Sunday, June 24, 2007

Loksins



jæja nú erum við flutt..! það vantar reyndar ennþá opanlegu fögin í húsið þannig að við sofum alltaf mjög lengi frameftir útaf súrefnisskorti. það er ýmislegt smálegt eftir t.d. að klára herbergið hennar Helgu (þvottahúsið) , opnanlegu fögin, færa internetið yfir (koma sennilega ekki fleiri blogg þangað til að það gerist, sem verður ekki fyrr en eftir c.a. þrjá mánuði ef ég þekki þessa snillinga hja e-max rétt). en við erum búin að sofa 2 næstur í nesi og okkur líður mjög vel þar og erum mjög ánægð.

það kemur bara ein mynd núna og það er af Hilmari hestamanni sem sveik föður sinn og sagði eftir að hafa prófað að fara á hestbak í leikskólanum að við ættum að selja mótorhjólið og kaupa okkur hest!!!

im out k. pesi og co

21 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góður Hilmar Þór :D Þú veist þínu viti. Til hamingju með að vera flutt í Nes. Bestu kveðjur úr Sólberginu!

10:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA FLUTT Í NES:-)
Nú fer ég að verða búin að vinna og þá er stefnan tekin á að kíkja á ykkur í heimsókn. kv. Bára

12:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bwaaaaahahahahaha.... Pési hvurslags uppeldi er þetta. Segðu Hilmari að það megi bara nota hestinn ef mótorhjólið er bilað! TIL HAMINGJU með að vera formlega flutt í Nes! :) En hvað var ég að lesa um nettenginguna?? Verð ég þá netlaus í Árnesi í sumar...??? Óóóó mig auma!!!! Hvað með stöð2? takiði hana líka með ... Muhuhuhuhu! Sjáiði engan aumur á vesalings litlu systur ??

p.s. ég bloggggggggggggaði!!

2:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með flutningana :D Kem og kíki á ykkur í lok júlí!

bestu kveðjur - Þórey

2:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku með flutninginn!!! Mér líst vel á hestamanninn,en er ekki bara hægt að eiga bæði, eins og Grímur segir: Meira er betra :)

2:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

GÓÐUR HILMAR, ég stend með drengnum í þessari ákvörðun :)
kv að austan, Nína

9:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

TIL HAMINGJU!!!!!!!! með að vera flutt.... loksins, loksins, loksins! Skil ekkert í Hilmari. Þetta er greinlega bara rugl í drengnum og hefur sjálfsagt eitthvað að gera með athyglisleysi eftir að Arndís fæddist. Kaupiði bara hamstur og þá er málið dautt!!

11:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku fjölskylda.
Til hamingju með flutningana. Hlakka til að koma og kíkja á ykkur þegar ég á leið um norðurlandið í byrjun ágúst :-)
Bestu kveðjur frá mér og mínum, Elsa Lára.

11:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með að vera flutt. Hlakka til að koma og sjá Nes í nýjum búningi.
Vona að hestakaupin og mótorhjólasalan gangi vel ... er það annars ekki næst á dagskrá?? :)
Kv frá Lúx, Jóhanna og co

9:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú verður að klára "herbergið hennar Helgu" sem fyrst, það tók tæpt ár að setja upp þvottahús innréttinguna í "herberginu hennar Ingibjargar", Varðandi hestamensku Hilmars,,, Ég tel næsta víst að um "leiðandi" spurningar hafi verið að ræða, AUÐVITAÐ vill drengurinn ekki skipta á mótorhjóli og hesti!
Og opnanlegu gluggarnir, hafðu þá bara ekkert í, það er ekkert nauðsynlegt í Aðaldal þó þyrfti örugglega bæði glugga og hlera fyrir á Höfn :)
Góðar kveðjur
Hallgrímur Óli

12:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

HAHAHA.. Það væri nú alveg makalaust ef Hilmar gengi í hestamannaklúbbinn hans Marinós!;) hehe.. en hann er ungur enn, Pési minn. Þú kippir þessu bara í liðinn á næstu árum!;) ..gætir byrjað á að kaupa mótorhjól handa honum!;)

En TIL HAMINGJU með að vera formlega flutt! Vona að netvandamálið leysist fljótlega..

11:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka til að sjá ykkur á morgun og auðvitað hlakka ég mikið til að skoða Nes.
kv. Bára

7:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað er að frétta af opnanlegu fögunum ykkar eru þau komin í eða eruð þið ennþá súrefnislaus?
Kv. úr Sólberginu

9:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ!! vona að "súrefnið" sé komið í lag :-)
En verðið þið heima um helgina? það á víst að henda okkur út enn eina ferðina vegna baðherbergiðbrass!!!!!
Kannski kíkjum við í sveitina ef þið verðið heima :-)
Kv Jóhanna og co Húsavík

10:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvaða rugl er þetta??? Bráðnaði tölvan í hitabylgjunni á Íslandi. Ég heimta færslu og myndir!!!
Þóra

12:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja hvað er að frétta? Er E max ekki búnir að láta sjá sig, hmmm.
Knús, Elsa Lára.

3:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég fer að halda að súrefnisskortur sé að hrjá ykkur vegna skorts á opnanlegum gluggum. Hvað er að frétta úr ykkar sveit??
Hlakka til að sjá ykkur í ágúst.

7:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

hmmmm... hvernig gengur að koma upp netsambandi? Alveg kominn tími á nýtt blogg.. ;)

10:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með nýja heimilið, það er fallegt. Myndirnar tala sínu máli. Kveðja úr Hólabrautinni

10:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

hva, er nú ekki frekar óvanalegt að það líði mánuður á milli blogga?

Og til hamingju með að vera flutt í Nes. Við kíkjum örugglega í heimsókn í lok ágúst, verðið þið ekki heima?

8:54 PM  
Blogger hilmartor said...

Við erum enn á lífi en e-max gaurarnir hafa ekki enn látið sjá sig.... það verður því enn einhver bið á bloggi frá okkur... we will be back!
Þangað til hafið það gott og þið eruð öll velkomin í heimsókn í NES:)
kv. Helga

12:25 PM  

Post a Comment

<< Home