Helgin í hnotskurn
Komið þið sæl og blessuð. Þá er víst kominn tími á nýtt blogg.
Stebbi frændi hefur dvalið hjá okkur frá því á föstudaginn við þrældóm. Það er nú heldur betur gott að þekkja svona ,,alltmúligmann" líkt og hann, búinn að byggja sér eitt stykki hús sjálfur og getur gert nánast allt sem hægt er að hugsa sér:) Hann setti tvær hurðir upp í gær, glerhurðin á milli eldhússins og forstofunnar er komin upp og ég hlakka þvílíkt til að fara og skoða. Í dag flísalögðu þeir svo mitt herbergi eins og þeir kalla það en þar eiga þeir við þvottahúsið. Ég sætti mig alveg við að eiga það í dag, kunni ekki við að hella mér yfir þá og lesa þeim pistil um jafnrétti þegar þeir komu heim um kvöldmataleytið alveg úrvinda eftir erfiðan dag, bíð með það þar til betur stendur á:)
Pési er svotil búinn með námið, var að skila og verja lokaverkefnið sitt í gær. Nú er bara eitt lítið sjálfsmatsverkefni eftir og þá er minn maður orðinn hámenntaður kennari (og verður örugglega farinn að kvarta undan lágum launum áður en ég veit af:)
Á morgun er svo stefnan tekin á að fúga á milli flísanna (þeir höfðu að vísu orð á því að pabbi yrði að koma því þeim fyndist það eitt af því leiðinlegra sem til er:) Eftir það fylgdi svo langur lestur um hve mikil heljarmenni pabbi væri og komumst við öll að þeirri niðurstöðu að það er sko ekki fyrir hvern sem er að vinna við múrverk alla sína ævi!
Jói og Ásta komu í mat í kvöld og ég gerði mér glaðan dag og fór í sturtu og lét þau passa;0) Fyrr í dag fór ég allt í einu að hugsa um hver staðalímynd bænda væri og komst að því að orðið óþrifnaður kom þar við sögu....en það virðist haldast í hendur við vinnu í fjárhúsum og fjósum. Þar sem ég geri lítið af því að heimsækja þá tegund af híbýlum þessa dagana geri ég allt sem ég get til að tilheyra þessari starfsstétt og reyni að fara eins sjaldan í bað og sturtu og hægt er. Ég komst þó að því í dag að það er ekki nóg að fara bara í sturtu fyrir jól og páska. Óþefurinn var orðinn slíkur að ekki var hægt að bjóða gestum upp á að umgangast mig.... ég neyddist því til að fara og skola af mér:) (þarna er hugsanlega komin skýringin á gestaleysinu á bænum).
Annað held ég að sé ekki að frétta af mér og mínum þessa dagana. Setjum fljótlega inn myndir, og ef þið rekist á sumarið endilega sendið það til mín!
Kv. Helga
Stebbi frændi hefur dvalið hjá okkur frá því á föstudaginn við þrældóm. Það er nú heldur betur gott að þekkja svona ,,alltmúligmann" líkt og hann, búinn að byggja sér eitt stykki hús sjálfur og getur gert nánast allt sem hægt er að hugsa sér:) Hann setti tvær hurðir upp í gær, glerhurðin á milli eldhússins og forstofunnar er komin upp og ég hlakka þvílíkt til að fara og skoða. Í dag flísalögðu þeir svo mitt herbergi eins og þeir kalla það en þar eiga þeir við þvottahúsið. Ég sætti mig alveg við að eiga það í dag, kunni ekki við að hella mér yfir þá og lesa þeim pistil um jafnrétti þegar þeir komu heim um kvöldmataleytið alveg úrvinda eftir erfiðan dag, bíð með það þar til betur stendur á:)
Pési er svotil búinn með námið, var að skila og verja lokaverkefnið sitt í gær. Nú er bara eitt lítið sjálfsmatsverkefni eftir og þá er minn maður orðinn hámenntaður kennari (og verður örugglega farinn að kvarta undan lágum launum áður en ég veit af:)
Á morgun er svo stefnan tekin á að fúga á milli flísanna (þeir höfðu að vísu orð á því að pabbi yrði að koma því þeim fyndist það eitt af því leiðinlegra sem til er:) Eftir það fylgdi svo langur lestur um hve mikil heljarmenni pabbi væri og komumst við öll að þeirri niðurstöðu að það er sko ekki fyrir hvern sem er að vinna við múrverk alla sína ævi!
Jói og Ásta komu í mat í kvöld og ég gerði mér glaðan dag og fór í sturtu og lét þau passa;0) Fyrr í dag fór ég allt í einu að hugsa um hver staðalímynd bænda væri og komst að því að orðið óþrifnaður kom þar við sögu....en það virðist haldast í hendur við vinnu í fjárhúsum og fjósum. Þar sem ég geri lítið af því að heimsækja þá tegund af híbýlum þessa dagana geri ég allt sem ég get til að tilheyra þessari starfsstétt og reyni að fara eins sjaldan í bað og sturtu og hægt er. Ég komst þó að því í dag að það er ekki nóg að fara bara í sturtu fyrir jól og páska. Óþefurinn var orðinn slíkur að ekki var hægt að bjóða gestum upp á að umgangast mig.... ég neyddist því til að fara og skola af mér:) (þarna er hugsanlega komin skýringin á gestaleysinu á bænum).
Annað held ég að sé ekki að frétta af mér og mínum þessa dagana. Setjum fljótlega inn myndir, og ef þið rekist á sumarið endilega sendið það til mín!
Kv. Helga
7 Comments:
Sæl & blessuð!
Ég er búin að troða smá "sumri" í kassa og hann fer í póst á eftir!
Þú skalt samt ekki kvarta því það verður sjálfsagt rigning hér í allt sumar og bongó fyrir norðan...
kv andrea :)
Hér er gott veður, ég skal reyna að senda þér slatta :)
ég verð nú að viðurkenna það Helga mín að ég á þvottahúsið á þessu heimili og ég kæri mig sko ekkert um það að minn maður sé eitthvað of mikið þar inni... en kannski skipti ég um skoðun ef við eignumst börn, þá kannski gef ég honum bara þvottahúsið :) :) :) kv Nína
jó... hvað er upp með það að þrífa sig aldrei ?
Rakst á sumar í massavís mín megin við "tjörnina", skelli smá í kassa við tækifæri og sendi yfir. Allavega kemur pottþétt eitthvað með boðskortinu ... hvenær svo sem við drífum í að senda þau út :)
Hæ, hæ.. Takk kærlega fyrir okkur! Það er náttúrulega ekki að spyrja að kræsingunum þegar maður er boðinn í mat til frú Helgu! Þetta var hreint út sagt ómótstæðilegt!;) ..og smá athugasemd.. þú segir að þú hafir LÁTIÐ okkur passa meðan þú þreifst þig ..held að þeir sem vel þekkja til viti að það hafi nú ekki þurft að neyða mig hingað til í að leika við yndislegu börnin þín!;)kling, kling, kling.. hehe.. Og takk fyrir innlitið um daginn, endilega komið sem oftast!:)
Kvitt kvitt kæra fjölskylda.
Sjáumst vonandi fljótlega.
Kveðja Erla og co.
Post a Comment
<< Home