Friday, November 16, 2007

Á heimleið:)

Jæja loksins fáum við að fara heim:) Að vísu liði mér betur með það ef bólgan væri horfin en þetta tekur greinilega langan tíma. Hún á sem sagt að byrja á mixtúru í dag og við eigum að koma aftur á fimmtudaginn í næstu viku í ómskoðun og viðtal. Auðvitað þurfum við að fylgjast vel með henni og hafa samband ef hún fær hita eða bólgan stækkar. En váá hvað það verður samt gott að komast heim:)
Ég þakka ykkur fyrir öll fallegu kommentin og símtölin undanfarna daga.
kv. Helga

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mikið er gott að vita að þetta er á réttri leið og litla/stóra frænka fær að fara heim. Vona að þið getið lagað myndirnar sem þið settuð inn í vikunni, okkur langar að sjá mynd af dúllunum ykkar. kv. Bára og litla snúlla sem fer alveg að fá nafn......

6:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æji gott að þið eruð komnar heim!

Arndísi Ingu batnar nú örugglega bara á því að vera komin heim....
Þ.e.a.s bólgan hlýtur að fara fara....annars er ég að heyra fleiri svona tilfelli...held allavega að það sé það sama....gott þegar að allir verða hraustir á ný :-)

Jæja vona við sjáum ykkur fljótlega
Kveðja frá okkur í Brún,Húsavík

9:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá myndirnar, mér finnst Hilmar hafa breyst svo mikið frá því í sumar. Mikið hlakka ég til að sjá litlu krúttin um mánaðarmótin. kv. Bára frænka

2:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ
ja hérna, ég átti nú bara eftir að lesa allar þessa "sjúkrahúspistla". Vissi ekkert af þessu. En það er gott að heyra að þið voruð á heimleið, hún á nú eftir að braggast fljótt :)
og alltaf svo gaman að sjá myndir á blogginu ykkar.
Kveðja frá Hornafirði
Inga, Bjarni og Birkir Freyr

5:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Arndís mín þú verður nú að láta þér batna svo þú getir komið í skírnina mína. Kv. Litla frænka

7:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Glæsilegt að heyra.... Litli naglinn lætur ekki smá sýkingu stoppa sig of lengi.

Kv Dagný og co

8:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að heyra að allt sé á réttri leið :) Þið eflaust komnar heim núna.
Vona að allt gangi vel og ég bjalla í ykkur í dag til að heyra hvernig gengur.
Bestu kv. Elsa Lára.

8:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Æ þetta var nú ekki gott, að þið voruð svona lengi á spítalanum... við héldum þegar við vorum á norðurleið að þið væruð komar heim, en nei aldeilis ekki. Hilmar Þór veikur á fimmtudeginum og við gátum því ekki komið í heimsókn í þessari norður ferð :S Hlökkum bara til að sjá ykkur sem fyrst :)

2:16 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Vonandi eruð þið komnar heim núna og bólgan farin!
Líði ykkur vel, Svanfríður.

4:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ voðalegt er að heyra með þessa löngu sjúkrasögu hennar Arndísar Ingu :-/ Samt fyrir öllu að skvísan er að koma til og mæðgurnar komnar heim á ný. Gaman að sjá nýjar myndir af fallegu börnunum :-)
Bestu kveðjur úr Hornafirðinum,
Árdís og familía (sem fer nú bráðum að stækka :-)

8:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæææ...

Hafið það sem allra best heima :)

12:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, við vorum að hugsa um að koma á morgun ef við megum :-) (um kl 3)
Ef ykkur vantar eitthvað úr "Kaupstað" þá bara láta vita :-)
Kveðja Jóhanna Húsavík

7:30 PM  

Post a Comment

<< Home