Thursday, May 31, 2007

Síðustu metrarnir....







Ætli að það sé ekki kominn tími á nýtt blogg? Ég held það barasta:)
Af framkvæmdum er það helst að frétta að það er ALLT að gerast og styttist óðfluga í flutning...jibbí! Við fengum heilan vinnuflokk í heimsókn um síðustu helgi og voru hendur heldur betur látnar standa fram úr ermum....settar upp hillur í skápa, málað, tengd eldhústæki, flísalagt, borðað, passað, geyspað o.s. frv. (þúsund þakkir Stebbi, Magga, mamma og pabbi:)Við vorum svo heppin að einn vinnumaðurinn hætti við að fara heim og hefur hann heldur betur fengið að svitna, Hreiðar gerði nefnilega þau mistök kom norður í ,,sumarfrí" og greyið hefur hvorki fengið að kynnast sumrinu né fríinu. Þeir eru sem sagt langt komnir með parketið á stofuna, klára líklega á morgun og í dag skellt ég mér í mósaikflísalögn í eldhúsinu og mín er barasta rosa ánægð með útkomuna:) aldrei að vita nema ég sýni ykkur útkomuna á morgun þegar ég verð búin að fúga...að vísu held ég að það verði enn skemmtilegra að sýna myndir þegar ég verð búin að þrífa eldhúsið... sjáum til með það. Nú tökumst við hjónaleysin aðallega á um það hvenær við komum til með að flytja, ég held því fram að það verði fljótlega eftir helgi en Árni Pétur segir tvær vikur. Nú set ég því bara í ,,túrbógírinn" og hespi þessu af því ég veit ekkert leiðinlegra en að hafa rangt fyrir mér!
Börnin eru alltaf söm við sig. Hilmar Þór er orðinn svo stór og duglegur og tekur virkan þátt í framkvæmdunum... pússar og sópar gólfin og talar um að hann sé vinnumaður eins og pabbi hans. Arndís Inga sýnir framkvæmdunum mikinn skilning og er bara ánægð að láta ömmurnar passa sig og fá smá frí frá mömmu gömlu. Ég held hins vegar að við verðum öll mjög ánægð þegar blessuðum framkvæmdunum lýkur.
Jæja ætli að ég fari ekki að halla mér, langur dagur á morgun með fúgu og skrúbberíi.
Góða nótt. Kv. Helga

15 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Enn gott að framkvæmdir ganga svona vel ;) Nú er bara að halda það út síðustu metrana!!

11:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að þetta gengur allt saman svona vel, vonandi komumst við norður í sumar til að sjá öll herlegheitin. Sendi ykkur baráttukveðjur og gangi ykkur vel á síðustu metrunum :)

7:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

mikið samgleðst ég ykkur..ég segi fljótlega eftir helgi verður flutt inn..bestu kveðjur jóhanna Húsavík

10:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að heyra, loksins er þetta að koma. Þið flytjið öruggleg um næstu helgi ef ég þekki systur mína rétt. Hennar túrbógýr er á við heilan vinnuflokk af fólki. Hún gjörsamlega fer hamförum þegar hún fer í þann gýr.....

11:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég man þegar þú varst að setja mósaík og fúga svefnherbergisgluggann þinn í Árnesi! Og ég gerði þau stóru mistök að reyna að hjálpa þér ;) JEEESÚS MINN! þetta var HELL!

En endilega komdu með fleiri myndir, þetta lítur allt svo vel út :)
kv andrea

12:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Uss þið verðið komin inn á nótæm ef Helga setur í þann gír ... Hlakka til að koma norður og sjá hvað allt er orðið fínt og floooott!!!

4:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

vá, þetta lítur allt rosalega vel út og gott að þetta gengur svona vel, kv. Nína

4:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga mín. Þetta er svooooo flott hjá ykkyr. Hlakka til að koma í heimsókn í sumar. Knús og kossar, Elsa Lára.

Helga mín ef ég þekki þig rétt þá er stutt í að þið flytjið. Þú ert nú ekki vön að slóra með hlutina :) Algjör dugnaðarforkur :)

1:53 PM  
Blogger Unknown said...

Til hamingju með þetta, allt að skríða saman. hér hjá okkur er hlýtt og notalegt eða þannig. 46 gráður rí dag. Eg held að ættjarðarást okkar og þjóðernisrambingur vaxi dag frá degi
en þetta er nú samt allt algert ævintýri hér meðal þessrarar óreiðuþjóðar
kv
Rósa og Palli

1:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, vá, vá, ógeðslega flott. Mikið vildi ég eiga svona flott hús. Áfram með smjörið núna og klára þetta, það er greinilega mjög lítið eftir...... kv. Bára

11:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

vá þetta er orðið þokkalega flott hjá ykkur. Og gott að eiga góða að til að hjálpa til, um að gera að nýta þá :)
Við kíkjum örugglega í heimsókn í sumar, verðum allavega í bústað á Eyrinni í ágúst.

12:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Rosalega eru þið búin að vera dugleg, þetta er ekkert smá flott hjá ykkur :) Hlakka til að koma til ykkar í sumar, vonandi bara fljótlega!!
Erla og co.

3:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Váaaaa þetta verður geggjað flott!!! Ég náði því miður ekki að skoða húsið "live" um daginn - en kem bara í betri heimsókn í sumar þegar þið verðið flutt inn ;-)

Bestu kveðjur - Þórey og strákarnir

5:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

jæjaaaaaaaa.. loksins komið nýtt blogg á biggster og fullt fullt af myndum. Nú eigið þið næsta leik ;)

ester

12:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

vvvvvvvvvaaaaaaaaaaaaaaaaaaa æðislegt.. ohh hvað þetta lítur vel út og hvað ég hlakka til að grilla á pallinum í sumar! Jibbí!!!!
Hey.. Lady Green er byrjuð að blogga aftur!
Knús úr sólinni,
Þóra, Völli og Reggie

12:42 PM  

Post a Comment

<< Home