Tuesday, October 30, 2007

Jæja þá!

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að setja inn eina færslu.....að vísu tók það mig hálftíma að komast inn því ég hafði gleymt leyniorðinu inn á síðuna, en það hafðist þó fyrir rest.
Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, það er svo langt síðan síðast og svo asskoti margt sem hefur gerst. Ætli að ég taki ekki bara Esterarstílinn á þetta og setji þetta upp í punkta:)

  • Ég kann vel við mig á nýja vinnustaðnum, hressir og góðir krakkar og mjög fín samstarfskona:)
  • Arndís Inga er næstum því farin að ganga ein og óstudd. Hún er ægilegur knúsari og finnst voða gaman að kyssa okkur:) Sem sagt yndisleg í alla staði.
  • Hilmar Þór er alltaf jafn frábær...er alltaf að tala um að hætta að nota snuddu en rennur svo á rassinn með það. Um daginn gaf hann Eddu Hrönn snuddurnar sínar eftir langan fyrirlestur um það að þegar hún yrði jafn stór og hann og Stefán Óli þá myndi hún hætta að nota snuddu:) Ég hafði nú heyrt þessi fögru loforð áður og bjóst við að kallað yrði á snudduna þegar komið væri inn í rúm en það gerðist ekki. Mín var því voðalega stolt af drengnum morguninn og hrósaði ég honum þvílíkt fyrir dugnaðinn. Eftir langa lofræðu mína horfði Hilmar Þór alveg hneykslaður á mig og útskýrði fyrir mér að þetta væri nú ekkert svona merkilegt því hann ætti aukasnuddur í skúffunni:) Þannig fór nú það og kvöldið eftir lét hann eins og ekkert hefði gerst, svaf með eina snuddu upp í sér og tvær í höndinni.
  • Ég er nýkomin úr ÆÐISLEGRI verslunarferð með henni Elsu Láru minni. Við skelltum okkur í Mall of America í þrjá daga og hituðum visakortin okkar:) Við vægast sag skemmtum okkur alveg rosalega vel, ÞÚSUND ÞAKKIR FYRIR FERÐINA ELSA MÍN:) Það kemur okkur virkilega á óvart ef afgreiðslufólkið þekkir okkur ekki þegar við komum aftur fyrir næstu jól (ó já við stefnum sko á að hafa þetta árvisst....áhugasamir látið okkur vita:) því þau voru farin að heilsa okkur og tala við okkur eins og við hefðum þekkst í tuttugu ár (líklega út af því að við vorum frekar minnisstæðar þar sem við vorum þær einu í mollinu sem drógum á eftir okkur ferðatöskur af stærstu gerð:)
  • Bára og Sammi ætla að skíra litlu frænku 1. desember....nú teljum við því bara niður dagana þar til við hittum þau. Aðra eins snúllu hef ég bara aldrei séð, öll svo lítil og fíngerð. Það er alveg ótrúlega gaman að geta loksins titlað sig móðirsystir....og vá hvað ég skal dekra hana:)
  • mýsnar halda okkur selskap þessa dagana, mér til mikils ama. Það er ekki oft sem ég óska mér þess að Pési hrjóti hærra en það gerðist í nótt. Mín vaknaði nefnilega um fimmleytið í nótt við hávaðann í þessum vörgum uppi á háalofti og klukkan var allavega orðin sex þegar mér tókst að sofna...bölvaðar! Nú er bara að verða sér út um meira eitur til að fylla þessar elskur:)
  • Pési er farinn að vinna á Örkinni á Húsavík og fyrirtækið bauð okkur á villibráðarhlaðborð upp í Sel um síðustu helgi. Við vorum voða flott á því, Ása passaði börnin og við lögðum í hann full tilhlökkunar því við ætluðum að gista uppfrá og sofa út:) Eftir að búið var að raða í sig veigum í rúmar þrjár klukkustundir gafst mín upp og fór upp á herbergi að sofa. Hinir hlaðborðsgestirnir skelltu sér á ball í Skjólbrekku en mig langaði barast ekkert þannig að ég leyfði mér bara að fara að sofa:) alltaf sami stuðboltinn!
  • jæja ég held að ég láti þetta duga í bili. Ég ætla að skoða möguleikann á að læsa síðunni og þá er aldrei að vita nema ég verði aðeins duglegri við skrifin! Ég lofa þó engu í þessum efnum.....
  • Þar til næst, hafið það gott
  • kv. Helga

