Tuesday, May 01, 2007

Veiðiferð, sund og jeppaferð

Eins og venjulega þá er nóg um að vera í sveitinni. Það er Ótrúlegt veður þessa daganna bara logn og 20 stig plús dag eftir dag..
Við fórum með Arndísi Ingu í sund í fyrsta skipti um daginn, fyrst var hún hrædd og grét en róaðist svo og fannst þetta bara fínnt.
Við fórum svo að veiða niður að á og fengum vænan urriða sem krakkarnir skiptust á um að draga, rosa gaman Andrea taldi rétt að sleppa honum "hann vill bara synda" sagði hún og svo þegar hann lág í andaslitrunum og gapti (eins og þeir gera) þá sagði hún " uss hann er að reyna að tala". Ég fór svo í jeppatúr í gær í algeru snilldar verðri, var að keyra fyrir Ragga í Seli þetta voru 10 jeppar og fullt af fólki mjög þægilegt þar sem voru gædar með þannig að ég þurfti ekkert að gera nema elta veginn fyrir framan mig. Svo er mótorhjóla tímabilið hafið og við félagarnir erum búnir að renna nokkra hringi, og Hilmar vill taka allavega einn hring á dag. Við erum búin að vera með smið í Nesi síðustu daga og þetta mjatlast allt í róleg heitunum (set inn myndir fljótlega). Það er svo brjálað að gera í náminu en það er á lokametrunum viðeigum að flytja fyrirlestur n.k. laugardag í háskólanum á Ak og þurfum svo að verja fyrirlesturinn (líkt og b.a ritgerð) og svo er bara að vona að maður nái, en eins og Ester systir veit þá er þetta bara spurningin um að vinna hlutina skipulega, vel og eyða nógum tíma í þetta þá er þetta ekkert mál...;)

i´m out pesi og co




Posted by Picasa

7 Comments:

Blogger Ester said...

Bwaaahahaha... pési your killing me here!

... geðveik mynd af Hilmari að hoppa í sundinu.

6:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá hvað myndin af Hilmari er flott. Frábært hvað veðrið er gott. Bestu kveðjur, Elsa Lára.

7:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já Arndís Inga verður farin að hoppa út í áður en varir :) Tíminn líður svooo fljótt ;)

9:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá mér þykir Hilmar aldeilis orðinn frakkur í stökkinu. Það er ekki langt þangað til systir hans fer á eftir honum. kv. Bára

10:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Greinilegt að góða veðrið er vel nýtt í sveitinni!:) Myndin af Hilmari er reyndar rosalega flott! Vona svo að ég sjái ykkur á morgun.. :)

6:01 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Frábært hvað Hilmar er óhræddur við vatnið. Ég er að fara á stúfana hér til að finna laug sem ég get farið með Eyjólf í nema þær eru nú ekki á hverju strái.
Hlakka til að sjá myndir af framkvæmdum. Gangi ykkur vel-Helga, hvernig væri að við færum nú að spjalla? Hvenær er best að ná um þig?

3:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ, Æðislegar myndir...algjört kodak moment myndin með Hilmar á flugi! glæsilegt!
Jæja...sælan er ekki mikil hér lengur...hvít jörð þegar var kíkt út í morgun...
En ok...bið að heilsa...er orðin spennt að komast loksins til ykkar!
Kveðja Jóhanna ;-) HÚSAVÍK

7:52 AM  

Post a Comment

<< Home