Wednesday, August 15, 2007

Sumarið búið?

Jæja nú er eins og sumarið sé búið. það er dimmt úti nánast allan sólarhringinn þar sem hér er búið að vera rigning og hið versta veður sl. viku. Þetta sumar hefur einhvernveginn hlaupið frá manni og það hefur ekki mikið verið gert nema vinna, vinna, vinna. við erum því miður búin að missa af 2 brúðkaupum og það er rosalega leiðinlegt, en það er víst ekki auðvelt að komast frá þegar maður er alltaf að vinna.
það er búið að vera mjög gestkvæmt í sumar, og batteris are low. en það er nú samt alltaf gaman að fá gesti.
núna set ég inn bara bunch að myndum. Helga skrifar svo örugglega eitthvað skemmtilegt síðar..
im out. pesi og co





















13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þekki það þegar batterín eru low. Þau eru það akkúrat þessa dagna hjá mér :) Þarf að hlaða þau eitthvað :) En þið eruð svo rík. Sjá litlu krílin ykkar á myndunum. Þau eru alveg æðisleg :)
Innilegar þakkir fyrir okkur er við komum um daginn.
Nú er bara að puða í vinnu og safna gjaldeyri fyrir Minneappolis, vívíví.
Kveðja, Elsa Lára.

12:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, alveg súper flottar myndir!! líka alveg súper falleg börn!!!

Líka segi ég það sama og Elsa..kannast við batterislow....Ætli við fáum ekki þennan laanga vetur til að hlaða..þá er maður orðin ansi "gestaþyrstur"(nýtt orð í orðabók Jóhönnu)....og "fríþyrstur" (hmm annað nytt orð)
.....annars er ég voða fegin að þú verður hér í skólanum í vetur Helga! vonandi að við verðum ekki í sitthvorri álmunni!

Ummmmmm..jæja....bara kasta kveðju...kannski sjáumst við í Pósthúspartýi á eftir heheh ;-)

Ble ble Jóhanna

9:37 AM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Vonandi hlaðast batteríin hjá ykkur hratt því það er vont að fara þreyttur inn í veturinn.
En ég hló nú bara við að sjá myndirnar af börnunum ykkar, þau er svo lík. Gaman að því. Hafið það gott, svanfríður.

3:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið eruð þið sæt systkini. Langar svo að knúsa ykkur aðeins, verst hvað er langt til ykkar. Þið farið kannski að kíkja í heimsókn.
kv. Bára frænka

8:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Geggaðar myndir....
við biðjum að sjálfsögðu kærlega að heilsa...
Knús,
Þóra og Völli

8:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ekkert smá flottar myndir!:) Aldrei að vita nema ég sjái ykkur eitthvað um helgina, ef ég fer heim í sveitasæluna..

10:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Frábærar og ótrúlega vel taknar myndir:-)

10:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl Helga, var að vafra og fann bloggið þitt fyrir tilviljun.Það er svo langt síðan ég frétti af þér síðast en gaman að sjá myndir af börnunum þínum. Hafðu það gott hvar sem þú býrð á landinu.

kv. Guðný Inga og co

3:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Svoooo flottar myndir...vá! Vona að skólaárið hafi farið vel af stað hjá ykkur öllum. Birkir er kominn á fullswing í leikskólanum og ég er svona að komast í lærdómsgírinn :-)
Bestu kveðjur úr Hornafirðinum,
Árdís.

10:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk kærlega fyrir öll kommentin, og þá sérstaklega þér Guðný Inga, vá hvað það er langt síðan að við heyrðumst. Það væri gaman að heyra í þér, ertu kannski með bloggsíðu?
Elsa: Minneapolis baby here we come:)
Jóhanna: Takk fyrir spjallið í hádeginu, ég held að ég verði að fara að bera mig aumlega svo þú getir fengið að hjálpa mér:)
Svanfríður: Já til hvers að breyta bara breytinganna vegna?
Bára og Þóra og Völli: Takk fyrir kommentin:)
Ásta Margrét: Endilega líttu við um helgina:)
Eva Björk: Takk fyrir innlitið, Pési á nú heiðurinn af myndatökunni:)
Árdís: Gott að heyra að leikskólinn gengur vel:)Bíddu nú við ertu að fara í skóla?

Annars er það helst af okkur að frétta að það er meira en nóg að gera, kennslan byrjuð og leikskólinn. Ég fer hins vegar alveg rétt strax að henda inn nýju bloggi:)
kv. Helga

9:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

hey... hvar var ég þegar þessi sundferð var tekin?

p.s. flottar myndir

p.p.s já ég er að hafa mig upp í að blogga bráðlega...

6:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

KOma svo, langar að sjá nýtt blogg.
kv. Bára

9:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ, rosa flottar myndir og alveg greinilegt að þið eruð búin að koma ykkur vel fyrir í nýja húsinu ykkar:)Til hamingju með það.
Rosalega sæt systkini og ekker smá lík:)
Kveðjur frá Bárugrandanum Hjalta og co.

9:32 PM  

Post a Comment

<< Home