ,,góða fimm daga" hingað í sveitina og bóndinn er á fullu að reyna að skipuleggja eitthvað húllumhæ í kringum það. Aldrei að vita nema maður fái tækifæri til að skella sér á sleða og gera eitthvað skemmtilegt:)
Jæja nú er ég brunnin inni á tíma og verð að sækja Hilmar Þór á leikskólann.
Þangað til næst, hafið það gott og párið endilega eitthvað smá í gestabókina því þegar maður er í fæðingarorlofi snýst lífið og tilveran um það að skoða kommentin (nú auðvitað fyrir utan það að sinna gimsteininum:)
kv. Helga
Að öðru leyti er lítið að frétta. Við erum óskaplega löt þessa dagana, alveg með ólíkindum hvað það er erfitt að byrja aftur að vinna eftir frí! Dagurinn í dag hefur því farið í að gera ekki neitt. Ég heyrði að vísu bæði í Signýju og Erlu og það var voða gaman. Svo eru Völli og Þóra að koma í ,,góða fimm daga" hingað í sveitina og bóndinn er á fullu að reyna að skipuleggja eitthvað húllumhæ í kringum það. Aldrei að vita nema maður fái tækifæri til að skella sér á sleða og gera eitthvað skemmtilegt:)
Jæja nú er ég brunnin inni á tíma og verð að sækja Hilmar Þór á leikskólann.
Þangað til næst, hafið það gott og párið endilega eitthvað smá í gestabókina því þegar maður er í fæðingarorlofi snýst lífið og tilveran um það að skoða kommentin (nú auðvitað fyrir utan það að sinna gimsteininum:)
kv. Helga
12 Comments:
Til hamingju með nýju eldhústækin. Er ekki gott að vera bara búin að þessu og geta hætt að velta þessu fyrir sér?:) Hlakka til að sjá hvernig eldhúsið mun líta út þegar allt er komið upp. Vona annars bara að þið kíkjið í bæinn í dag og lítið við!:)
TIl hamingju með þennan áfanga .. þ.e.a.s. blöndunartækin. Görenje er það ekki bara Gucci blöndunartækjanna eða? Það held ég að þið ætlið vera fansí á því maður...
já ég sit sveitt og reyni að gera ritgerð, fann aldrei nógu og góðar heimildir, en fann svo loks alveg heeeví góða grein og tók úr henni alveg hæstánægð, svo þegar ég var komin á bls 10 þá kom bara: paiges 10 - 100 are not available unless you subscribe to blablabla fyrir litla $20 á mánuði ... ég þoooooooooli þetta ekkiiiiiiiiii !!!!!!!!!
Helga svo veistu að þú mátt alveg lesa yfir ritgerðina um helgina ef þú hefur tíma ;)
hafið það gott og knús til allra heima ..
Ester ritgerðasmiður sem er við það að fara að reita af sér hárið!
Til hamingju með Gorenje tækin :=) Frábært að þú sért búin að taka ákvörðun um tækin :)
Gangi ykkur vel í framkvæmdum. Bestu kveðjur frá Elsu Láru í framkvæmdum.
Gott að tækin eru komin á hreint. Þau eiga eftir að vera flott í Nesi, í ótrúlega flotta eldhúsinu ;)
Takk kærlega fyrir hamingjuóskirnar elskurnar mínar, jú ég er nokkuð sátt við að vera búin að lenda þessari ákvörðun:)Ég verð að vísu að viðurkenna það að mér fannst ansi skítt þegar þau sögðust vera með heimsendingu en ekki alveg í Aðaldal eftir að hafa eitt fleiri hundruð þúsundum hjá þeim. Við vorum mikið að spá í að sýna þeim fingurinn og segjast hætta við þetta allt saman en svo nenntum við því ekki!
Ester: það væri gott að fá ritgerðina fyrir helgi ef það er séns því mér skilst að helgin verði þéttskipuð.
kv. Helga
Bræðurnir hafa greinilega alveg fundið sig þarna í BNA, gott að þeir náðu aðeins að versla.
En fær maður ekki að sjá myndir líka af sætu systkinunum?? Aldrei nóg af þeim þegar maður er langt í burtu og getur ekki heimsótt.
Kv, Jóhanna og co
Var að reyna að hringja í þig í gær en þið voruð ekki heima, aldrei þessu vant. Heyri í þér í dag í staðin.
kv. Bára
Til hamingju með tækin - það styttist alltaf í að þetta verði allt tilbúið.
Ég er einnig í skýjunum því loksins er byrjað á baðherberginu mínu (tækin voru bara keypt í júní)- ég get varla beðið eftir því að prófa stóra fína baðið mitt!
Sváfum vegna framkvæmda í Ásbyrgi (sumarbústað Jóhönnu og Garðars) og fór bara ágætlega um okkur - mjög góður andi í því húsi.
Kveðja Ella Dögg og co
Til hamingju með að hafa ÁKVEÐIÐ þig ;) ég sé mig alveg fyrir þér vera að reyna að velja, ef þú ert eitthvað í líkingu við ástu margréti þá fæ ég bara hroll við tilhugsunina ;)
En hafið það gott í sveitinni !
kv - andrea
Þetta er bara allt að koma hjá ykkur. Ég hlakka til að gera mér ferð norður fljótlega og kíkja á þetta hjá ykkur... aldrei að vita nema ég skelli mér norður einhverja helgina og heimsæki ykkur.
Mig langar að benda Ester á að reyna að finna greinina sem hana vantar í fullri lengd í gegnum "hvar.is" en það er hægt að finna fullt af greinum í gegnum þann vef. endilega tékkaðu á þessu.
Til hamingju með eldhústækin, við erum með svona Gaura tæki, alveg hreint ágæt:)
Gott að heyra að allt sé í góðu standi hjá ykkur og að Pési hafi keypti mikið hér í Ammríku. Fjárhagur landsins er ekki upp á það besta þannig að hann kannski hjálpaði smá með kaupum sínum
Koss og knús á þig, Svanfríður og co.
Já mér sýnist nú á öllu að hún verði ekki til fyrir helgi. EN það er ekkert mál, ég finn einhvern ritgerðalesara ..
Helena Marta; takk fyrir gott tipp en hvar.is is my middle name sko ;)
hafið það gott .. og setjið nú inn smá myndir af framkvæmdum !!
Post a Comment
<< Home