Bændur eru gott og hreint fólk:)
Af gefnu tilefni vil ég leiðrétta þann misskilning sem einhverjir lesendur þessarar síðu hafa túlkað úr skrifum mínum um hreinlæti og staðalímyndir bænda. Ég hef alls ekki fundið ,,skítalykt" af neinum hér í sveit og finnst bændur almennt séð mjög hreint fólk. Starfs þeirra vegna þurfa þeir oft að baða sig og gera það örugglega allir. Það sama má hins vegar ekki segja um mig því oft uppgötva ég það að ég hef ekki farið í bað dögum eða vikum saman og lykta ég þá ekki mjög vel. Líklega væri ég duglegri við að baða mig ef ég ynni sem alvöru bóndi, færi í fjós og fjárhús oft á dag, það er því spurning hvort ég verði ekki að verða mér út um nokkrar rolluskjátur og eina til tvær mjólkurkýr:)
Ég vil því biðja sveitunga mína afsökunar á þessum orðum mínum, þau voru alls ekki illa meint og það er síður en svo skoðun mín að bændur séu óþrifalegir.
Kv. Helga
Ég vil því biðja sveitunga mína afsökunar á þessum orðum mínum, þau voru alls ekki illa meint og það er síður en svo skoðun mín að bændur séu óþrifalegir.
Kv. Helga
5 Comments:
Bara hasar í sveitinni?? Eruð þið flutt inn??
Var einhver með leiðindi við þig? Þarf ég að koma norður og taka í einhvern? ... you just holla!
Ég get líka lamið einhvern.. bíddu bara þar til ég mæti í sveitina vopnuð tannburstanum. Þá skal ég sko taka í hnakkadrambið á sóða-bændunum og tannbursta þá í bak og fyrir. Og svo tannbursta ég að sjálfsögðu jeppann ykkar!!!
Þóra
p.s. ég vil einnig að gefnu tilefni taka það fram að ég er sjálf af úrvals bænda-kyni og því er ekki um persónulega árás á stéttina sem slíka að ræða heldur einvörðungu þá sem dirfast að gagnrýna Nes-verjuna sem ætíð ilmar eins og blóm.
Þóra
Takk fyrir kveðjurnar stúlkur. Það er enginn alvöru hasar í gangi í sveitinni, ætli að maður verði ekki bara að passa aðeins orðalagið á blogginu, æi maður reiknar bara með að manns nánasta fólk kíki hér inn og segir kannski ýmislegt sem fólk sem þekkir mann ekki nógu vel getur misskilið.... ég reyni að passa orðalagið hér eftir:)
Annars held ég að blessaði jeppinn okkar hafi aldrei verið sóðalegri en einmitt núna (einhver myndi jafnvel líkja honum við illalyktandi fjós en að sjálfsögðu geri ég það ekki:)þannig að Þóra mín endilega kíktu með tannburstann í heimsókn sem fyrst.
Annars er ég, líkt og þú, komin af úrvals bændakyni og get ekki verið stoltari af því:)
Af framkvæmdum er það helst að frétta að ég og Ingibjörg kláruðum að þrífa í dag og váááá hvað það er gott að vera búin! Nú eru bara nokkur smáatriði eftir og þá flytjum við inn:)Þannig að þið getið fljótlega farið að kíkja í kaffi í Nes og ef þið viljið gista er það velkomið því þau herbergi eru tilbúin:)
Á morgun tökum við hins vegar rólegan dag, brunum inn á Akureyri í útskrift í fyrramálið og sjáum svo til hvað við gerum seinni partinn.
kv. Helga
Post a Comment
<< Home