Við erum á lífi
Komið þið sæl og afsakið letina! Ég kem mér bara einhvern veginn ekki í að skrifa þessa dagana. Af okkur er allt ágætt að frétta. Skólinn og vinnan farin að rúlla og hversdagslífið tekið við af afslöppuninni um jólin. Hilmar Þór fékk að koma með mér í skólann í síðustu viku þar sem það var starfsdagur í leikskólanum og það var alveg æðislegt að fylgjast með honum. Hann var þvílíkt duglegur og ófeiminn, sat við borðið sitt og skrifaði og teiknaði á meðan nemendurnir unnu í sínum bóku. Svo fannts honum líka mikið sport að fá að borða nesti með þeim og síðast en ekki síst fílaði hann frímínúturnar alveg í botn. Mín bjóst að sjálfsögðu við að litli strákurinn vildi bara vera inni með mömmu sinni í frímínútunum en sú varð ekki raunin. Stelpurnar í bekknum buðu honum með sér út og pössuðu hann þvílíkt vel, eltu hann um allt og naut hann sín í botn, gerði allskyns kúnstir fyrir þær og þegar þau komu inn höfðu þær orð á því hversu liðugur hann væir og hve hratt hann gæti hlaupið:)
Arndís Inga eyddi hins vegar deginum með nöfnu sinni til hálfs, henni Hjördísi Ingu. Jóhanna var svo góð að bjóðast til að hafa hana og þökkum við henni kærlega fyrir reddinguna:)
Núna er starfsdagur í skólanum og ég er að bíða eftir að sérgreinakennararnir klári að fylla inn umsagnirnar svo ég geti prentað einkunnablöðin út. Á morgun eru svo foreldraviðtölin og ég verð voða fegin þegar þau eru búin.
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Þakka ykkur kærlega fyrir öll kommentin, mesta furða hvað þið nennið að kíkja hér inn þar sem lítið er að gerast.
kv. Helga
Arndís Inga eyddi hins vegar deginum með nöfnu sinni til hálfs, henni Hjördísi Ingu. Jóhanna var svo góð að bjóðast til að hafa hana og þökkum við henni kærlega fyrir reddinguna:)
Núna er starfsdagur í skólanum og ég er að bíða eftir að sérgreinakennararnir klári að fylla inn umsagnirnar svo ég geti prentað einkunnablöðin út. Á morgun eru svo foreldraviðtölin og ég verð voða fegin þegar þau eru búin.
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Þakka ykkur kærlega fyrir öll kommentin, mesta furða hvað þið nennið að kíkja hér inn þar sem lítið er að gerast.
kv. Helga
16 Comments:
Gaman að fá smá fréttir af ykkur.
Biðjum kærlega að heilsa norður og spes kveðja til frænda Nonna sem þú ert víst að kenna (mamma hans heitir Þurý og er læknir á Húsavík núna).
Bkv, Jóhanna, Nonni og Matthildur María
Hér erum við að reyna að ákveða með þorrablótið, við höllumst frekar að því að koma ;) Ég vil fljúga, sjáum til hvernig þetta endar :)
Hæ, það er nú alltaf gaman að kíkja við hjá þér en sérstaklega þó þegar það kemur nýtt blogg.
Vá hvað Hilmar hefur verið duglegur í skólanum. Ég fór einmitt með Dísina mína í skólann fyrir stuttu og hún var rosa góð og ófeimin ! En það var að vísu bara ein kennslustund :) Henni fannst þetta agalegt sport að vera í stóra skólanum.
En hafið það gott.
Knúsur, Elsa Lára sem er sjúk í MOA ferð aftur :)
Gaman að sjá nýtt blogg, alltaf skemmtilegt. Ég bæti nú við kvittunina frá Elsu og segi mig langar með í næstu MOA ferð. kv. Bára sem þarf að fara að fara í verslunarferð
Já mér líst vel á að við skellum okkur allar...hvenær viljið þið fara?
kv. Helga
Maður kíkir alltaf reglulega inn hjá þér - lengi er von á nýrri færslu... Gaman að heyra hvað Hilmar var duglegur í skólanum enda stór og skír strákur á ferðinni:)Gaman væri að fara að sjá nýjar myndir:) Kveðja Signý sem var að setja inná síðuna hennar Nínu....
Eigum við ekki að skella okkur í haust :) Kíkjum á þetta þegar skóladagatölin eru tilbúin. KV. Elsa Lára.
Hvað meinarðu með að nenna að kíkja hér inn???? Þetta er ein af favorites síðunum á þessum bænum og þá kíkir maður alltaf, þó ekki væri nema til að skoða gamlar myndir. Hilmar er nottlega bara snillingur þessi litli íþróttaálfur og ég skil vel að "bekkjarsystur" hans hafi verið ánægðar með hann.
Ég er í viðræðum við Kristínu um hvenær við eigum að skella okkur huggulegheitaferð norður í sveitina. Hlakka ekkert smá til og vona að það verði fyrr en seinna. Sjáðu hvað ég er nægjusöm, hver þarf MOA þegar maður getur farið í sveitina????
Knús til ykkar allra Dagný
Hæ hæ,
Var á heimasíðurúnti... Alltaf gaman að kíkja við og sjá hvað þið eruð að bralla í sveitinni:) Flottar jólamyndirnar. Hilmar orðin rosa stór og duglegur strákur greinilega:)
Biðjum að heilsa...
kveðja frá Bárugrandanum, Hjalta og co.
Heyrðu-bara blogg
Ég var ekki búin að gleyma þér helga mín en ég hélt þú værir hætt að blogga og því kem ég svona seint í kaffi:)
Hafðu það gott. SVanfríður
Hæ, hó öllsömul!
Var að komast að því fyrst í dag að þið væruð með bloggsíðu. Ég hafði ekki hugmynd um að Arndís Inga væri búin að vera svona veik. Vonandi líður henni betur núna. Gaman að geta fylgst með ykkur á þennan hátt.
Bestu kveðjur frá Mölndal, Svíþjóð.
Björg, Móði, Daði og Atli.
Jæja nú finnst okkur orðið svo langt síðan við sáum ykkur að okkur er farið að langa í myndir:-)Hlökkum til að hitta ykkur næst. kv. Bára og Sandra Sif
Sæl Helga og fjölskylda,
gaman að fá fréttir af ykkur eins og alltaf. Trúi vel að þú hafir verið stolt af stóra stráknum þínum í skólanum, þau eru svo yndisleg þessi börn :-)
Ég fæ nú bara ferðfíling við að lesa öll kommentin þín, er reyndar ólæknandi baktería hjá mér og þarf lítið til að "vekja" hana til lífsins :-)
Bestu kveðjur til ykkar allra,
Árdís og fjölskylda.
halló halló.. verið nú dugleg að blogga, mann vantar fréttir hérna í stórborgina! =)
Gaman að fá loksins fréttir... vorum að verða brjáluð. Knús héðan úr góða veðrinu.
Þóra og Völli...
vá við eigum greinilega marga vini:) Nú verðum við bara að fara að standa okkur í skrifunum!
Takk fyrir kommentin elskurnar mínar.
kv. Helga
Post a Comment
<< Home