Bíðum enn
Jæja nú er vika síðan við komum hingað og við förum alla vega ekki í dag. Arndís Inga er bara nokkuð hress en bólgan hjaðnar voðalega hægt. Við bíðum því bara og bíðum:) Hún fékk tíma í ómskoðun á morgun og þá á að sjá hvernig eitlarnir líta út, aldrei að vita nema við förum heim eftir þá skoðun (að vísu hef ég sagt þetta alla vikuna en er hér enn). Við höllumst að því að þeim finnist við svona skemmtilegar að þær vilja bara ekki losna við okkur.
Svo er Hilmar Þór veikur heima og tengdamamma farin að passa hann svo Pési komist í vinnuna. Hann er nú heldur betur ómissandi karlinn! Hann sagði við pabba sinn í morgun þegar búið var að mæla hann að nú væri hann veikur og þá vildi hann að pabbi sinn bakaði fyrir sig. Pési benti honum á að það kynni hann hreinlega ekki en þá sagðist Hilmar bara getað kennt honum það, maður setti sko egg og sykur og hrærði...ekkert mál:)
Jæja nú eru Skoppa og Skrítla alveg hættar að vera skemmtilegar,
Hafið það gott
kv. Helga og lasarusinn
Svo er Hilmar Þór veikur heima og tengdamamma farin að passa hann svo Pési komist í vinnuna. Hann er nú heldur betur ómissandi karlinn! Hann sagði við pabba sinn í morgun þegar búið var að mæla hann að nú væri hann veikur og þá vildi hann að pabbi sinn bakaði fyrir sig. Pési benti honum á að það kynni hann hreinlega ekki en þá sagðist Hilmar bara getað kennt honum það, maður setti sko egg og sykur og hrærði...ekkert mál:)
Jæja nú eru Skoppa og Skrítla alveg hættar að vera skemmtilegar,
Hafið það gott
kv. Helga og lasarusinn
2 Comments:
Úpps, það er fullt af færslum og hellingur að frétta. Ég hélt að þú værir hætt að blogga í bili þannig að ég missti af nýjum pistlum.
Ég vona bara svo innilega að hún Arndís litla nái sér hið snarasta því hún er örugglega búin að fá nóg af því að vera inni á spítala.
gangi ykkur vel og ég bið fyrir skjótri heimferð ykkur til handa.
Svanfríður
Æhh...já ég held að þeim finnist þið svona skemmtilegar...en nú er kominn tími á að við fáum ykkur aftur...
Já og Skoppa og Skrítla eru nú ekki endalaust skemmtilegar!
Vona þið fáið nú að koma heim um helgina :-)
Langbestu kveður frá Húsavík
Jóhanna
Post a Comment
<< Home