I'm back!
Jæja loksins erum við komin með nettengingu í Nesi!!! Mikið rosalega held ég að starfsmenn emax hafi hikstað mikið undanfarnar vikur:)
Af okkur er annars allt gott að frétta....sumarið æðir áfram og ég er farin að fá smá hnút í magann fyrir komandi hausti en það er einungis 12 dagar þar til börnin fara á leikskólann og 15 dagar þar til ég byrja í vinnunni....úff púff! Ég verð nú að viðurkenna það að ég væri alveg til í að það væri kominn svona ca. 15. september því þá ætti þetta nýja líf að vera farið að venjast og komin föst rútína á okkur öll sömul.
Hér er búið að vera ansi gestkvæmt síðustu daga og nóg að gera. Pési sést lítið heima, nóg að gera í fylgdinni og svo er hann að reyna að henda upp palli á milli vakta. Pabbi og Stebbi gerðu þau stóru mistök að kíkja í heimsókn og voru komnir í vinnugallann af gömlum vana áður en þeir vissu af:) Svo fer heiti potturinn vonandi að láta sjá sig og þá verður heldur betur slakað á:)
Jæja nú er Hilmar Þór að kalla á mig, smá bakslag í svefnmálum hér á bæ.... en það lagast vonandi fljótlega.
Þar til næst, tjá
kv. Helga
Af okkur er annars allt gott að frétta....sumarið æðir áfram og ég er farin að fá smá hnút í magann fyrir komandi hausti en það er einungis 12 dagar þar til börnin fara á leikskólann og 15 dagar þar til ég byrja í vinnunni....úff púff! Ég verð nú að viðurkenna það að ég væri alveg til í að það væri kominn svona ca. 15. september því þá ætti þetta nýja líf að vera farið að venjast og komin föst rútína á okkur öll sömul.
Hér er búið að vera ansi gestkvæmt síðustu daga og nóg að gera. Pési sést lítið heima, nóg að gera í fylgdinni og svo er hann að reyna að henda upp palli á milli vakta. Pabbi og Stebbi gerðu þau stóru mistök að kíkja í heimsókn og voru komnir í vinnugallann af gömlum vana áður en þeir vissu af:) Svo fer heiti potturinn vonandi að láta sjá sig og þá verður heldur betur slakað á:)
Jæja nú er Hilmar Þór að kalla á mig, smá bakslag í svefnmálum hér á bæ.... en það lagast vonandi fljótlega.
Þar til næst, tjá
kv. Helga
11 Comments:
Hlakka til þess að sjá þig skvís, bjalla í þig á morgun. Er með fiðring í maga fyrir planinu okkar en það er allt í góðu :) híhí. Kveðja, Elsa Lára.
Dásamlegt að bloggdrottningin sé snúin til baka. Ég er komin heim og Völli ræfillinn kemur í fyrramálið. Hann var nærri því búinn að missa af flugvélinni sem hefði ekki verið gott!! Getum ekki beðið eftir því að hitta ykkur...
Kiss og knús til allra svefnormanna,
Þóra og Völli
Æj gott, þú ert komin aftur..
Pallur? pottur? Aðaldalurinn?
Hmmm mjög freistandi..
;-)
Kveðja alla leiðina frá Húsavík :-)
Jóhanna "pallalausa"
Ég kíkti í heimsókn í Nes um daginn,en þá var frúin barasta ekki heima!!!! Ég skoðaði allt vel og vandlega og mikið svakalega er þetta FLOTT. Við erum væntanleg norður aftur í næstu viku, þá sjáumst við vonandi aftur ;)
gott að sjá að þið voruð ekki búnar að gefast upp á mér elskurnar:) Þið verðið alltaf velkomnar í pottinn (vona að biðin verði ekki jafn löng og eftir nettengingunni:)
kv. Helga
velkomin aftur.. nenniru ekki að blogga fyrir mig fyrst þú ert komin í þennan pakka aftur á annað borð !?
hæ hæ bara segja til hamingju með "nýja" húsið...kíki alltaf annað slagið á ykkur til að fá fréttir...sé að börnin dafna vel í sveitinni góðu :)
kveðjur frá AEY
Dísa og Davíð Hafþórs
barnaland.is/barn/36709
Hæ, hæ!
Takk fyrir síðast. Hlakka til að koma í potta og pallapartý???
Gangi ykkur allt í haginn!
Kveðja úr sólinni á Selfossi ;-)
Ingunn
Heyrðu þetta er flott! Pallur og pottur-glæsilegt. Potturinn verður pottþétt kominn í stand þegar ég og við (vonandi) komum upp nk.apríl?
Gott að þú sért komin aftur í netheima, kv. Svanfríður og co.
Hei vildi bara láta ykkur vita að það eru komnar myndir hjá frú Kristínu og herra Sigga ;)
Gaman að fá ykkur hér aftur og já takk fyrir síðast, þetta var ekkert smá skemmtileg ferð í sveitina til ykkar og gaman að sjá hvað Nes er orðið glæsilegt.... Tinna er enn á rósrauðu skýi með fiskinn sinn sem hún veiddi og Helga svo "drap" og setti í sneiðum í ísskápinn :-) Hlökkum til að hitta ykkur aftur sem fyrst Dagný og co
Post a Comment
<< Home