Monday, November 26, 2007

Reykjavík tomorrow!

Jæja nú er Reykjavíkurferðin að skella á. Leggjum í hann annað kvöld. Við eigum svo að mæta í skoðun upp á Barnaspítala á miðvikudaginn kl. 14 og stefnt er að aðgerðinni á fimmtudaginn. Nú vonum við bara að allt gangi vel og elsku litla, stóra stelpan okkar fái bata.

Svo náum við að vera viðstödd skírnina hjá litlu frænku á laugardaginn. Mín á meiri að segja að vera skírnarvottur, þannig að nú er sko eins gott að standa sig:)

Jæja ætli að það sé ekki best að fara að koma börnunum í háttinn.

Læt heyra í mér þegar við komum til baka.

kv. Helga

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku litla skvísan ykkar.
Hún nær bata þegar hún losnar við þetta sem er að angra hana.
Ætla að reyna skutlast í bæinn og hitta þig eitthvað fyrir sunnan.
Knúsur og kossar og gangi ykkur vel.
Bestu kv. Elsa Lára.

11:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Skottan litla..mikð verð ég nú fegin þegar að þetta verður búið...get ímyndað mér hvað þið verðið fegin!!!!! mikill léttir fyrir Arndísi Ingu að losna við þetta..góða ferð og gangi ykkur óskaplega vel..
Kveðjur frá "ÖmmU" Jóhönnu...(jú víst sagði hún amma híhíhí)

8:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kæru vinir, gangi ykkur svakalega vel ;) Vonandi fáum við eitthvað að sjá ykkur :)

1:45 PM  
Blogger Ester said...

hæhæhæ... veriði í bandi þegar þið komið suður, ætla að reyna að hitta á ykkur (við erum nú bara rétt hjá ef þið verðið á Hlíðarveginum) verður að vísu brjálað að gera í skólanum núna frammað föstudag en ég finn að sjálfsögðu einhverja smugu :)

Heyri í ykkur

Estersemerenní verlsunarsjokkieftirberlín

2:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gangi ykkur öllum rosalega vel og við hugsum hlýtt til ykkar. Þetta á eftir að ganga vel og henni á eftir að líða svo miklu betur og verður eflaust komin á fullt áður en þið vitið af.
Vonandi náum við að hittast í höfuðborginni á meðan að þið verðið hér, endilega verið í sambandi, við erum heima.

Knús af Skeljagrandanum

11:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gangi ykkur vel, ég hugsa hlýtt til ykkar.
Helga: þú átt eftir að standa þig vel sem skýrnavottur ekki spurning ;)

Kveðja, Björk

12:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gangi ykkur vel á morgun - við hugsum hlýtt til ykkar.
Knús og kossar
Ella Dögg og co.

6:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gangi ykkur rooosalega vel með aðgerðina. Hrikalega leiðinlegt að svona lítil skvísa þurfi að fara í svæfingu og aðgerð, en gott að ljúka því af svo sæta skvísan losni við þennan óþverra.
Sendum góða strauma frá Lúx,
Lúx-gengið

3:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga mín, þetta er leitt að heyra. En gangi ykkur rosalega vel. Knús, María

11:23 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

gangi ykkur öllum vel í rvk og vonandi gengur allt vel hjá Arndísi. Skírnarvottur-þú ferð létt með það,syngur bara Undir bláhimni og þú stelur senunni:)
Óskaðu Báru til hamingju frá mér takk, Svanfríður og co.

10:43 PM  

Post a Comment

<< Home