Sleðaferð, fjör og pottferð:)
Já góðir hálsar mín skrapp á vélsleða í gær og váááááá hvað það var GAMAN:) Við fórum upp í Kröflu og lékum okkur í rúma tvo tíma og Ása amma passaði börnin á meðan (takk kærlega fyrir það:). Ég prófaði nýja sleðaoutfittið og var meiri að segja svo djörf að keyra sjálf (sko mína:) Þegar við komum heim skelltum við okkur svo í Álftanes að borða og karlpeningurinn (og Ásta Margrét ofur sleðagella) skelltu sér svo í heita pottinn. Sem betur fer lagði Hilmar Þór sig í gærdag þannig að hann entist alveg í fullu fjöri og við fórum ekki heim fyrr en rétt fyrir miðnættið;)
Í dag er stefnan svo tekin á slökun og svo kvöldamat í Grímshúsum, þarf einmitt að fara að heyra í Ingibjörginni og ákveða hvað skuli elda.
Annars er það helst að frétta að ég er búin að ráða mig í kennslu 2. bekkjar á Húsavík næsta vetur. Ég sótti um 80-85% stöðu og frí einn dag í viku og heyrðist mér á skólastjóranum að það myndi mjög líklega takast að raða því þannig niður fyrir mig. Mér líst því bara nokkuð vel á þetta, er að vísu að renna dálítið blint í sjóinn með þetta því ég hef aldrei kennt á yngsta stiginu áður en þetta verður bara gaman.
Af framkvæmdamálum er það helst að frétta að pabbi ætlar að koma á miðvikudagskvöldið og vera fram á sunnudag og er stefnan tekin á flísalagnir. Vonandi tekst þeim að fara langt með þá vinnu. Þetta mjakast því áfram og vonandi tekst okkur að flytja inn fyrir veiðóvertíðina.
Jæja læt þetta duga í bili, endilega verið ófeimin við að kommenta.
kv. Helga
Í dag er stefnan svo tekin á slökun og svo kvöldamat í Grímshúsum, þarf einmitt að fara að heyra í Ingibjörginni og ákveða hvað skuli elda.
Annars er það helst að frétta að ég er búin að ráða mig í kennslu 2. bekkjar á Húsavík næsta vetur. Ég sótti um 80-85% stöðu og frí einn dag í viku og heyrðist mér á skólastjóranum að það myndi mjög líklega takast að raða því þannig niður fyrir mig. Mér líst því bara nokkuð vel á þetta, er að vísu að renna dálítið blint í sjóinn með þetta því ég hef aldrei kennt á yngsta stiginu áður en þetta verður bara gaman.
Af framkvæmdamálum er það helst að frétta að pabbi ætlar að koma á miðvikudagskvöldið og vera fram á sunnudag og er stefnan tekin á flísalagnir. Vonandi tekst þeim að fara langt með þá vinnu. Þetta mjakast því áfram og vonandi tekst okkur að flytja inn fyrir veiðóvertíðina.
Jæja læt þetta duga í bili, endilega verið ófeimin við að kommenta.
kv. Helga
15 Comments:
Vá, hvað það hefur verið mikið stuð! vélsleða gella! til hamingju með vinnuna hér á Húsavík, þá færðu nú að kenna syni mínum þarnæsta vetur!! ;-) þú verður í góðum hópi...Jæja, nú líður að maður komist í frí, þannig að þá rúntum við í sveitina ykkar og leyfum börnunum að leika lausum hala :-)
Kv Jóhanna Húsavík
brun.bloggar.is
TIl hamingju með vinnuna. Þú getur vel kennt yngsta stigi því ég segi að þeir sem geta kennt mið-og unglingastigi geta líka kennt þeim yngstu:)
Takk fyrir hamingjuóskirnar. Það væri nú ekki leiðinlegt að fá að kenna syni þínum Jóhanna, og ekki væri nú síðra að fá að kenna þínum börnum Svanfríður mín. Það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér....:)
kv. Helga
TIL HAMINGJU MEÐ VINNUNA !!! já það þarf alveg örugglega einhvern til að siða þessa bölvaða húsvíkinga til og ekki veitir af að byrja snemma ! Fæ gígantíska heimþrá þegar ég heyri af öllum að leika sér á sleða og borða og pottinn í Álftanesi ... púú. Kannski pínu inní myndinni að renna norður með Rósu og Palla um næstu helgi, en það fer dáldið eftir hvernig mér gengur að læra þessa vikuna ... verð í bandi með það.
Bið að heilsa öllum heima!
Gott að helgin heppnaðist vel ;)Við hefðum alveg verið til í að vera með ykkur, ef við hefðum getað "hoppað" yfir hálft landið....
Innilega til hamingju með nýju vinnuna, Helga, þetta verður bara frábært og um að gera að byrja að ala Húsvíkingana snemma upp :)
Biðjum að heilsa í sveitina.
Kveðja úr 25 stiga hita og sól í Lúx
P.s. Til hamingju með afmælið, Pési. Vona að þið gerið eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins.
Kv, Lúx-gengið
Til hamingju með afmælið Pési ;) Sendum þér stórt knús frá okkur öllum hér :)
Ef ég man rétt þá á hann Örní Pí afmæli í dag! Til hamingju með það og til hamingju með vinnuna Helga! Þið mamma getið reynt að hafa hemil á liðinu þarna næsta vetur hehe!
Hæ skvís :) Ég skal kenna þér það sem ég kann í söguaðferðinni :) Alveg frábær kennsluaðferð :) Fínt að vinna með hana í 2. bekk.
En gangi ykkur rosalega vel í framkvæmdum. Bestu kveðjur frá Elsu Láru í framkvæmdum :)
Takk kærlega fyrir allar góðu kveðjurnar. Afmælisbarnið fékk góðar móttökur frá Hilmari Þór þar sem hann þandi raddböndin föður sínum til heiðurs, svo pakkaði hann inn gjöfinni hans og sá auðvitað líka um að opna hana:)
kv. Helga
Helga.. Til hamingju með vinnuna og Pési.. Til hamingju með afmælið!!:) Takk fyrir síðast.. þetta var magnað og verður að vera endurtekið!!:) Við vorum rosalegar Helga!!;) hehe..
Hvernig gengur að taka út næturgjafirnar??? Ertu búin að taka út allar brjóstagjafir úr svefnherberginu???
gæs ... plís!
Malla: Takk fyrir að minna mig á þetta, ætla að kippa því í liðinn í nótt. Annars hefur verið óttalegt rugl á okkur eftir þessa helgi, nú hellum við okkur í þetta:)
Post a Comment
<< Home