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Heil og sæl loksins mín kæra. Ef þú lokar síðunni þinni vil ég lykilorðið!!! Fer hér inn daglega, en dauft hefur verið á síðunni uppá síðkastið. Gott að heyra að allt gengur vel, og Hilmar Þór hendir bara duddunni þegar hann er tilbúinn, en það er nauðsynlegt að eiga varasjóð! Það veit hann, tíhí.. Kveðja úr Hornafirði, Gulla Hestnes

9:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vúúúúhúúú !!! ég vissi að þú hefðir þetta í þér Helga :)

1:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

FÍNTTTTT....SÆLL......loksins...en ég heyri þó í þér nánast á hverjum degi hehehe....bara svo gaman að skoða blogg....þekki nefnilega fáa bloggara..þannig að haltu áfram að standa þig í þessu.........
Voðalega voðalega voðalega leiðinlegt að heyra um mýsnar....en vonandi frjósa þær bara núna í frostinu hemmmmmmm..kannski ljótt að segja svona.....litlu skinnin.....

....ég sagði Karli Jakobi í desember þegar að hann var 2 ára....að verða þriggja...að jólasveinabarnið vantaði snuddu til sín í fjöllin....og hann sendi bara sínar snuddur til fjalla og það var ekki meira snuddutal hjá honum....

....hjá Maríönnu hurfu duddurnar bara hver á fætur annarri..og við leituðum og leituðum....mæðgurnar....en fundum ekki....og hún að lokum sætti sig við það....það var óvenjulítið mál...

Jæja sjáumst á morgun...annars er Maríanna komin með ...hita....

Kveðjur í Aðaldalinn....Jóhanna

1:47 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Góður með snuddurnar-Eyjólfur á eftir 3, ein er með gati á þannig að hún hverfur brátt og svo verður ekki endurnýjað og býst ég við gráti og gnýstan tanna þó hann gæti nú samt komið manni á óvart.
En gaman að heyra loksins frá þér, ég var farin að sakna þín mikið.
Láttu heyra oftar í þér vinkona og vertu dugleg að hjálpa mer að halda 76 síðunni uppi.

2:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fréttir, fréttir !!! Gaman, gaman!! Þú kannski bjallar í mig ef þú getur, mamma er nefnilega á leið í kringluna góðu í USA og væri alveg til í smá hint og leiðbeiningar frá keppnis-verslaranum tihi.

3:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Loksins kom blogg. Var búin að gefa upp alla von um þetta. Mig dreymdi í nótt að við værum á leiðinni aftur í MOA og það var svo gaman.
Knús og kossar til þín mín kæra. Elsa Lára.

3:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Komið þið blessuð! Til hamingju með litlu frænkuna - hún er voðalega sæt :D

ohhh já Mall of Amerca :D:D:D:D það er góður staður :D:D:D hehe

Bestu kveðjur - Dalinn - Þórey

5:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

Snillingur ertu Helga og börnin þín greinilega líka, þetta eru svona góð gen.... hehehehe
Við verðum að hittast þegar þið komið suður í skýrnina hjá litlu dúllunni, thíhí skondið að eiga sjálf skvísu sem var ekkert svo lítil þegar hún fæddist.
Hlökkum til að fylgjast með dugnaðinu í þér í blogginu og Hilmari krútti með snuddurnar.

Knús og kossar í Dalinn af Skeljagrandanum Dagný og co

6:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Blessuð og sæl Helga mín og kærar þakkir fyrir uppfærsluna! Skellti mér á Akureyri um helgina og það var svo fallega vetrarlegt fyrir norðan að mig langaði bara eiginlega að setjast þar að! Get rétt ímyndað mér hvað það verður kósý í sveitarómantíkinni :-)

Varðandi snuddurnar þá vorum við svo heppin að hann Birkir Snær vildi bara pissa standandi þegar hann hætti með bleiu...og áður en langt um leið þá höfðu þrjár snuddur dottið ofan í klósettið við þá athöfn drengsins. Þær voru ekki endurnýjaðar og restin látin hverfa :-) Gekk ótrúlega vel miðað við að hann var alltaf með allavegana tvær á sér og sofnaði alls ekki án þeirra.

Knúskveðjur til ykkar allra úr Hornafirðinum,
Árdís.

1:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Loksins kom blogg. Það styttist í skírnina, verum kannski komin með gestarúm þannig að þið getið gist hjá okkur, vonandi:-) kv. Bára

12:43 PM  

Post a Comment

<< Home