Sunday, April 22, 2007

Megahelgi að enda

Sælt veri fólkið. Já hann karl faðir minn er heljarmenni mikið og dugnaðarforkur! Honum (ásamt örlítilli hjálp frá Árna Pétri) tókst að flísaleggja eldhúsið, forstofuna og stigann niður í þvottahús um helgina. Ég hafði nú orð á því við hann að hann ætti svo að slaka á í dag því framundan er heil vinnuvika hjá honum í múrverkinu fyrir sunnan, en þegar við vöknuðum var hann að sjálfsögðu stunginn af út í Nes! Hann kom ekki heim fyrr en hann hafði lokið við að fúga og þrífa eftir sig... og núna stendur hann á bökkum Laxár að veiða silung og æfa sig í að kasta flugustöng svo hann geti komið í sumar og veitt lax. Ég skutla honum svo inn á Akureyri eftir kvöldmat í flug.
Svo eigum við von á smið í vinnu til okkar á morgun, jibbíjei:) þannig að það er allt að gerast í sveitinni:)
Arndí Inga náði sér í berkju-og eyrnabólgu. Hún hefur því verið á pensillini undanfarna daga og svo pústum við hana. Hún er öll að koma til og vonandi nær hún sér alveg upp úr þessu.
Hilmar Þór er alltaf jafn góður og yndislegur. Hann hefur staðið sig vel í hlutverki ,,nestissendilsins" sem felst í því að fara með nesti yfir í Nes til afa síns. Þar sitja þeir svo saman, borða og ræða um allt milli himins og jarðar. Hilmar er staðráðinn í því að verða múrari þegar hann verður stór og er fullviss um að það sé mjög gott fyrir afa hans að hafa hann til að hjálpa sér í flísalögnunum.
Jæja nú verð ég að fara að taka til mat áður en veiðimennirnir koma heim. Svo er ég alltaf á leiðinni að setja inn myndir... þær koma bráðum.
kv. Helga

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæp, mikið er gaman að allt sé að gerast hjá ykkur, gott að fá gott fólk til að hjálpa til!

maríanna náði sér í berkju og eyrnabólgu núna eftir áramótin og varð mjög veik...læknirinn talaði um að hafa bara opin glugga við rúm barnsins (svo lengi sem það er ekki frost)en það hjálpar víst til...hún hristir þetta af sér snúllan litla..
Hilmar er sko flottur vinnumaður, og ég panta hann þegar að hann verður múrari ;-)
Kveðjur til ykkar frá okkur sem komum aldrei neinu almennilegu í verk...
Jóhanna Húsavík

7:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið hefur Hilmar verið duglegur að sjá til þess að afi hans fengi eitthvað að borða í vinnutörninni. kv. Bára

10:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að eiga góðan afa, ekki spurning ;) Við vonum að Arndís Inga hristi af sér veikindin fljótt og örugglega.

10:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka til þess að sjá myndir. Vona að daman nái sér sem fyrst og knús og kossar til ykkar.
Ég fer að skella inn myndum í vikunni :) Bestu kveðjur, Elsa Lára.

11:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að Hilmar sé góður við afa sinn-ég bjóst nú ekki við neinu öðru:)

1:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

En falleg saga af litla afastraknum! Hann er orugglega alveg sami dugnadarforkurinn og afi sinn. Spennandi ad allt skuli vera ad smella hja ykkur. Verdur gaman ad sja myndir...bara svona tegar tu hefur tima ;-)
Bestu kvedjur fra Idaho,
Ardis

5:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ! ohh, hvað ég hlakka til að sjá breytingarnar í Nesi.. Frábært hvað allt gengur vel og Hilmar að sjálfsögðu í aðalhlutverki!:) vona að Arndísi fari að batna og hlakka til að fá að kreista þau bæði við tækifæri!;)

11:12 PM  

Post a Comment

<< Home