Lítil frænka fædd:)
Jibbí ég var að eignast pínulitla frænku, Bára og Sammi eru sem sagt búin að eignast pínulitla prinsessu, þegar ég segi pínulitla meina ég pínulitla því snúllan var bara átta og hálf mörk. INNILEGA TIL HAMINGJU og vá hvað mig langar að skella mér suður strax...en ætli að ég verði ekki aðeins að sitja á mér. Það er nóg að gera hjá þeim því þau fengu afhent nýja húsið sitt í gær, til hamingju með þetta allt saman:) Nú væri ekki slæmt ef það væri aðeins styttra á milli okkar svo við gætum hjálpað ykkur...vonandi komumst við fljótlega til ykkar.
Annars er allt við það sama hjá okkur. Börnin eyða mestum sínum tíma í leikskólanum (og ég verð að viðurkenna það að ég hef smá samviskubit yfir því hve lengi þau þurfa að dvelja þar). Kennslan er farin að ,,rúlla" nokkuð vel, er að vísu enn aðeins áttavillt en þetta er allt að koma. Ég held að ég eigi eftir að kunna vel við mig og veturinn leggst bara vel í mig.
Pési er byrjaður í ,,aðlögun" á nýja vinnustaðnum. Ætli að hann byrji ekki svo á fullu næstu viku. Það má því segja að hér á bæ séu allir að taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur:)
Nú svo styttist óðum í Ameríkuferðina mína en ég og Elsa Lára ætlum að skella okkur í vinkonuverslunarferð til Minneapolis þann 19. október. Það verður bara gaman:)
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili.
Hafið það gott.
kv. Helga
Annars er allt við það sama hjá okkur. Börnin eyða mestum sínum tíma í leikskólanum (og ég verð að viðurkenna það að ég hef smá samviskubit yfir því hve lengi þau þurfa að dvelja þar). Kennslan er farin að ,,rúlla" nokkuð vel, er að vísu enn aðeins áttavillt en þetta er allt að koma. Ég held að ég eigi eftir að kunna vel við mig og veturinn leggst bara vel í mig.
Pési er byrjaður í ,,aðlögun" á nýja vinnustaðnum. Ætli að hann byrji ekki svo á fullu næstu viku. Það má því segja að hér á bæ séu allir að taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur:)
Nú svo styttist óðum í Ameríkuferðina mína en ég og Elsa Lára ætlum að skella okkur í vinkonuverslunarferð til Minneapolis þann 19. október. Það verður bara gaman:)
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili.
Hafið það gott.
kv. Helga
10 Comments:
Til lukku með litlu frænku ;) Sendum kveðjur hér í gegn til Báru og fjölskyldu :)
Til hamingju með litlu skvís. Vona að öllum líði vel og allt gangi vel. Ef þú kemur suður þá væri gaman að hittast en það styttist nú óðum í ferðina okkar, víví :)
En bestu kveðjur til Báru frá mér og mínum, Elsa Lára
Til hamingju með litlu frænku. Heldur betur nett dama. Bestu kveðjur Þórhalla og co
Innilega til hamingju með litlu frænku, óskaðu Báru til hamingju frá okkur.
Kv frá Lúxgenginu
Tek undir kveðjurnar til Báru og vona að hún sé orðinn hress...þetta hefur verið langt ferli hjá henni..en maður uppsker svo sannarlega vel á eftir :-) til hamingju elsku Bára...kannski setur þú inn mynd af litlu draumadísinni...sem verður örugglega fljót að stækka!
kveðjur til ykkar í Nesi :-)
Jóhanna /Húsavík
Til hamingju Bára með litla stúlku og til hamingju Helga með systurdótturina, ekki slæmt það.
Hafið það svo gott.
Til hamingju með litlu frænkuna og Bára til hamingju með dótturina :o)
Mín kríli voru 7,5 merkur og 8,5 merkur og mér fannst þau bara alls ekkert lítil heheheh
Heyrumst
Til hamingju með litlu frænkuna, gott að það gekk allt á endanum. Bestu kveðjur til ykkar allra fyrir norðan og líka þeirra fyrir sunnan :-) Verðum í bandi
Kv Dagný og co
hæ hæ
innilega til hamingju með litlu frænku :)
skilaðu innilegri kveðju til Báru frá okkur.
Tek undir kveðjurnar innilega til hamingju með frænkuna og bestu kveðjur og hamingjuóskir til Báru
Imba og Co Hornafirði
Post a Comment
<< Home