Sunday, June 10, 2007

fyrsta kvöldmáltíðin







Það má segja að allt sé að verða klárt í Nesi. Við erum ekki enn flutt formlega en elduðum þó í fyrsta skipti í kvöld og buðum Grímshúsafamilíunni, Marinó og Svönu og Jóa og Ástu í nokkurs konar útskriftar-og innflutnings máltíð:) Elhúsgræjurnar virkuðu vel,fyrir utan það að okkur tókst að senda teskeið ofan í kvörnina í vaskinum og myndaðist töluverður hávaði þegar hún muldi hana í spað:) Einnig komumst við að því að við verðum að drífa okkur í að hengja upp myndir og setja inn fleiri húsgögn því það bergmálaði vel í húsinu þegar Hilmar Þór og Stefán Óli komust á flug í mótorhjólaleik á ganginum, vorum við öll komin með hálfgerðan hausverk af hávaðanum og endaði með því að ég sendi þá ofan í kjallara til að leika sér:)
Í gær fórum við inn á Akureyri þar sem Árni Pétur tók við útskriftarskirteininu sínu. Síðan skellti hann sér á sjó með Svanlaugi frænda sínum, við litum við í sumarbústaðnum hjá Jónasi og Söru og enduðum við svo daginn á því að skella okkur upp í Mývatnssveit með Grímsa og Ingibjörgu þar sem við fengum okkur að borða, böðuðum okkur í Lóninu og kíktum í heimsókn til Ragga og Ásdísar. Þetta var bara ÆÐISLEGT og uppgötvuðum við það að þetta var í fyrsta skipti sem við hjónaleysin áttum saman heila kvöldstund án barnanna frá því að Arndís Inga fæddist. Við þökkum Ásu og Bensa kærlega fyrir pössunina:)
Á morgun er stefnan svo tekin á að byrja að vinna opnanlegu fögin því þegar þau verða tilbúin getum við formlega flutt inn.
Læt þetta duga í bili... góða nótt:)
kv. Helga




12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jee hvað þetta lítur vel út hjá ykkur, æðislegt að þetta sé allt að smella saman, það verður ábyggilega léttir að flytja inn og geta hætt framkvæmdum. Hlakka til að sjá Nes í breyttri mynd :)
Kveðja úr sólinni í Lúx, Jóhanna og co

7:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

INNILEGA til HAMINGJU!!!!!!! þetta lítur allt svo æðislega út!!!!

Og til HAMINGJU með bóndann!!!!

MEIRIHÁTTAR
kveðja Jóhanna Húsavík

8:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vaaaááááá... þetta er búið að gerast ekkert smá hratt á lokasprettinum! Vá hvað ég hlakka til að koma norður og sjá þetta alltsaman ... OG TIL HAMINGJU AFTUR MEÐ ÚTSKRIFTINA PÉSI MINN !!!!!

10:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk kærlega fyrir frábæra kvöldstund. Heppilegt að lenda í svona fínu matarboði, þó það hafi nú ekki verið ætlunin!;) hehe.. Ætluðum aðallega að sjá framan í nýútskrifaðan kennarann og stolta eiginkonu hans, fallegu börnin þeirra og að sjálfsögðu glæsilega heimilið, en ég ætla svo sem ekkert að kvarta yfir þeim girnilegum kræsingum sem okkur var boðið! Frú Helga veit hvað hún syngur í eldhúsinu!:) Frábært líka að fá eitt stykki lítið, sætt kríli til að knúsa og kreista!;) hehe.. Takk kærlega fyrir okkur og endilega látið sjá ykkur í Ránargötunni ef þið eigið leið í bæinn.. það líður allt of langt á milli þess sem maður sér ykkur!:) Enn og aftur til hamingju með húsið og áfangann!
Kv. Ásta og Jói

12:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju Pési með útskriftina ;) Rosalega lítur þetta vel út hjá ykkur í Nesi, það styttist óðum í að við verðum sest þarna til borðs í matarboði ekki satt???

3:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með áfangann Pési og til lukku með fallega heimilið ykkar, þetta er allt saman stór glæsilegt. VÁÁÁ :)
Knús, Elsa Lára

3:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju Helga mín og fjölskylda þetta er ekkert smá flott hjá ykkur ég hlakka til að koma í kaffi til ykkar í byrjun júlí..... Verðum í bandi

Kveðja Signý

1:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, hvenær kemur svo Vala Matt og tekur þetta út ;)
Til hamingju enn og aftur með alla áfangana!
Kv andrea eiðs

3:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ!
Vá, vá, vá frábært að sjá húsið, til hamingju með að vera nánast komin inn. Og til hamingju með útskriftina Pési minn, loksins kominn í hóp kennara.... það hlítur að vera góð tilfinningi.
kv. Bára

8:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá hvað allt er orðið fínt hjá ykkur, en þið eruð allavega búin að sannreyna kvörnina í vaskinum, kraftur í henni, bara teskeið :)
kv Nína

8:17 PM  
Blogger Ester said...

hey.. eg heimta nytt blogg!

1:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vááá hvað þetta er orðið flott og til hamingju með útskriftina Pési minn. Nú getur þú kannski kennt honum Völla frænda þínum (verðlaunarithöfundinum) að lesa við tækifæri.
Kiss og knús,
Þóra

4:26 PM  

Post a Comment

<< Home